Vonbrigði að verða ekki nýir ráðherrar Snærós Sindradóttir skrifar 12. janúar 2017 07:00 Oddvitar nýrrar ríkisstjórnar tóku höndum saman er ráðherrarnir stigu fram á tröppur Bessastaða. vísir/Anton Brink Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Nokkurra vonbrigða gætir með nýja ráðherraskipan innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins. Haraldur Benediktsson, oddviti flokksins í Norðvesturkjördæmi, segist hafa gert miklar athugasemdir við að atvinnuvegaráðuneytið sé komið úr höndum Sjálfstæðisflokksins og til Viðreisnar.Haraldur Benediktsson Haraldur er fyrrverandi formaður Bændasamtakanna og horfði sérstaklega til þess ráðuneytis í aðdraganda nýrrar ríkisstjórnar. Hann segir að kannski hafi, í ljósi þessarar fyrri stöðu hans, verið horft sérstaklega til þess hjá samstarfsflokkum Sjálfstæðisflokksins í ríkisstjórn að hann hlyti ekki það embætti. Ljóst er að bæði Viðreisn og Björt framtíð stefna að kerfisbreytingum í landbúnaði en Haraldur hefur í fyrri störfum sett fingraför sín á það landbúnaðarkerfi sem nú er við lýði. Haraldur segist þó ekki vilja í bollaleggingar um hvað annað hefði mátt víkja fyrir atvinnumálunum. „Nei, það er alveg tilgangslaust að tala um það núna. Utanríkismál eru ekki þungavigtarmál fyrir landsbyggðarfólk en þau eru mikilvæg fyrir Reykvíkinga,“ segir Haraldur. Hann bendir þó á að utanríkismálin séu orðin léttvægari en áður þótti.Brynjar Níelsson„En þetta er ekki mikið mál. Það vantaði konur og ég átti frumkvæði að því að Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir gæti verið góður kostur. Þetta segir ekkert um að ég hafi yfirgefið dyggan stuðning minn við landbúnaðarmálin og sjávarútvegsmálin. Ég hef bara mun frjálsari hendur til að slást í því eftir þetta,“ segir Haraldur. Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi suður, varð fyrir nokkrum vonbrigðum með að vera ekki skipaður í nýtt dómsmálaráðuneyti. Hann sóttist eftir því í aðdraganda skipunarinnar en Sigríður Á. Andersen, sem situr sæti neðar en hann á lista í kjördæminu, hlaut embættið. „Auðvitað eru það vonbrigði. Það eru vonbrigði hjá mér og fleirum sem vildu fá ráðherraembætti. Ég lýsti því í útvarpi hvaða sjónarmið ég teldi að yrðu höfð til hliðsjónar við þetta en þau urðu ekki ofan á og maður situr bara uppi með það. Það er bara svona.“Páll MagnússonBrynjar segir þó að hann haldi bara áfram þar sem frá var horfið. „Ég fer ekki í fýlu eða í burtu, sko. Það þýðir ekkert. Maður lýsir bara yfir vonbrigðum og svo er það búið.“ Brynjari hefur ekki verið tjáð hvort til standi að hann taki við formennsku í fastanefnd á Alþingi þegar það kemur saman. „Það er ekkert sjálfgefið að ég verði formaður í nefnd. Það kemur bara í ljós síðar.“ Páll Magnússon, oddviti Sjálfstæðismanna í Suðurkjördæmi og nýliði á Alþingi, skrifaði færslu á Facebook í gær þar sem hann opinberaði vonbrigði sín og að hann hefði ekki stutt þá ráðherraskipan sem Bjarni Benediktsson, formaður flokksins, lagði til á þingflokksfundi á mánudag. „Í fyrsta lagi gengi þessi skipan í veigamiklum atriðum gegn því lýðræðislega umboði sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins hefðu áunnið sér í prófkjörum og síðan kosningum í haust. Í öðru lagi fæli hún í sér lítilsvirðingu gagnvart Suðurkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn vann sinn stærsta sigur í kosningunum.“ Páll og Haraldur eru einu oddvitar Sjálfstæðisflokksins sem ekki fengu ráðherraembætti, ef frá er talin Ólöf Nordal sem vegna veikinda baðst undan því að hljóta ráðherraembætti, þar til hún hefur náð fullu starfsþreki. Formaður flokksins sagði á mánudag að Ólöf Nordal kæmi inn í ríkisstjórn um leið og hún hefði þrek til. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira