Kristján Þór: „Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 11. janúar 2017 11:05 Vísir Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“ Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Kristján Þór Júlíusson tekur í dag við embætti mennta- og menningarmálaráðherra. Kristján Þór hefur frá árinu 2013 gegnt embætti heilbrigðisráðherra. Hann segist taka glaður við nýjum áskorunum á nýjum vettvangi. Aðspurður segist Kristján Þór ekki ósáttur við að færa sig til um ráðuneyti. „Ég er aldrei svekktur ef ég lít nýjan og góðan dag. Ég hef ekki tamið mér það, ég er bjartsýnn að eðlisfari. Ég skil sáttur við verkefni mitt í heilbrigðisráðuneytinu og tekst glaður við nýjar áskoranir á nýjum vettvangi,“ segir Kristján Þór í samtali við Vísi.Hvernig list þér á arftaka þinn í heilbrigðisráðuneytinu? „Mjög vel. Óttarr er vandaður maður og ég bind bara miklar vonir við hann og óska honum velfarnaðar. Það er got fólk að vinna með, bæði inni í ráðuneyti og úti í heilbrigðisþjónustunni og ég er sannfærður um það að honum muni farnast vel í sínu vandasama starfi.“Hvernig líst þér á stöðuna sem þú ert að taka við? Nú er til dæmis kurr innan kennarastéttarinnar. „Það er allt of snemmt, ég hef enga skoðun á því í dag. Ég ætla að taka við þessu embætti síðar í dag og fer þá bara yfir stöðuna og skoða mig um og heyri í fólki.“Íslensk menning ómetanlegur fjársjóður Kristján Þór hefur mikla reynslu í stjórnmálum og var hann bæjarstjóri Dalvíkur á árunum 1986-1994 og bæjarstjóri Akureyrar 1998-2006. Þá hefur hann setið á Alþingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2007. Kristján segist það hafa gagnast sér vel í starfi sínu sem ráðherra að hafa svo fjölbreytta reynslu. „Það hefur gagnast mér mjög vel. Ég hef notið þeirrar gæfu að hafa traust til að gegna ýmsum ábyrgðarstöðum. Sama hvort heldur að hafa verið trúað fyrir skipi og áhöfn, að koma því hvorutveggja heilu til lands eða stýra bæjarfélagi og bera ábyrgð á því eða vera kjörinn til setu á löggjafarþinginu með þeim verkum sem þar eru innanborðs. Öll þessi reynsla sem ég hef sankað að mér mun nýtast mér alveg tvímælalaust.“Er eitthvað sérstakt við þennan málaflokk sem þér finnst spennandi? „Það eru gríðarlega skemmtileg verkefni á þeim vettvangi og ég ætla ekki að gera upp á milli þeirra. Íslensk menning er ómetanlegur fjársjóður sem að okkur er trúað fyrir, okkur íslendingum, og ber að varðveita og standa mjög styrkan vörð um. Það er bara þannig.“
Alþingi Kosningar 2016 Tengdar fréttir Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00 Mest lesið „Ástandið er að versna“ Erlent Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Innlent Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Innlent Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Innlent „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Innlent Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Innlent Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Innlent Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Innlent Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Í beinni: Málþing um snjóflóð og samfélög Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Sjá meira
Sjö nýir ráðherrar Sjö þingmenn taka í fyrsta sinn við embætti ráðherra í nýrri ríkisstjórn Viðreisnar, Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks. Alls verða ráðherrarnir ellefu. Sex úr röðum Sjálfstæðisflokks, þrír úr Viðreisn og tveir frá Bjartri framtíð. 11. janúar 2017 07:00