Landbúnaður njóti áfram ríkisstuðnings Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. janúar 2017 07:00 Bjarni Benediktsson, Óttar Proppé og Benedikt Jóhannesson undirrituðu stjórnarsáttmálann í Gerðarsafni í gær. vísir/ernir „Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
„Ég held að allir flokkarnir hafi verið samstíga um það að menn vildu ekki draga úr styrkjum almennt til landbúnaðar. Við teljum að það sé mikilvægt fyrir þjóðina að hér sé landbúnaður,“ sagði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar og verðandi fjármálaráðherra. Hann segir nýja ríkisstjórn hins vegar leggja áherslu á að landbúnaður verði samkeppnishæfur og horft verði á hagsmuni neytenda. Bjarni Benediktsson, verðandi forsætisráðherra, upplýsti, þegar stjórnarsáttmálinn var kynntur í Gerðarsafni í gær, að tveir ráðherrar verði starfandi í innanríkisráðuneytinu. Annars vegar dómsmálaráðherra en hinn verður með samgöngumál, fjarskiptamál og sveitarstjórnarmál á sinni könnu. Ráðherrar nýju ríkisstjórnarinnar verða því ellefu en tíu ráðherrar voru í stjórn Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Bjarni vakti athygli á því að naumur meirihluti á Alþingi kalli á ný vinnubrögð. „Fyrir liggur að ríkisstjórnin mun styðjast við nauman meirihluta á Alþingi. Í því felst í sjálfu sér viss áskorun en það er líka ákall um það að menn horfi oftar fram hjá flokkslínum og leiti oftar eftir samstöðu á Alþingi.“Bæði Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, og Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, tóku undir að naumur meirihluti myndi þýða meira samráð. Benedikt sagði mikilvægt að meirihlutinn á þingi myndi temja sér ný vinnubrögð gagnsæis, opnari stjórnsýslu og að bókhald ríkisins yrði opnað meira. „Og líka að við temjum okkur samstarf við minnihlutann. Að við reynum strax frá fyrstu stigum mála að hafa samstarf við minnihlutann þannig að hann geti komið athugasemdum að,“ sagði Benedikt. Benedikt, sem er verðandi fjármálaráðherra, sagði að við núverandi aðstæður í efnahagsmálum yrði hvorki horft til almennra skattahækkana né víðtækra skattalækkana. Í stjórnarsáttmálanum er kveðið á um það að unnið verði að því að draga úr þeim miklu sveiflum sem verið hafa á gengi krónunnar. Slíkar sveiflur stuðli að óstöðugleika og skýri að nokkru hvers vegna vextir eru að jafnaði hærri hér á landi en erlendis. Þá segir að kostir núgildandi aflamarkskerfis séu mikilvægir fyrir áframhaldandi verðmætasköpun í sjávarútvegi.„Kannaðir verða kostir þess að í stað ótímabundinnar úthlutunar verði byggt á langtímasamningum og samhliða verði unnið að mati á þeim kostum sem tækir eru, svo sem markaðstengingu, sérstöku afkomutengdu gjaldi eða öðrum leiðum, til að tryggja betur að gjald fyrir aðgang að sameiginlegri auðlind verði í eðlilegu hlutfalli við afrakstur veiðanna.“ Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2016 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira