Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Þór Þ. 68-99 | Fimmti sigur Þórsara í röð Arnór Óskarsson í Stykkishólmi skrifar 26. janúar 2017 22:30 Þór Þorlákshöfn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Snæfells að velli þegar liðin mættust í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Þór var betra liðið frá fyrsta leikhluta og vann á endanum 31 stigs sigur, 68-99. Snæfell er ekki enn þá búið að vinna leik í deildinni og er ekkert sem bendir til annars en að Hólmarar komi til með að falla í 1. deild í lok tímabilsins. Þór heldur aftur á móti sigurgöngu sinni áfram og er nú komið með fimm sigra í röð í Domino’s-deild karla. Leikurinn í kvöld byrjaði með litlu stigaskóri og var frekar jafnt með liðunum framan af. Hvorugt liðið virtist ætla taka af skarið og var ekki strax hægt að sjá þann mun sem staða liðana í deildinni gefur til kynna. Í öðrum leikhluta færðist hinsvegar meira líf í viðureignina og fór þá sóknarleikur Þórsarar hægt og rólega að verða ákveðnari. Forskot myndaðist og í hálfleik voru gestirnir frá Þorlákshöfn komnir með þægilega forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir var leiks. Seinni hálfleikur þróaðist í það að verða formsatriði fyrir Þórsara. Snæfell missti alla stjórn á sínum leik og gátu Hólmarar ekki með neinu móti komið í veg fyrir sigur Þórs þegar upp var staðið. Loks var flautað til leiksloka og annar stórsigur Þór Þorlákshafnar á Snæfelli á þessu tímabili staðreynd. Kvöldið endaði á atviki sem átti sér stað þegar liðin voru farin að kveðja hvort annað. Geir Elías Úlfur Helgason, leikmaður Snæfells, var rekinn út úr húsi fyrir að segja eitthvað við dómarana og getur hann átt von á að fá leikbann.Afhverju vann Þór? Þór sýndi Snæfelli í kvöld að þeir eru með töluvert breiðari og áreiðanlegri hóp. Framlag kom frá mörgum einstaklingum sem spiluðu sem ein liðsheild. Fjöldi stoðsendinga sýnir vel munin á liðunum en Þórsarar voru alls með 25 á meðan að Snæfell var aðeins með 11. Snæfell fann aldrei réttan takt í sóknarleiknum sínum og virtist tilviljun ráða því hvort kerfi voru spiluð eða ekki.Bestu menn vallarins: Tobin Carberry var í enn eitt skiptið í lykilhlutverki hjá Þórsurum og endaði hann með að skora 21 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar að auki var hann með 7 stoðsendingar. Aðrir sem stóðu sig vel í kvöld voru Ragnar Örn Bragason og Grétar Ingi Erlendsson, sem gerði nánast það sem hann vildi inni í teignum. Alls voru fimm leikmenn með 10 eða fleiri stig í liði Þórsara. Hjá Snæfell var nýji leikmaðurinn Christian David Covile allt í öllu. Covile skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Hann gaf aftur á móti ekki eina einustu stoðsendingu í leiknum.Snæfell-Þór Þ. 68-99 (17-18, 22-38, 19-20, 10-23)Snæfell: Christian David Covile 30/11 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Andrée Fares Michelsson 7, Snjólfur Björnsson 5, Maciej Klimaszewski 4, Aron Ingi Hinriksson 2, Viktor Marínó Alexandersson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0/6 fráköst.Þór Þ.: Tobin Carberry 21/14 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 18, Grétar Ingi Erlendsson 17/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 8/9 fráköst, Benjamín Þorri Benjamínsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2.Einar Árni: Leiksins verður ekki minnst fyrir fagurfræði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, virtist ánægður með stigin í kvöld. Hann taldi viðureignina hinsvegar ekki hafa verið sérstaklega áhugaverða körfuboltalega séð og sagði að annar leikhluti hafi verið það sem skóp sigur í kvöld. „Við þéttum okkur varnarlega það sem leið á leikin og annar leikhluti gerði soldið út um þetta. Við skorum einhver 38 stig og erum þá 20 stigum yfir. Eftir það verðum við kærulausir en stigin tvö eru góð,“ sagði Einar Árni eftir leik. Á köflum virtust Þórsarar virtust ekki sáttir með gang mála en aðspurður hvort Snæfell eða eitthvað annað sérstakt hafi truflað liðið og leikinn í kvöld sagði Einar Árni að svo hefði alls ekki verið. „Þeir eru nátúrulega að berjast og reyna að ná sér í einhver stig en ég hef ekkert yfir þeim að kvarta.“ Davíð Arnar Ágústsson þurfti hinsvegar að yfirgefa völlin vegna meiðsla og var það Einari efst í huga í lok leiks. „Að Davíð Arnar skuli meiðast er ekki gott. Hann er búinn að standa sig frábærilega fyrir okkur í vetur og ég hef mestar áhyggjur af honum og að við séum að missa hann út í einhvern tíma,“ sagði Einar hugsi og bætti við: „En að öðru leyti er ég bara kátur með lífið og tilveruna.“Ingi Þór: Vondur leikur í alla staði Viðbrögð Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara Snæfells, gáfu til kynna að menn ætluðu sér töluvert meira í þessum leik en raun bar vitni. „Ég er mjög ósáttur við leikinn í heild sinni. Við náum að stjórna þeim smá í byrjun en svo hleypum við þeim þangað sem þeir vilja. Þeir fengu á síðustu átta mínútum í seinni hálfleik að gera það sem þeir vildu. Við missum algjörlega stjórn á leiknum.“ Ingi Þór, sem hefur oftast fundið jákvæðar hliðar á leik sinna manna í vetur þrátt fyrir mikla erfiðleika og lélegt gengi, gat lítið sem ekkert fundið í kvöld. Líkt og Einar Árni var Ingi Þór svektur yfir að einstaklingur hafi meiðst í viðureign liðana. „Mjög erfiður leikur og hundleiðinlegur að horfa á fyrir áhorfendur. Illa dæmdur, illa spilaður, vondur leikur í alla staði og Davíð [Arnar Ágústsson] meiðist. Þetta er ekki gott kvöld og ég er ekki sáttur.“ „Ég er langt frá því í að vera kátur með mína menn og við þurfum klárlega að herða vörnina. Ég veit ekki hvort við héldum að nýr Kani myndi koma og gera hlutina fyrir okkur. Mér fannst hann ágætur miðað við það sem hann er búinn að vera með okkur. Við getum bara ekki boðið upp á frammistöðu eins og við vorum að bjóða upp á í kvöld.“ Varðandi atvikið er átti sér stað eftir að flautað hafði verið til leiksloka sagði Ingi: „Geir sagði eitthvað við dómarann sem þeir vildu ekki heyra og hentu honum út. Mér fannst það bara toppa kvöldið.“ Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Þór Þorlákshöfn átti ekki í miklum vandræðum með að leggja botnlið Snæfells að velli þegar liðin mættust í Domino’s-deild karla í körfubolta í kvöld. Þór var betra liðið frá fyrsta leikhluta og vann á endanum 31 stigs sigur, 68-99. Snæfell er ekki enn þá búið að vinna leik í deildinni og er ekkert sem bendir til annars en að Hólmarar komi til með að falla í 1. deild í lok tímabilsins. Þór heldur aftur á móti sigurgöngu sinni áfram og er nú komið með fimm sigra í röð í Domino’s-deild karla. Leikurinn í kvöld byrjaði með litlu stigaskóri og var frekar jafnt með liðunum framan af. Hvorugt liðið virtist ætla taka af skarið og var ekki strax hægt að sjá þann mun sem staða liðana í deildinni gefur til kynna. Í öðrum leikhluta færðist hinsvegar meira líf í viðureignina og fór þá sóknarleikur Þórsarar hægt og rólega að verða ákveðnari. Forskot myndaðist og í hálfleik voru gestirnir frá Þorlákshöfn komnir með þægilega forystu sem þeir létu ekki af hendi það sem eftir var leiks. Seinni hálfleikur þróaðist í það að verða formsatriði fyrir Þórsara. Snæfell missti alla stjórn á sínum leik og gátu Hólmarar ekki með neinu móti komið í veg fyrir sigur Þórs þegar upp var staðið. Loks var flautað til leiksloka og annar stórsigur Þór Þorlákshafnar á Snæfelli á þessu tímabili staðreynd. Kvöldið endaði á atviki sem átti sér stað þegar liðin voru farin að kveðja hvort annað. Geir Elías Úlfur Helgason, leikmaður Snæfells, var rekinn út úr húsi fyrir að segja eitthvað við dómarana og getur hann átt von á að fá leikbann.Afhverju vann Þór? Þór sýndi Snæfelli í kvöld að þeir eru með töluvert breiðari og áreiðanlegri hóp. Framlag kom frá mörgum einstaklingum sem spiluðu sem ein liðsheild. Fjöldi stoðsendinga sýnir vel munin á liðunum en Þórsarar voru alls með 25 á meðan að Snæfell var aðeins með 11. Snæfell fann aldrei réttan takt í sóknarleiknum sínum og virtist tilviljun ráða því hvort kerfi voru spiluð eða ekki.Bestu menn vallarins: Tobin Carberry var í enn eitt skiptið í lykilhlutverki hjá Þórsurum og endaði hann með að skora 21 stig ásamt því að taka 14 fráköst. Þar að auki var hann með 7 stoðsendingar. Aðrir sem stóðu sig vel í kvöld voru Ragnar Örn Bragason og Grétar Ingi Erlendsson, sem gerði nánast það sem hann vildi inni í teignum. Alls voru fimm leikmenn með 10 eða fleiri stig í liði Þórsara. Hjá Snæfell var nýji leikmaðurinn Christian David Covile allt í öllu. Covile skoraði 30 stig og tók 11 fráköst. Hann gaf aftur á móti ekki eina einustu stoðsendingu í leiknum.Snæfell-Þór Þ. 68-99 (17-18, 22-38, 19-20, 10-23)Snæfell: Christian David Covile 30/11 fráköst, Árni Elmar Hrafnsson 11, Sveinn Arnar Davíðsson 7, Andrée Fares Michelsson 7, Snjólfur Björnsson 5, Maciej Klimaszewski 4, Aron Ingi Hinriksson 2, Viktor Marínó Alexandersson 2, Þorbergur Helgi Sæþórsson 0/6 fráköst.Þór Þ.: Tobin Carberry 21/14 fráköst/7 stoðsendingar, Ragnar Örn Bragason 18, Grétar Ingi Erlendsson 17/7 fráköst, Halldór Garðar Hermannsson 10/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 10, Ólafur Helgi Jónsson 8/5 fráköst, Emil Karel Einarsson 8/9 fráköst, Benjamín Þorri Benjamínsson 3, Davíð Arnar Ágústsson 2, Styrmir Snær Þrastarson 2.Einar Árni: Leiksins verður ekki minnst fyrir fagurfræði Einar Árni Jóhannsson, þjálfari Þórs Þorlákshafnar, virtist ánægður með stigin í kvöld. Hann taldi viðureignina hinsvegar ekki hafa verið sérstaklega áhugaverða körfuboltalega séð og sagði að annar leikhluti hafi verið það sem skóp sigur í kvöld. „Við þéttum okkur varnarlega það sem leið á leikin og annar leikhluti gerði soldið út um þetta. Við skorum einhver 38 stig og erum þá 20 stigum yfir. Eftir það verðum við kærulausir en stigin tvö eru góð,“ sagði Einar Árni eftir leik. Á köflum virtust Þórsarar virtust ekki sáttir með gang mála en aðspurður hvort Snæfell eða eitthvað annað sérstakt hafi truflað liðið og leikinn í kvöld sagði Einar Árni að svo hefði alls ekki verið. „Þeir eru nátúrulega að berjast og reyna að ná sér í einhver stig en ég hef ekkert yfir þeim að kvarta.“ Davíð Arnar Ágústsson þurfti hinsvegar að yfirgefa völlin vegna meiðsla og var það Einari efst í huga í lok leiks. „Að Davíð Arnar skuli meiðast er ekki gott. Hann er búinn að standa sig frábærilega fyrir okkur í vetur og ég hef mestar áhyggjur af honum og að við séum að missa hann út í einhvern tíma,“ sagði Einar hugsi og bætti við: „En að öðru leyti er ég bara kátur með lífið og tilveruna.“Ingi Þór: Vondur leikur í alla staði Viðbrögð Inga Þórs Steinþórssonar, þjálfara Snæfells, gáfu til kynna að menn ætluðu sér töluvert meira í þessum leik en raun bar vitni. „Ég er mjög ósáttur við leikinn í heild sinni. Við náum að stjórna þeim smá í byrjun en svo hleypum við þeim þangað sem þeir vilja. Þeir fengu á síðustu átta mínútum í seinni hálfleik að gera það sem þeir vildu. Við missum algjörlega stjórn á leiknum.“ Ingi Þór, sem hefur oftast fundið jákvæðar hliðar á leik sinna manna í vetur þrátt fyrir mikla erfiðleika og lélegt gengi, gat lítið sem ekkert fundið í kvöld. Líkt og Einar Árni var Ingi Þór svektur yfir að einstaklingur hafi meiðst í viðureign liðana. „Mjög erfiður leikur og hundleiðinlegur að horfa á fyrir áhorfendur. Illa dæmdur, illa spilaður, vondur leikur í alla staði og Davíð [Arnar Ágústsson] meiðist. Þetta er ekki gott kvöld og ég er ekki sáttur.“ „Ég er langt frá því í að vera kátur með mína menn og við þurfum klárlega að herða vörnina. Ég veit ekki hvort við héldum að nýr Kani myndi koma og gera hlutina fyrir okkur. Mér fannst hann ágætur miðað við það sem hann er búinn að vera með okkur. Við getum bara ekki boðið upp á frammistöðu eins og við vorum að bjóða upp á í kvöld.“ Varðandi atvikið er átti sér stað eftir að flautað hafði verið til leiksloka sagði Ingi: „Geir sagði eitthvað við dómarann sem þeir vildu ekki heyra og hentu honum út. Mér fannst það bara toppa kvöldið.“
Dominos-deild karla Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Sjáðu „fólkið frá þessum stað“ fagna í alvöru gæsahúðarmyndbandi Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira