Úlpa skipverja á Polar Nanoq þvegin um morguninn Snærós Sindradóttir skrifar 26. janúar 2017 07:00 Polar Nanoq hélt úr höfn í vikunni. Vísir/Vilhelm Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Á meðal sönnunargagna sem lögreglan lagði hald á um borð í togaranum Polar Nanoq í síðustu viku var úlpa þriðja skipverjans, sem handtekinn var nokkrum klukkustundum á eftir þeim tveimur sakborningum sem nú eru í haldi. Þetta herma heimildir Fréttablaðsins en jafnframt að maðurinn hafi gefið sig fram við lögreglu vegna úlpunnar. Heimildir Fréttablaðsins herma að maðurinn hafi gleymt úlpunni í bílaleigubílnum sem skipsfélagi hans hafði til umráða. Á laugardeginum hafi það hins vegar vakið athygli hans að búið væri að setja úlpuna í þvott, hann hafi þó ekki velt því meira fyrir sér. Þegar Polar Nanoq var svo snúið við á þriðjudag í síðustu viku hafi farið að renna tvær grímur á manninn og hann hafi gefið sig fram við sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra, sem tóku skipið og handtóku þá grunuðu miðvikudaginn 18. janúar síðastliðinn. Manninum var sleppt að lokinni yfirheyrslu hjá lögreglu og þá staðfesti Grímur Grímsson að búið væri að útiloka aðild mannsins að málinu. Lögreglan hefur ekki viljað staðfesta hvaða rannsóknargögn voru haldlögð um borð í togaranum en greint hefur verið frá því að skilríki Birnu Brjánsdóttur hafi verið á meðal þess sem fannst við leit lögreglu.Yfirheyrður í gær Í gær fóru fram yfirheyrslur yfir Nikolaj Olsen, öðrum manninum sem grunaður er um að hafa banað Birnu. Nikolaj er skipverjinn sem fór aftur um borð í Polar Nanoq þegar rauði bílaleigubíllinn kom aftur að Hafnarfjarðarhöfn á milli sex og hálf sjö á laugardagsmorgun. Thomas Møller Olsen, yngri skipverjinn, var yfirheyrður á þriðjudag en hann er talinn hafa keyrt tæplega 300 kílómetra um Reykjanesið á laugardagsmorgni og hent líki Birnu í sjóinn. Þegar Fréttablaðið ræddi við Grím um miðjan dag í gær stóð ekki til að yfirheyra Thomas þann daginn og játningar lágu ekki fyrir í málinu. Sérfræðingar Vegagerðarinnar hafa aðstoðað lögreglu við að kanna hafstrauma frá laugardeginum 14. janúar til sunnudagsins 22. janúar, þegar lík Birnu fannst í flæðarmálinu við Selvogsvita. Niðurstaða þeirra hefur leitt til þess að lögregla beinir sérstaklega sjónum sínum að strandlengjunni frá Grindavík til Óseyrarbrúar. Í samtali við Vísi í gær, útskýrði Sigurður Sigurðsson, strandverkfræðingur hjá Vegagerðinni, að ekki væri talið að líkið hefði borist mjög langa leið að þeim stað þar sem það fannst. Birnu var ráðinn baniLögregla verst nær allra frétta af niðurstöðu réttarmeinafræðings um andlát Birnu. Í gær fengust þó upplýsingar um að kennslanefnd ríkislögreglustjóra, í samstarfi við réttarmeinafræðinginn, hefði tekið af allan vafa um að lík Birnu hefði fundist í flæðarmálinu við Selvogsvita á sunnudag. Þá sagði Grímur Grímsson, sem fer fyrir rannsókninni, að rannsókn réttarmeinafræðingsins staðfesti að um manndráp væri að ræða.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59 Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00 Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00 Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Líkið er af Birnu og um manndráp að ræða Annar skipverjinn var yfirheyrður í gær og hinn í dag. 25. janúar 2017 10:59
Vonar að dauði Birnu opni á umræðu um ofbeldi á Grænlandi: „Þögnin er áþreifanleg“ Ingibjörg Björnsdóttir sem búsett er á Grænlandi, segist vona að dauði Birnu verði til þess að opna umræðu um ofbeldi á Grænlandi. 25. janúar 2017 11:00
Yfirheyrðu Møller í gær Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur hinn maðurinn, Nikolaj Olsen, ekki verið yfirheyrður eftir að lík Birnu fannst á sunnudaginn. 25. janúar 2017 06:00
Hjálparlínu fyrir aðstandendur skipverja Polar Nanoq bárust tuttugu símtöl Utanríkismálaskrifstofa Grænlands hefur nú látið lokað sérstakri hjálparlínu sinni. 25. janúar 2017 12:57