Enginn bæklingur með þýðingu á ræðu forsetans í Amalíuborg Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. janúar 2017 07:50 Guðni ávarpar gesti hátíðarkvöldverðarins í gær. vísir/epa Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar. Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Í hátíðarkvöldverði í Amalíuborg í gærkvöldi ræddu þau Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, og Margrét Þórhildur, Danadrottning, bæði um vinsældir og mikilvægi Andrés Andar-blaðanna hjá íslenskum börnum þegar þau voru að læra í dönsku hér á árum áður. Sagði Guðni að hann hefði líklega verið einn af seinustu börnunum sem biðu spennt eftir nýju Andrés Andar-blaði en forsetinn minntist jafnframt á að það hefði ekki bara verið Andrés Önd sem var fastagestur á íslensku heimilum hér áður fyrr heldur einnig önnur dönsk tímarit og dagblöð. Drottningin sagði að það væri Andrési Önd að þakka að íslensk börn hefðu í áratugi haldið að það væri gaman að læra dönsku. Fjallað er um kvöldverðinn á vef danska ríkisútvarpsins og þar má jafnframt horfa á ræður Guðna og Margrétar Þórhildar en sýnt var beint frá upphafi kvöldverðarins á DR1 í gærkvöldi. Í frétt DR segir að venjulega þegar erlendir þjóðhöfðingjar tali í kvöldverðum á borð við þennan fái viðstaddir lítinn bækling með þýðinu á ræðu viðkomandi. Það hafi hins vegar ekki verið raunin í gær þar sem Guðni hafi ávarpað samkomuna á dönsku en líkt og með Andrésar Andar-blöðin minntust forsetinn og drottningin á dönskukennslu í íslenskum skólum. „Danska er ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem Íslendingar læra í skólanum og Kaupmannahöfn er ekki lengur helsta tenging okkar við umheiminn. Tengslin eru því minni á ýmsum sviðum en ræturnar eru sterkar og áhugi okkar á Danmörku er enn ósvikinn og einlægur,“ sagði Guðni. „Danska er enn kennd í í íslenskum skólum en nú sem annað tungumál. Danskan er mikilvæg því hún opnar dyr að hinum Norðurlandamálunum og eykur þar með skilning,“ sagði Margrét Þórhildur. Opinber heimsókn Guðna og konu hans, Elizu Reid, til Danmerkur hófst í gær en henni lýkur á morgun. Á meðal þess sem er á dagskrá forsetahjónanna í dag er heimsókn í Árnasafn í Kaupmannahafnarháskóla og heimsókn í höfuðstöðvar Dansk Industri við Ráðhústorgð en þar munu fulltrúar úr íslensku atvinnulífi kynna starfsemi sína. Síðdegis býður forsetinn svo til móttöku til heiðurs Margréti Þórhildi í Nortatlantens Brygge en þar með lýkur formlegri dagskrá heimsóknarinnar.
Guðni Th. Jóhannesson Margrét Þórhildur II Danadrottning Danmörk Forseti Íslands Kóngafólk Tengdar fréttir Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51 Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Mikið um dýrðir í Amalíuborgarhöll Opinber heimsókn Guðna Th. Jóhannessonar forseta Íslands til Danmerkur hófst í morgun þegar Þórhildur Danadrottning tók á móti forsetahjónunum í Amalíuborgarhöll. 24. janúar 2017 23:51
Guðni og Eliza funduðu með Danadrottningu í Amalíuborgarhöll Guðni Th. Jóhannesson forseti og Eliza Reid eru í sinni fyrstu opinberu heimsókn til útlanda frá því að Guðni tók við embætti í sumar. 24. janúar 2017 10:09