Skipverjarnir yfirheyrðir á Hrauninu í dag Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 31. janúar 2017 10:32 Grímur Grímsson, yfirmaður rannsóknarinnar. Vísir/Anton Brink Skipverjarnir tveir af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verða báðir yfirheyrðir á Litla-Hrauni í dag. Yfirheyrslur munu fara fram á grænlensku en þær hafa einnig farið fram á dönsku og ensku. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og sitja í einangrun en tveggja vikna varðhaldið sem þeir voru úrskurðaðir í rennur út á fimmtudag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að ekki liggi fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en það gæti skýrst á morgun.Telja sig vera með stóru myndina af atburðarásinni Hann segir að ekkert nýtt hafi komið fram við rannsókn málsins frá því í gær; lögreglan sé engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar en skipverjarnir voru með bílinn á leigu. Birna hvarf þann morgun og telur lögreglan fullvíst að hún hafi verið í bílnum um morguninn enda fannst blóð úr henni í bifreiðinni. Þá er ekkert komið út úr lífsýnum sem lögregla sendi út til Svíþjóðar til rannsóknar en þau voru meðal annars tekin úr Polar Nanoq. Grímur kveðst ekki eiga von á því að niðurstaða úr þeirri rannsókn liggi fyrir í vikunni. Endanleg niðurstaða í krufningsskýrslu liggur ekki heldur fyrir þó staðfest hafi verið að Birnu hafi verið ráðinn bani. Þá telur lögreglan sig vita hvernig henni var ráðinn bani en hefur ekki viljað tjá sig nánar um það. Lögreglan telur sig jafnframt vita nokkurn veginn atburðarásina í tengslum við hvarf Birnu og dauða hennar. „Já, við teljum okkur vera með stóru myndina til að geta lýst því hvað við teljum að hafi gerst,“ segir Grímur.Djúpt á 100 prósent varðandi það hvar líkinu var komið fyrir Hann segir ákveðnar hugmyndir uppi um það hvar líki Birnu var komið fyrir en hún fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf. Grímur vill þó ekki fara nánar út í staðsetninguna. „Við erum alls ekkert með vissu fyrir einhverjum stað. Okkur finnst kannski einhver staður líklegur en ekki þannig að við séum með vissu fyrir því,“ segir Grímur. Aðspurður hvort lögreglan muni einhvern tímann fá 100 prósent vissu fyrir þessu segir hann að mögulega geti komið einhverjar upplýsingar úr yfirheyrslum en játning í málinu liggur ekki enn fyrir. „En svo er það auðvitað alveg rétt að það er djúpt á 100 prósent vissu í þessu,“ segir Grímur. Eins og áður segir var Birnu saknað í átta daga, frá laugardeginum 14. janúar og þar til hún fannst sunnudaginn 22. janúar eftir umfangsmestu leit sem ráðist hefur verið í hér á landi. Fjölmenn ganga til minningar um Birnu var farin í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn laugardag en útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju næstkomandi föstudag klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast Birnu að styrkja Slysavarnarfélagið Landsbjörg. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Danska lögreglan skoðaði tengsl á milli mála Birnu og Emile Lögreglumenn í Danmörku fylgdust með rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur í tengslum við hvarf hinnar dönsku Emilie Meng. 30. janúar 2017 16:25 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Skipverjarnir tveir af grænlenska togaranum Polar Nanoq sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur verða báðir yfirheyrðir á Litla-Hrauni í dag. Yfirheyrslur munu fara fram á grænlensku en þær hafa einnig farið fram á dönsku og ensku. Mennirnir eru í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni og sitja í einangrun en tveggja vikna varðhaldið sem þeir voru úrskurðaðir í rennur út á fimmtudag. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að ekki liggi fyrir hvort farið verði fram á áframhaldandi gæsluvarðhald en það gæti skýrst á morgun.Telja sig vera með stóru myndina af atburðarásinni Hann segir að ekkert nýtt hafi komið fram við rannsókn málsins frá því í gær; lögreglan sé engu nær um ferðir rauða Kia Rio-bílsins laugardagsmorguninn 14. janúar en skipverjarnir voru með bílinn á leigu. Birna hvarf þann morgun og telur lögreglan fullvíst að hún hafi verið í bílnum um morguninn enda fannst blóð úr henni í bifreiðinni. Þá er ekkert komið út úr lífsýnum sem lögregla sendi út til Svíþjóðar til rannsóknar en þau voru meðal annars tekin úr Polar Nanoq. Grímur kveðst ekki eiga von á því að niðurstaða úr þeirri rannsókn liggi fyrir í vikunni. Endanleg niðurstaða í krufningsskýrslu liggur ekki heldur fyrir þó staðfest hafi verið að Birnu hafi verið ráðinn bani. Þá telur lögreglan sig vita hvernig henni var ráðinn bani en hefur ekki viljað tjá sig nánar um það. Lögreglan telur sig jafnframt vita nokkurn veginn atburðarásina í tengslum við hvarf Birnu og dauða hennar. „Já, við teljum okkur vera með stóru myndina til að geta lýst því hvað við teljum að hafi gerst,“ segir Grímur.Djúpt á 100 prósent varðandi það hvar líkinu var komið fyrir Hann segir ákveðnar hugmyndir uppi um það hvar líki Birnu var komið fyrir en hún fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum eftir að hún hvarf. Grímur vill þó ekki fara nánar út í staðsetninguna. „Við erum alls ekkert með vissu fyrir einhverjum stað. Okkur finnst kannski einhver staður líklegur en ekki þannig að við séum með vissu fyrir því,“ segir Grímur. Aðspurður hvort lögreglan muni einhvern tímann fá 100 prósent vissu fyrir þessu segir hann að mögulega geti komið einhverjar upplýsingar úr yfirheyrslum en játning í málinu liggur ekki enn fyrir. „En svo er það auðvitað alveg rétt að það er djúpt á 100 prósent vissu í þessu,“ segir Grímur. Eins og áður segir var Birnu saknað í átta daga, frá laugardeginum 14. janúar og þar til hún fannst sunnudaginn 22. janúar eftir umfangsmestu leit sem ráðist hefur verið í hér á landi. Fjölmenn ganga til minningar um Birnu var farin í miðbæ Reykjavíkur síðastliðinn laugardag en útförin verður gerð frá Hallgrímskirkju næstkomandi föstudag klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast Birnu að styrkja Slysavarnarfélagið Landsbjörg.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03 Danska lögreglan skoðaði tengsl á milli mála Birnu og Emile Lögreglumenn í Danmörku fylgdust með rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur í tengslum við hvarf hinnar dönsku Emilie Meng. 30. janúar 2017 16:25 Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Útför Birnu fer fram á föstudaginn Útförin verður frá Hallgrímskirkju og hefst klukkan 15. 30. janúar 2017 10:03
Danska lögreglan skoðaði tengsl á milli mála Birnu og Emile Lögreglumenn í Danmörku fylgdust með rannsókn á máli Birnu Brjánsdóttur í tengslum við hvarf hinnar dönsku Emilie Meng. 30. janúar 2017 16:25
Lögreglan telur sig vita hvernig Birnu var ráðinn bani Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn lögreglu í máli Birnu Brjánsdóttur, segist eiga von á því að skipverjarnir tveir af Polar Nanoq, sem sitja í gæsluvarðhaldi grunaðir um að bera ábyrgð á dauða Birnu, verði yfirheyrðir á morgun frekar en í dag. 30. janúar 2017 10:20