Ungt fólk skilið eftir Logi Einarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Logi Einarsson Mest lesið Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson skrifar Skoðun Er pláss fyrir unga karlmenn í kvennaheimi? Hnikarr Bjarmi Franklínsson skrifar Skoðun Bréfið sem aldrei var skrifað Grímur Atlason skrifar Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta í nýju landslagi Ólína Laxdal skrifar Skoðun Sköpum öflugt, hafsækið atvinnulíf á viðskiptalegum forsendum! Gunnar Tryggvason skrifar Skoðun Hefurðu heyrt söguna? Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Teygjum okkur aðeins lengra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Spilakassar í skjóli mannúðar og björgunar Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Traustur grunnur, ný tækifæri Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sanna sundrar vinstrinu Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Myndu ekki þurfa að flytja heim aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar áfengið rænir jólunum Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Skatta-Grýlan ógurlega Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Nokkur orð um Fjarðarheiðargöng Þórhallur Borgarsson skrifar Skoðun Réttlæti án sannleika er ekki réttlæti Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hvað hafa sjómenn gert Samfylkingunni? Sigfús Karlsson skrifar Skoðun Framtíð Suðurlandsbrautar Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Pípararnir okkar - Fagstéttin, metfjöldi, átakið, stuðningur Snæbjörn R. Rafnsson skrifar Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Ég ákalla! Eyjólfur Þorkelsson skrifar Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Samgöngumálið sem ríkisstjórnin talar ekki um Marko Medic skrifar Skoðun Mannréttindaglufur og samgönguglufur Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Ólaunuð vinna kvenna Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ólögmæt mismunun eftir búsetu öryrkja fest í lög á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Sjá meira
Aðstæður og tækifæri ungs fólks og þeirra sem ekki eiga húsnæði eru alltof þröng. Ef fólk er yfirhöfuð svo heppið að finna leiguíbúð er verðið oft of mikil fyrirstaða. Húsnæðisverð á höfuðborgarsvæðinu fer hækkandi, hefur hækkað um nærri 70% frá árinu 2011. Margir geta því hvorki keypt né leigt. Ástandið á leigumarkaði hefur alvarlegar afleiðingar. Rannsóknir sýna að leigjendur eru mun líklegri til að eiga í fjárhagsvandræðum og börn leigjenda eru líklegri en önnur til að búa við fátækt og skort. Svar síðustu ríkisstjórnar var svokölluð leiðrétting sem færði ríkasta fólki landsins tugi milljarða og keyrði upp fasteignaverð. Aðgerðin var svo illa heppnuð að skýrsla um hvernig til tókst var falin fyrir kosningar. Viðkvæmustu hóparnir voru skildir eftir og njóta ekki uppgangsins. Fyrir tilstuðlan verkalýðshreyfingarinnar náðist mikilvægur árangur við gerð kjarasamninga árið 2015. Þá var samið um stofnstyrki til uppbyggingar á almennum leigumarkaði. Að byggðar yrðu 2.300 íbúðir fyrir árið 2019. Það er algjört lágmark að stjórnvöld tryggi að þær fyrirætlanir verði að veruleika. Þó þarf að gera meira til að búa hér til heilbrigðan húsnæðismarkað. Samfylkingin hefur lengi talað fyrir og lagt fram mál um að útleiga einnar íbúðar til lengri tíma, í eigu einstaklinga verði skattfrjáls. Það er skilvirk leið til að auka framboð á leiguíbúðum, ná íbúðum aftur úr ferðamannaleigu og á almennan markað. Samfylkingin talaði í aðdraganda kosninga fyrir því að fyrstu kaupendur og leigjendur gætu fengið vaxtabætur greiddar út fyrir fram, til 5 ára. Slíkt hefði tryggt fólki í sambúð þrjár milljónir í útborgun og komið því í öruggt húsnæði. Þessar hugmyndir og tekju- og eignatengdur stuðningur til ungs fólk verða að komast á dagskrá íslenskra stjórnmála. Fátæktargildran sem ungt fólk á leigumarkaði festist í ef foreldrar geta ekki styrkt þau til húsnæðiskaupa er ein birtingarmynd aukinnar misskiptingar. Við henni þarf að bregðast. Því miður er ekkert minnst á þessar aðstæður ungs fólks í stjórnarsáttmálanum og orðið húsnæðismál kemur ekki einu sinni fyrir. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Hugleiðingar úr Dölum um framkomin drög að Samgönguáætlun 2026-2040 Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hamarsvirkjun: Þegar horft er framhjá staðreyndum og lýðræði Ásrún Mjöll Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Að kveikja í húsinu af því þú færð ekki að ráða öllu – Sannleikurinn um „fórnarlambið“ Sönnu Guðröður Atli Jónsson skrifar
Skoðun Gagnrýni á umfjöllun um loftslagsmál og landnotkun í bókinni Hitamál Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld beita sleggjunni og ferðaþjónustan á að liggja undir höggum Þórir Garðarsson skrifar
Þingmenn raða sólstólum á Titanic Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun