Íslenskir þingmenn fordæma tilskipun Bandaríkjaforseta Sveinn Arnarsson skrifar 30. janúar 2017 05:00 Tilskipun Trumps hefur verið harðlega gagnrýnd um allan heim. vísir/epa Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira
Stjórnmálaleiðtogar vítt og breitt um heiminn hafa fordæmt umdeilda tilskipun Bandaríkjaforseta um að loka landamærum tímabundið fyrir ríkisborgurum sjö þjóða. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld ætla að senda skýr skilaboð og mun hann kalla forsvarsmenn bandarískra stjórnvalda á sinn fund. „Þetta er eitthvað sem veldur okkur miklum áhyggjum. Við munum koma þeim skilaboðum skýrt til bandarískra stjórnvalda á næstu dögum,“ segir Guðlaugur Þór. „Það er að teiknast upp mun ógeðslegri mynd, strax á fyrstu dögum hans í embætti, en maður gat í raun ímyndað sér í fyrstu,“ segir Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, um Donald Trump Bandaríkjaforseta. „Þessi embættisverk geta verið vatn á myllu öfgasamtaka og því þurfum við að vera samstíga um sterk skilaboð frá okkur. Svona vinnubrögðum eigum við að mótmæla kröftuglega.“ Ringulreið skapaðist á flugvöllum vestanhafs í fyrrakvöld, eftir að tilskipun Bandaríkjaforseta tók gildi. Landamærum ríkisins hefur verið lokað tímabundið fyrir ríkisborgurum Jemens, Sýrlands, Sómalíu, Súdans, Íraks, Írans og Líbíu. Tilskipun forsetans nær einnig til þeirra sem þegar hafa fengið vegabréfsáritun. Benedikt Jóhannesson, formaður Viðreisnar, segir tilskipun Bandaríkjaforseta ömurlega. „Við eigum að fordæma þessa hegðun. Utanríkisráðherra hefur tekið málið föstum tökum. Við munum vinna áfram að málinu í vikunni og skýra afstöðu okkar,“ segir Benedikt. „Það er mikilvægt að íslensk stjórnvöld sendi frá sér harða gagnrýni á þetta framferði. Stjórnvöld um nær allan hinn vestræna heim hafa risið upp og fordæmt þessa hegðun. Við eigum að senda skýr skilaboð,“ segir Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata. Hollande Frakklandsforseti sem og Theresa May, forsætisráðherra Breta, gagnrýndu Trump í gær. Sigurður Ingi Jóhannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir tilskipun Trumps hreina og beina mannvonsku. „Þetta er niðurlægjandi fyrir alla aðila og ekki síst hann sjálfan. Á meðan munum við taka á móti sýrlensku flóttafólki sem hreint andsvar við stefnu Bandaríkjaforseta,“ segir Sigurður Ingi.Sér ekki mun á ISIS og Trump „Þetta er rasismi og við eigum ekki að vingast við svona fólk,“ segir Salmann Tamimi, formaður Félags múslima hér á landi. „Ég minni á að Hitler var kosinn í lýðræðislegum kosningum og þetta er sama hugmyndafræði, að sundra þjóðum og skipta fólki í tvo hópa, hverju á móti öðru.“ Salmann segist ekki lengur sjá mun á Trump og ISIS. Hann segir vinnubrögð Trumps heimsku sem muni koma Bandaríkjunum illa þegar fram í sækir. „Trump vill nú amerískt land fyrir Ameríkana, þetta er sama djöfulsins ruglið og í ISIS. Þetta er sorglegt, við lifum á 21. öldinni en samt lifum við tíma þar sem skipting heimsbyggðarinnar hefur aldrei verið meiri,“ bætir Salmann við.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Donald Trump Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Erlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Sjá meira