DeVos einu atkvæði frá því að verða ekki menntamálaráðherra í ríkisstjórn Trump Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 21:20 Betsy DeVos er nýr menntamálaráðherra Bandaríkjanna. vísir/epa Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings. Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Öldungadeild Bandaríkjaþings samþykkti í sögulegri kosningu í dag tilnefningu Betsy DeVos í embætti menntamálaráðherra í ríkisstjórn Donald Trump. Atkvæðin féllu þannig að 51 greiddi atkvæði með DeVos en 50 greiddu atkvæði á móti svo afar mjótt var á munum.Úrslitaatkvæðið kom frá sjálfum varaforseta Bandaríkjanna, Mike Pence, en hann er formlega forseti öldungadeildarinnar og nýtti atkvæðisrétt sinn í dag sem er ekki algengt. Er þetta til að mynda í fyrsta sinn sem varaforseti þarf að beita atkvæðisréttinum til að höggva á hnút í öldungadeildinni vegna tilnefningar í ríkisstjórn. DeVos mætti mikilli andstöðu á meðal Demókrata sem tókst að fá tvo öldungadeildarþingmenn Repúblikana á sitt band í dag. Þar með voru komin 50 atkvæði á móti tilnefningunni, jafn mörg og voru með. Til að byrja með ríkti nokkur ánægja með þá ákvörðun Trump að tilnefna DeVos í embætti menntamálaráðherra en hún er einn stærsti fjárhagslegi bakhjarl Repúblikanaflokksins. Hins vegar runnu tvær grímur á marga þegar hún var spurð spjörunum úr í nokkurs konar yfirheyrslu sem ávallt fer fram áður en Bandaríkjaþing staðfestir tilnefningu ráðherra í embætti. Í yfirheyrslunni gat DeVos ekki svarað einföldustu spurningum um menntastefnu og stakk upp á því að byssur yrðu leyfðar í skólum svo hægt væri að verjast árásum frá villtum björnum. Þessi frammistaða hennar efldi Demókrata í mótstöðu sinni auk þeirrar staðreyndar að DeVos hefur verið ötull talsmaður einkarekinna skóla. Þrátt fyrir mikla andstöðu við DeVos tókst Repúblikönum engu að síður að staðfesta tilnefningu hennar í embætti menntamálaráðherra. Hún er þar með fimmti ráðherrann sem formlega tekur sæti í ríkisstjórn Donald Trump með staðfestingu Bandaríkjaþings.
Donald Trump Tengdar fréttir Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42 Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00 Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15 Mest lesið Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Á Andersen Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Erlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Fleiri fréttir ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Málverk af Grænlandi undir stjórn Trumps vekur athygli „Táknrænt sterk“ forysta Grænlands hefst í dag Bandaríkjaforseti vill þiggja lúxusþotu frá Katar að „gjöf“ Sakar Rússa um að hafa brennt stærstu verslunarmiðstöð Póllands Leysa upp samtökin og leggja niður vopn Vopnahlé hélt í nótt og viðræðum fram haldið Láta bandarískan gísl lausan Sjá meira
Dómsmálaráðuneytið ver ferðabann Trumps Dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna segir ferðabann Donalds Trump Bandaríkjaforseta vera löglegt og hvetur áfrýjunardómstól til að festa tilskipunina aftur í gildi. 7. febrúar 2017 07:42
Putin vill að Fox biðjist afsökunar Bill O'Reilly kallaði forsetann "morðingja“ í samtali við Donald Trump og segist ekki ætla að biðjast afsökunar, fyrr en mögulega árið 2013. 7. febrúar 2017 12:00
Þetta eru hryðjuverkin sem Bandaríkjastjórn segir fjölmiðla ekki hafa fjallað mikið um Bandaríkjastjórn hefur nú gefið út lista yfir hryðjuverkaárásir sem Donald Trump forseti og félagar hans vilja meina að fjölmiðlar hafi lítið fjallað um. 7. febrúar 2017 10:15