Gagnrýnir orð fjármálaráðherra um hagsýnar húsmæður: „Finnst ykkur þetta í lagi?“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. febrúar 2017 14:54 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um samstarfskonur sínar. Vísir/Ernir/Eyþór Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“ Alþingi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingkona Vinstri grænna, gagnrýndi í dag orðræðu Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra í umræðum um verklag við opinber fjármál sem átti sér stað á Alþingi í gær. Þar ávarpaði Benedikt þingkonur sem tóku þátt í umræðunum sem hagsýnar húsmæður. Í umræðunum, sem voru haldnar að frumkvæði Bjarkeyjar, velti hún því fyrir sér hvort framsetning á fjármálastefnu ríkisstjórnarinnar væri til þess falin að skapa faglega umræðu um málið á þinginu. Hún spurði fjármálaráðherra hvort hann teldi æskilegt að stefnan yrði sett upp bæði út frá gagnsæi og út frá því að auðvelda ólíkum hópum að meta stefnuna. Hún sagði að frá því hún hafi fyrst tekið sæti á þingi árið 2004 hefði það verið viðloðandi að þingsalurinn tæmdist þegar umræðan snerist um fjárlög eða fjármál. „Ég held að við getum sett þær fram án þess að það sé villandi með því að taka fram með hvaða hætti við ákveðum að gera þær samanburðarhæfar milli ára,” sagði hún. Benedikt tók undir þessi orð Bjarkeyjar og sagði þá að áhugavert væri að sjá fjölda kvenna sýna verklagi við opinber fjármál áhuga. Sex konur og þrír karlar tóku þátt í umræðunum. „Mér finnst áhugavert hverjir það eru sem sýna mestan áhuga á þessum umræðum, það erum við háttvirtur þingmaður Njáll Trausti Friðbertsson og hinar hagsýnu húsmæður sem eru í stórum hópum hér inni. Það er þannig að það skiptir afar miklu máli að tala um þetta,“ sagði Benedikt í umræðunum í gær.Óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun Í ræðu sinni í dag undir liðnum störf þingsins beindi Bjarkey orðum sínum að þingkonum meirihlutans. „Ég velti því fyrir mér hvort þetta er í nafni og anda ríkisstjórnar sem kennir sig við jafnrétti og meira að segja hefur á að skipa jafnréttisráðherra sem tók sér sérstaklega þann titil af því að það átti að skipa svo stóran sess. Mér finnst óeðlilegt að ríkisstjórnin umberi slíka orðanotkun og tali til hóps þingkvenna með þessum hætti,“ sagði Bjarkey. „Ég spyr ykkur kæru þingkonur meirihlutans, finnst ykkur þetta í lagi? Ég vænti þess að þið ræðið þetta í ykkar hópi og veltið þessu fyrir ykkur. Haldið þið það að þessi umræða hefði átt sér stað og þessi orð eða sambærileg hefðu fallið ef að hér hefðu verið karlar í meirihluta að taka þátt í umræðunni eða hlustað. Haldið þið það? Ekki ég. Ég held ekki. Orðanotkun skiptir máli. Samhengi og vettvangur skipta líka máli. Það getur ekki verið í lagi og mér finnst ekki viðeigandi að ráðherra í ríkisstjórn sem kennir sig við jafnrétti tali svona.“
Alþingi Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Fleiri fréttir Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu Sjá meira