Segir að skipverjanum hefði mátt sleppa fyrr Snærós Sindradóttir skrifar 7. febrúar 2017 05:00 Einn sakborningur er enn í haldi grunaður um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Í fréttum RÚV segir að vatn hafi verið í lungum Birnu og hún fundist nakin. vísir/anton brink „Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
„Ég tel að það hefði mátt sleppa honum fyrr,“ segir Unnsteinn Elvarsson, verjandi skipverjans á Polar Nanoq sem sleppt var í síðustu viku. Maðurinn sat í einangrun í tvær vikur á grundvelli þess að Hæstiréttur dæmdi manninn til gæsluvarðhalds grunaðan um að bana Birnu Brjánsdóttur. Unnsteinn vill ekki dæma um hvenær lögreglu hefði átt að vera ljóst að maðurinn væri saklaus af ásökunum sem bornar voru á hann. „En hvað mig varðar þá tel ég að það hafi verið nokkuð snemma, bara alveg á fyrstu dögunum. Nánast eftir fyrstu skýrslutöku,“ segir Unnsteinn. Umbjóðandi hans hafi verið samkvæmur sjálfum sér frá upphafi. „Hann vissi auðvitað eitthvað en þessi bílferð er honum mjög óljós. Það liggur fyrir í málinu að hann var ofurölvi, það er engu logið um það. Það er hægt að fullyrða að hann hafi verið samvinnuþýður og viljað upplýsa um málið eins og honum var fremst mögulegt. Hann hringdi í mig tvisvar til þrisvar á dag til að tala um að hann væri að reyna að svara öllu til að hægt væri að upplýsa málið. Það skiptir hann öllu að málið leysist eins fljótt og hægt er.“ Einangrunarvistin mun hafa reynst skipverjanum verulega þungbær. Unnsteinn vill ekki gera of mikið úr því. Mestu skipti að niðurstaða fáist í málið. Ef hann hafi enn stöðu sakbornings svo kalla megi hann fyrir dóm síðar meir til að bera vitni þá sé það óþarfi, umbjóðandi hans hafi ítrekað sagst mundu sjálfviljugur koma til að bera vitni. „Svo er það hinn vinkillinn í þessu máli. Með mynd- og nafnbirtingu er æra hans farin,“ segir Unnsteinn. Unnsteinn segir enga ákvörðun hafa verið tekna um mögulegt bótamál gegn íslenska ríkinu. „Það er ekki viðeigandi og ekki tímabært á meðan málið er í rannsókn og verður ekki skoðað fyrr en því lýkur.“ Fréttastofa hafði samband við Grím Grímsson vegna málsins en hann vildi ekki gefa upp hvers vegna nákvæmlega skipverjinn hefði enn stöðu sakbornings.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30 Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06 Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Segir manninn hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi Verjandi mannsins, sem grunaður var um að hafa ráðið Birnu Brjánsdóttur bana en er nú laus úr haldi, segir hann hafa verið samstarfsfúsan frá upphafi. Einangrunin og málið í heild hafi reynst honum afar erfitt. Hann sé að vinna úr sínum málum á Grænlandi með aðstoð fjölskyldu og fagaðila. 6. febrúar 2017 20:30
Telja dánarorsök Birnu vera drukknun Lögreglan telur að dánarorsök Birnu Brjánsdóttur, sem fannst látin við Selvogsvita þann 22. janúar síðastliðinn, hafi verið drukknun. 6. febrúar 2017 19:06
Sakaði þann sem er í haldi um nauðgun Lögreglan hefur farið yfir sakaferil mannsins sem grunaður er um að hafa banað Birnu Brjánsdóttur. Hann var sýknaður af nauðgun á Grænlandi fyrir fjórum árum. Konan sem kærði manninn þá segir mál Birnu hafa haft mikil áhrif á sig. 7. febrúar 2017 05:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent