Leita að munum tengdum Birnu í Selvogi: „Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma“ Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2017 14:20 Hátt í hundrað björgunarsveitarfólk að störfum í Selvogi. Mynd/Gunnar Atli Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Hátt í hundrað björgunarsveitafólk tekur nú þátt í leit í Selvogi á Reykjanesi sem tengist rannsókn á dauða Birnu Brjánsdóttur. Lík hennar fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. Um er að ræða sérhæft leitarfólk sem er saman í ellefu hópum en við þann fjölda bætast þeir sem sinna þessu leitarfólki í færanlegri stjórnstöð Landsbjargar í Selvogi. „Við erum að fara ansi vel yfir þetta svæði því það vantar enn þá muni tengda henni Birnu,“ segir Ásgeir Þór Ásgeirsson yfirlögregluþjónn sem stýrir leitinni í Selvogi.Leita að öllum vísbendingum Aðspurður hvort verið sé að leita að fatnaði og síma sem Birna átt svarar hann því játandi. „Við erum að leita að öllum þeim vísbendingum sem við getum fundið. Meðal annars erum við að tala um fatnað og síma,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi um málið.Leitað er á svæðinu frá Hlíðarvatni, að Herdísarvík og Selvogsvita.Loftmyndir ehf.Ábending frá borgara Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn á dauða Birnu, sagði við Vísi í morgun að ábending hefði borist frá borgara um helgina og því hefði verið ákveðið að fara í þessa leit í dag. Leitað er á svæði frá Hlíðarvatni að Herdísarvík og Selvogsvita. Ásgeir segir björgunarsveitarfólk leita á tveggja kílómetra kafla eftir strandlengju og á leiðinni frá Hlíðarvatni og niður að sjó. „Það er það svæði sem við erum að fókusera á.“Vaða þar sem það er hægt Aðspurður hvort leitað sé í vatni segir hann að á einhverjum tímapunkti muni leitarfólk vaða og þá aðallega á svæðinu frá brúnni við Hlíðarvatn og niður að sjó. Hann segir að leitað verði fram að myrkri og staðan verði metin um það leyti.Tengdist síðast símamastri við Flatahraun Nánast frá upphafi rannsóknar málsins hefur verið leitað að síma Birnu. Í upphafi var talið að slökkt hefði verið handvirkt á símanum hennar aðfaranótt laugardagsins 15. janúar en á síðari stigum rannsóknar greindi lögreglan frá því að hún muni aldrei fá úr því skorið hvort slökkt hafi verið handvirkt á síma Birnu þegar hún hvarf eða hvort hann hafi orðið rafmagnslaus. Birna sást síðast á Laugavegi þessa aðfaranótt 15. janúar en lögregla hefur rakið ferðir hennar út frá símagögnum þar sem er gengið út frá því að hún hafi verið með símann á sér um nóttina. Síminn kom fyrst inn á sendi við Mál og menningu á Laugavegi um klukkan 05:25 nóttina sem hún hvarf, síðan kom hann inn á mastur við Lindargötu og er þá á gönguhraða. Því næst tengdist hann mastri á horni Laugavegs og Barónsstígs en var svo kominn á ökuhraða næst þegar hann tengdist mastri í Laugarnesi. Rúmum tuttugu mínútum síðar, eða um klukkan 5:50 er slokknaði á símanum þegar hann tengdist símamastri við Flatahraun í Hafnarfirði.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56 Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38 Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Erlent Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Innlent Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Fleiri fréttir Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Sjá meira
Yrsa Sigurðardóttir: „Ljóstýra myndi þannig brjótast út úr þessum myrka harmleik“ Í viðtalinu útskýrir Yrsa fyrir blaðamönnum Guardian að Birna hafi verið tákngervingur margra sem hér búa þar sem margir hafi getað sett sig í hennar spor. Hún hafi verið saklaus stúlka sem hafi verið í blóma lífsins. Von allra hafi verið sterk og íbúar hafi beðið með öndina í hálsinum eftir fregnum af Birnu. 5. febrúar 2017 09:56
Leita á svæði við Selvogsvita eftir að ábending barst frá borgara um helgina Lík Birnu Brjánsdóttur fannst við Selvogsvita 22. janúar síðastliðinn eftir átta daga leit. 5. febrúar 2017 09:38
Stúlkan sem snerti streng í brjósti íslensku þjóðarinnar Birna Brjánsdóttir verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju klukkan 15 í dag. Óhætt er að segja að mál hennar hafi hreyft við þjóðinni en hún hvarf aðfaranótt laugardagsins 14. janúar og fannst látin í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan telur að henni hafi verið ráðinn bani. 3. febrúar 2017 09:00
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent
Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Innlent