Öld öfganna Tryggvi Gíslason skrifar 4. febrúar 2017 07:00 Árið 1944 kom út á ensku bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20. öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínarborg og Berlín. Hann var af gyðingaættum og í Berlín varð hann vitni að valdatöku Hitlers 1933. Þá fluttist hann til Bretlands, las sagnfræði við King´s College í Cambridge, mótaðist af Marxisma og varð einn af stofnendum tímaritsins Past and Present 1952 sem hafði mikil áhrif á viðhorf í sagnfræði. Hobsbawm kenndi lengi sagnfræði við London University og voru einkunnarorð hans: „Hlutverk sagnfræðinga er að muna það sem aðrir gleyma.“ Tuttugasta öld er mesta framfaraskeið í sögu mannkyns en um leið skeið mestu grimmdarverka sem sögur fara af, öld glundroða, örbyrgðar og siðleysis, öld göfugra hugsjóna, menningarafreka og mikilla lífsgæða hjá hluta jarðarbúa en hungurs og dauða hjá íbúum þriðja heimsins. Öldin var einnig öld grimmdarverka og þjóðarmorða sem eiga sér fáar hliðstæður. Háð voru langvinn stríð þar sem drepnir voru mun fleiri óbreyttir borgarar, konur og börn, en hermenn.Öld andstæðna og grimmdar Nú er risin ný öld, sem margir bundu vonir við. Enn eru þó háð grimmileg stríð og réttur einstaklinga fyrir borð borinn. Fleiri eru nú á flótta undan harðrétti, rangsleitni og fátækt en nokkru sinni. Þá vekur tilhneiging í stjórnmálum meðal voldugustu þjóða heims ugg í brjósti, nú síðast framferði Trumps í Bandaríkjunum, og aukið fylgi öfgaflokka í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki – að ekki sé talað um framferði Rússlands undir stjórn Pútíns en í því landi hefur misrétti og yfirgangur viðgengist frá ómunatíð. Alþýðulýðveldið Kína, þar sem býr fimmtungur jarðarbúa, er farið að haga sér í samræmi við reglur auðvaldsins, auk þess sem tilhneiging til að leggja undir sig lönd og þjóðir hefur einkennt stjórnarhætti Kínverja lengi.Kenningar um frið og bræðralag Kristin trú, gyðingdómur og íslam, sem merkir „friður”, boða frið og bræðralag – frið á jörðu. Fimm reglur búddismans að góðu líferni kveða á um, að ekki skuli drepa, ekki stela og ekki ljúga, eins og í öðrum megintrúarbrögðum heimsins. Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga – að ekki sé talað um samtök múslíma – fyrir ofbeldi og manndrápum víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð.Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Markmið með stofnun þeirra var að varðveita frið og öryggi, efla vinsamlega sambúð þjóða byggða á virðingu fyrir jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og þjóða, koma á samvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki sjálfar yfir herliði og þurfa aðildarríkin því að bjóða fram herlið og aðra aðstoð. Öryggisráðið mælir með aðgerðum til lausnar deilum milli ríkja – eða átökum innan ríkja og getur ákveðið að senda friðargæslulið á átakasvæði. Ráðið getur einnig falið ríkjum að beita þvingunaraðgerðum, efnahagslegum refsiaðgerðum eða gripið til sameiginlegra hernaðaraðgerða gegn árásaraðila.Neitunarvald Fimm ríki, sigurvegarar í síðari heimsstyrjöldinni, gegndu lykilhlutverki við stofnun Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin. Höfundar sáttmála Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir að þessi fimm ríki héldu áfram að tryggja frið í heiminum og fengu þær því fastasæti í Öryggisráðinu. Auk þess var ákveðið að þau fengju neitunarvald í ráðinu, þannig að ef eitthvert þeirra greiddi atkvæði gegn tillögum um aðgerðir, gæti ráðið ekki samþykkt tillöguna. Þetta neitunarvald hefur verið gagnrýnt, enda reynst Akkillesarhæll í starfi samtakanna, og í tvo áratugi hefur verið reynt að finna leið til þess að höggva á þennan Gordíonshnút, en lítið hefur gengið, einkum vegna áhrifa frá voldugum vopnasölum heimsins. Margir telja skipan í Öryggisráðið, valdamestu stofnun Sameinuðu þjóðanna, endurspegla úrelta heimsmynd. M.a. hafi ríki Evrópu meiri völd en ríki annarra heimsálfa. Þriðjungur fulltrúa í Öryggisráðinu kemur frá Evrópu, enda þótt ríki þar séu aðeins fimmtungur aðildarríkjanna sem eru 193. Auk fastafulltrúa Kína í ráðinu eru aðeins tveir fulltrúar frá Asíu, kjörnir til tveggja ára. Ríki Afríku eiga engan fastafulltrúa en þrír fulltrúar eru kjörnir til tveggja ára. Afríka og Asía eiga því aðeins sex fulltrúa í Öryggisráðinu þótt ríki úr þessum heimsálfum séu helmingur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.Menning, listir og mannúð Þrátt fyrir misrétti, manndráp og ofbeldi blómstrar menning og listir um allan heim: myndlist, bókmenntir, leiklist að ógleymdri tónlist af ýmsu tagi. Auk þess vinna mannúðarsamtök og samtök sjálfboðaliða ómetanlegt starf. Þá hefur menntun aukist á öllum sviðum og tækni opnað nýjar leiðir í atvinnulífi, framleiðslu og tómstundum. Komin er fram tækni sem á eftir að leysa flestan þann vanda sem stafar af hlýnun jarðar, en hitasveiflur á jörðinni eru ekki nýtt fyrirbæri. Á Íslandi vex upp kynslóð sem er betur menntuð en nokkur fyrri kynslóð á þessu kalda landi, sem var eitt fátækasta land í Evrópu fyrir einni öld en er nú meðal ríkustu þjóða heims. Því má segja að Ísland hafi ferðast þúsund ár á einni öld. Við lifum því enn á öld öfganna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Gíslason Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Árið 1944 kom út á ensku bókin Age of Extremes eftir Eric Hobsbawm. Bókin kom út í íslenskri þýðingu 1999 og var nefnd Öld öfganna, saga heimsins á 20. öld. Eric Hobsbawm fæddist í Alexandríu 1917 – á dögum breska heimsveldisins, en ólst upp í Vínarborg og Berlín. Hann var af gyðingaættum og í Berlín varð hann vitni að valdatöku Hitlers 1933. Þá fluttist hann til Bretlands, las sagnfræði við King´s College í Cambridge, mótaðist af Marxisma og varð einn af stofnendum tímaritsins Past and Present 1952 sem hafði mikil áhrif á viðhorf í sagnfræði. Hobsbawm kenndi lengi sagnfræði við London University og voru einkunnarorð hans: „Hlutverk sagnfræðinga er að muna það sem aðrir gleyma.“ Tuttugasta öld er mesta framfaraskeið í sögu mannkyns en um leið skeið mestu grimmdarverka sem sögur fara af, öld glundroða, örbyrgðar og siðleysis, öld göfugra hugsjóna, menningarafreka og mikilla lífsgæða hjá hluta jarðarbúa en hungurs og dauða hjá íbúum þriðja heimsins. Öldin var einnig öld grimmdarverka og þjóðarmorða sem eiga sér fáar hliðstæður. Háð voru langvinn stríð þar sem drepnir voru mun fleiri óbreyttir borgarar, konur og börn, en hermenn.Öld andstæðna og grimmdar Nú er risin ný öld, sem margir bundu vonir við. Enn eru þó háð grimmileg stríð og réttur einstaklinga fyrir borð borinn. Fleiri eru nú á flótta undan harðrétti, rangsleitni og fátækt en nokkru sinni. Þá vekur tilhneiging í stjórnmálum meðal voldugustu þjóða heims ugg í brjósti, nú síðast framferði Trumps í Bandaríkjunum, og aukið fylgi öfgaflokka í Þýskalandi, Frakklandi og Austurríki – að ekki sé talað um framferði Rússlands undir stjórn Pútíns en í því landi hefur misrétti og yfirgangur viðgengist frá ómunatíð. Alþýðulýðveldið Kína, þar sem býr fimmtungur jarðarbúa, er farið að haga sér í samræmi við reglur auðvaldsins, auk þess sem tilhneiging til að leggja undir sig lönd og þjóðir hefur einkennt stjórnarhætti Kínverja lengi.Kenningar um frið og bræðralag Kristin trú, gyðingdómur og íslam, sem merkir „friður”, boða frið og bræðralag – frið á jörðu. Fimm reglur búddismans að góðu líferni kveða á um, að ekki skuli drepa, ekki stela og ekki ljúga, eins og í öðrum megintrúarbrögðum heimsins. Engu að síður standa samtök kristinna manna, gyðinga – að ekki sé talað um samtök múslíma – fyrir ofbeldi og manndrápum víða um heim, þótt alls staðar séu þar minnihlutahópar á ferð.Sameinuðu þjóðirnar Sameinuðu þjóðirnar voru stofnaðar í lok síðari heimsstyrjaldarinnar. Markmið með stofnun þeirra var að varðveita frið og öryggi, efla vinsamlega sambúð þjóða byggða á virðingu fyrir jafnrétti og sjálfsákvörðunarrétti einstaklinga og þjóða, koma á samvinnu um lausn alþjóðavandamála og stuðla að virðingu fyrir mannréttindum án tillits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. Sameinuðu þjóðirnar ráða ekki sjálfar yfir herliði og þurfa aðildarríkin því að bjóða fram herlið og aðra aðstoð. Öryggisráðið mælir með aðgerðum til lausnar deilum milli ríkja – eða átökum innan ríkja og getur ákveðið að senda friðargæslulið á átakasvæði. Ráðið getur einnig falið ríkjum að beita þvingunaraðgerðum, efnahagslegum refsiaðgerðum eða gripið til sameiginlegra hernaðaraðgerða gegn árásaraðila.Neitunarvald Fimm ríki, sigurvegarar í síðari heimsstyrjöldinni, gegndu lykilhlutverki við stofnun Sameinuðu þjóðanna: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Kína og Sovétríkin. Höfundar sáttmála Sameinuðu þjóðanna gerðu ráð fyrir að þessi fimm ríki héldu áfram að tryggja frið í heiminum og fengu þær því fastasæti í Öryggisráðinu. Auk þess var ákveðið að þau fengju neitunarvald í ráðinu, þannig að ef eitthvert þeirra greiddi atkvæði gegn tillögum um aðgerðir, gæti ráðið ekki samþykkt tillöguna. Þetta neitunarvald hefur verið gagnrýnt, enda reynst Akkillesarhæll í starfi samtakanna, og í tvo áratugi hefur verið reynt að finna leið til þess að höggva á þennan Gordíonshnút, en lítið hefur gengið, einkum vegna áhrifa frá voldugum vopnasölum heimsins. Margir telja skipan í Öryggisráðið, valdamestu stofnun Sameinuðu þjóðanna, endurspegla úrelta heimsmynd. M.a. hafi ríki Evrópu meiri völd en ríki annarra heimsálfa. Þriðjungur fulltrúa í Öryggisráðinu kemur frá Evrópu, enda þótt ríki þar séu aðeins fimmtungur aðildarríkjanna sem eru 193. Auk fastafulltrúa Kína í ráðinu eru aðeins tveir fulltrúar frá Asíu, kjörnir til tveggja ára. Ríki Afríku eiga engan fastafulltrúa en þrír fulltrúar eru kjörnir til tveggja ára. Afríka og Asía eiga því aðeins sex fulltrúa í Öryggisráðinu þótt ríki úr þessum heimsálfum séu helmingur aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna.Menning, listir og mannúð Þrátt fyrir misrétti, manndráp og ofbeldi blómstrar menning og listir um allan heim: myndlist, bókmenntir, leiklist að ógleymdri tónlist af ýmsu tagi. Auk þess vinna mannúðarsamtök og samtök sjálfboðaliða ómetanlegt starf. Þá hefur menntun aukist á öllum sviðum og tækni opnað nýjar leiðir í atvinnulífi, framleiðslu og tómstundum. Komin er fram tækni sem á eftir að leysa flestan þann vanda sem stafar af hlýnun jarðar, en hitasveiflur á jörðinni eru ekki nýtt fyrirbæri. Á Íslandi vex upp kynslóð sem er betur menntuð en nokkur fyrri kynslóð á þessu kalda landi, sem var eitt fátækasta land í Evrópu fyrir einni öld en er nú meðal ríkustu þjóða heims. Því má segja að Ísland hafi ferðast þúsund ár á einni öld. Við lifum því enn á öld öfganna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun