Einn nánasti ráðgjafi Trump kenndi flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2017 13:30 Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgafi Donald Trump. Vísir/EPA Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
Kellyanne Conway, einn nánasti ráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta, hefur verið harðlega gagnrýnd fyrir að kenna tveimur írökskum flóttamönnum um fjöldamorð sem aldrei var framið. The Guardian greinir frá.Conway var gestur í sjónvarpsþætti Chris Matthews og vitnaði hún í „fjöldamorðin í Bowling Green“ til þess að verja umdeilda tilskipun Trump sem meinar ríkisborgurum sjö ríkja þar sem múslimar eru í meirihluta inngöngu í Bandaríkin. Sagði hún að tilskipun Trump væri sambærileg við aðgerðir ríkisstjórnar Barack Obama, forvera Trump í starfi, en árið 2011 setti Obama á tímabundið bann við móttöku flóttamanna frá Írak. Á það hefur verið bent að bann Obama hafi verið til þess fallið að framkvæma sex mánaða endurskoðun á móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir írakskir ríkisborgar reyndu að senda vopn og fjármuni til heimalands síns.Sjá einnig: 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“„Ég þori að veðja að það séu glænýjar upplýsingar að Obama setti á sex mánaða bann við móttöku flóttamanna frá Írak eftir að tveir Írakar komu hingað, gerðust róttækir og stóðu að baki fjöldamorðinu í Bowling Green,“ sagði Conway og bætti við að þetta væri ekki almenn vitneskja vegna þess að enginn hafði fjallað um fjöldamorðið. Ástæðan fyrir því að ekki var fjallað um fjöldamorðið er einföld, það átti sér aldrei stað. Mennirnir tveir bjuggu vissulega í Bowling Green, sem er bær í Kentucky-ríki Bandaríkjanna en þeir dúsa nú í fangelsi fyrir brot gegn löggjöf um hryðjuverk. Þeir voru þó aldrei sakaðir um að hafa skipulagt hryðjuverkaárás og var það staðfest af dómsmálaráðuneyti Bandaríkjanna þegar mennirnir voru sakfelldir fyrir brot sín. Conway vakti nýlega athygli þegar hún sagði að lýsa mætti ummælum fjölmiðlafulltrúa Trump um að met hafi verið sett í fjölda áhorfenda við embættisvígslu Trumps sem „hliðstæðum staðreyndum.“Sjá má umdeild ummæli Conway í spilaranum hér fyrir neðan.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir 1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34 1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Innlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
1984 uppseld eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Umfjöllun um „hliðstæðar staðreyndir“ hefur þeytt Orwell í efsta sætið. 26. janúar 2017 20:34
1984 komin aftur á topplista eftir ummæli um „hliðstæðar staðreyndir“ Íbúar Bandaríkjanna vilja greinilega kynna sér sýn George Orwell á mögulega framtíð mankynnsins. 25. janúar 2017 16:56