„Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 2. febrúar 2017 16:24 Maðurinn var leiddur fyrir dómara í dag þar sem hann staðfesti þann framburð sem hann gaf hjá lögreglu. vísir/anton brink Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Annar maður, sem einnig hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður í málinu, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að maðurinn sem sleppt var í dag haldi heim til sín í kvöld eða á morgun en hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq líkt og hinn maðurinn sem grunaður er í málinu. Jón H.B. sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan hefur staðfest að henni hafi verið ráðinn bani. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg. Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Maðurinn sem losnaði úr haldi lögreglu í dag eftir að hafa setið í einangrun í tvær vikur, grunaður um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, kom fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness síðdegis og staðfesti þann framburð sem hann hafði áður gefið hjá lögreglu. Hann sætir ekki farbanni og er því frjáls ferða sinna en hefur þó enn réttarstöðu grunaðs manns. Annar maður, sem einnig hefur verið í gæsluvarðhaldi og einangrun grunaður í málinu, var úrskurðaður í áframhaldandi varðhald í tvær vikur, eða til 16. febrúar. Jón H.B. Snorrason, yfirsaksóknari hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, segir að maðurinn sé í haldi á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Fastlega má gera ráð fyrir því að maðurinn sem sleppt var í dag haldi heim til sín í kvöld eða á morgun en hann er grænlenskur og skipverji á togaranum Polar Nanoq líkt og hinn maðurinn sem grunaður er í málinu. Jón H.B. sagði í samtali við fréttastofu í dag að þó að hann vildi ekki fara út í einstaka þætti málsins þá væri maðurinn að sjálfsögðu ekki laus ef hann væri sakaður um manndráp. „Ef hann væri sakaður um þetta manndráp þá væri hann að sjálfsögðu ekki laus,“ sagði Jón H.B. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn sem stýrir rannsókn málsins, segir að miðað við það að annar maðurinn sé látinn laus en hinn sé áfram í haldi þá blasi það við að hlutdeild mannanna í meintu broti sé mismunandi. „Þessi munur sem þarna kemur fram, þar sem krafist er gæsluvarðhalds yfir einum en hinum ekki, bendir eindregið til þess að aðildin sé mjög mismunandi þó ekki sé hægt að fara nákvæmlega út í það með hvaða hætti það er. Það er ennþá undirliggjandi sama sakarefni,“ segir Grímur.Þannig að hann er ennþá grunaður um aðild að hvarfi Birnu? „Já, hann er grunaður um að búa yfir upplýsingum um hvarf hennar.“ Birna Brjánsdóttir sást seinast í eftirlitsmyndavélum við Laugaveg 31 klukkan 05:25 aðfaranótt laugardagsins 14. janúar. Lík hennar fannst í fjörunni við Selvogsvita átta dögum síðar. Lögreglan hefur staðfest að henni hafi verið ráðinn bani. Jarðarför Birnu fer fram frá Hallgrímskirkju á morgun klukkan 15. Fjölskyldan afþakkar blóm og kransa en bendir þeim á sem vilja minnast hennar að styrkja Slysavarnafélagið Landsbjörg.
Birna Brjánsdóttir Tengdar fréttir Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14 Hinn maðurinn frjáls ferða sinna í dag Staðfestir framburð sinn hjá dómara. 2. febrúar 2017 15:09 Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Öðrum skipverjanum sleppt úr haldi Lögreglan mun ekki fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald yfir báðum skipverjunum sem grunaðir eru um að bera ábyrgð á dauða Birnu Brjánsdóttur, heldur aðeins öðrum þeirra. 2. febrúar 2017 11:14
Úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald Var leiddur fyrir dómara í Héraðsdómi Reykjaness. 2. febrúar 2017 14:55