Einkavæðingin og rúsínurnar í kökunni Ögmundur Jónasson skrifar 2. febrúar 2017 07:00 Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Fróðlegt er að fylgjast með bænakvaki úr Klíníkinni, einkarekna sjúkrahúsinu sem nú vill fá leyfi heilbrigðisráðherra til að seilast ofan í vasa okkar skattgreiðenda. Forsvarsmenn fyrirtækisins og eigendur segjast á einu máli um að ríkið eigi að borga að fullu fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi, þar með allan rekstrarkostnað þeirra fyrirtækis. Með þessum málflutningi á okkur væntanlega að skiljast að Klíníkin sé gríðarlega samfélagslega sinnuð.Ríkið framleiði ekki viðskiptavini En einmitt þarna stendur hnífurinn í kúnni. Ég myndi ekki telja mig vera í aðstöðu til að gagnrýna fyrirtæki sem eitt og óstutt vildi selja heilbrigðisþjónustu eins og hvern annan varning á markaði. Ég gæti haft á þessu skoðun en varla meira, það er að segja ef fyrirtækið væri raunverulegt markaðsfyrirtæki og héldi sig í einu og öllu við þau lögmál sem á markaðnum ríkja. Þá væri þetta mál kaupenda og seljenda þjónustu. Að vísu myndum við í þessu samhengi horfa til ábyrgðar ríkisins og hvort ríkið framleiddi viðskiptavini með því að veita ekki nauðsynlega þjónustu. Við svo búið myndum við gagnrýna ríkið en síður viðkomandi fyrirtæki. En flækjum ekki málið um of á þessu stigi. Raunverulegt markaðsfyrirtæki hlýtur að hafa aðra stöðu en fyrirtæki á borð við Klíníkina, sem ætlast til þess að vera að fullu á framfæri skattgreiðenda. Og þegar að er gáð eru flest fyrirtæki í heilbrigðisþjónustu við þetta síðara heygarðshorn. Nær undantekningarlaust ætlast þau til þess að skattgreiðendur sjái þeim farborða. Það á líka við um lúxussjúkrahúsin sem alltaf annað veifið hafa verið áform um að setja á fót hér á landi. Þess vegna ber að hafa varann á í öllum leyfisveitingum þeim til handa. Þau hafa viljað margvíslegar ívilnanir og ætlast síðan til þess að almenna heilbrigðisþjónustan verði þeim bakhjarl og skjól ef í harðbakkann slær.Vilja fá það sem gefur í aðra hönd Sama á við um þau fyrirtæki sem nú sækja hart að komast á garðann. Þau vilja fjármögnun úr ríkissjóði, fá kökuna á borðið en fyrst og fremst til að tína úr henni rúsínurnar, það er að segja komast yfir það úr henni sem hafa má góðan arð af, hitt megi kerfið eiga. Vandinn er hins vegar sá að „kerfið“ veikist óhjákvæmilega við að taka frá því algengu verkefnin. Þessi verkefni, sem oftast eru uppistaða biðlistanna, ættu hins vegar að vera mikilvæg uppfylling milli sjaldgæfari eða erfiðari tilvika, sem krefjast þess að ákveðin geta og viðbúnaður sé til staðar. En þá kemur að hlut ríkisins. Forsenda þess að rekstur almannaþjónustunnar gangi upp þannig að um hana verði sátt, er að útrýma biðlistum með nægu fjárframlagi. Og þar hefur ríkið brugðist hrapallega, ekki bara nú heldur í langan tíma og með því móti gefið einkarekstrinum fyrir markið ef svo má að orði komast. Í framhaldinu verður mantran sú að stytta þurfi biðlistana með aðstoð einkareksturs. Verði sú leið farin má heilbrigðisráðherrann nýi vita tvennt. Í fyrsta lagi mun ríkið eftir sem áður sitja uppi með alla ábyrgð. Fari svo að illa gangi eftir aðgerðir á vettvangi arðseminnar, þá mun ekki standa á því að vísa vandanum til almannakerfisins. Í öðru lagi mun einkareksturinn með þessu móti smám saman taka yfir stefnumótandi vald í heilbrigðiskerfinu. Síðan má bæta hinu þriðja við. Þann þáttinn ætti nýr og eflaust vel meinandi heilbrigðisráðherra að hugleiða sérstaklega. Stjórnvöld munu fá þjóðina upp á móti sér ákveði þau að ganga erinda gróðaafla innan heilbrigðisþjónustunnar. Margoft hefur komið fram að yfirgnæfandi meirihluti Íslendinga vill ekki einkarekið heilbrigðiskerfi – og er þá enginn að tala um praxís einyrkjanna – heldur öfluga heilbrigðisþjónustu sem fjármögnuð er með skattfé og rekin á ábyrgð samfélagsins.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar