Skora á stjórnvöld að koma að lausn sjómannadeilunnar sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 1. febrúar 2017 12:42 Bæjarstjórarnir lýsa yfir þungum áhyggjum. Vísir/Vilhelm Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“ Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Skaðinn af verkfalli sjómanna er orðinn meiri en ásættanlegt er og því verða deiluaðilar að ná saman og semja fljótt, segir í sameiginlegri yfirlýsingu frá Sturlu Böðvarssyni, bæjarstjóra Stykkishólms og Þorsteini Steinssyni, bæjarstjóra Grundarfjarðar, um verkfall sjómanna. Þeir skora á stjórnvöld að koma að lausn deilunnar. Þeir lýsa yfir þungum áhyggjum af stöðu mála og segja að stjórnvöld verði að koma með lausn mála með öllum tiltækum ráðum svo samningar náist fljótt. Ástand af þessu tagi geti ekki gengið mikið lengur. „Afkoma margra fyrirtækja í sjávarútvegi og þjónustugreinum við hann hefur orðið fyrir verulegum samdrætti og jafnvel erfiðleikum í rekstri sem beint tengist verkfallinu. Ekki síður reynir ástand þetta á almennan launþega sem hefur atvinnu af fiskvinnslu og veiðum. Kostnaður heimilanna stöðvast ekki þó verkfall sé í gangi,“ segir í yfirlýsingunni. Rekstur sjávarþorpa vítt og breytt um landið finni einnig verulega fyrir samdrætti í tekjum vegna minni útsvarstekna en áætlað hafði verið miðað við eðlilegt atvinnuástand. Þá sé líklegt að markaðir sem íslenskur fiskur hefur verið seldur á skaðist verði verkfallið ekki leyst. „Tjón landsins alls er því mikið vegna áframhaldandi verkfalls.“ Að lokum skora bæjarstjórarnir á stjórnvöld að bregðast við. „Ráðherra sjávarútvegsmála og ríkisstjórnin verður að koma að lausn deilunnar takist samningsaðilum ekki að ná lendingu í samningum sín á milli næstu daga. Skorað er á deiluaðila og stjórnvöld að vinna hratt að samkomulagi í yfirstandandi kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna.“
Kjaramál Verkfall 2016 Verkfall sjómanna Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira