Trump sakar Demókrata um að flækjast fyrir sér Guðsteinn Bjarnason skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Donald Trump á fundi með fulltrúum lyfja- og líftæknifyrirtækja í Washington í gær. Nordicphotos/AFP Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Donald Trump bíður þess nú með mikilli óþreyju að öldungadeild Bandaríkjanna samþykki Jeff Sessions í embætti dómsmálaráðherra nýrrar ríkisstjórnar sinnar. Trump rak í gær Sally Yates, starfandi dómsmálaráðherra, en hún hafði sagt að ráðuneytið myndi ekki verja nein dómsmál gegn hinu umdeilda banni við því að fólk komi til Bandaríkjanna frá Sýrlandi, Íran og nokkrum öðrum múslimaríkjum. Yates var aðstoðardómsmálaráðherra í stjórn Baracks Obama og var fengin til að stýra ráðuneytinu til bráðabirgða þangað til nýr ráðherra kæmi. Í staðinn fyrir hana var Dana Boente fenginn til þess að stýra ráðuneytinu þangað til Sessions tekur við, en Sessions er skoðanabróðir Trumps í innflytjendamálum. Trump segir að Demókratar tefji vísvitandi fyrir því að deildin samþykki Sessions í embættið, og sama megi raunar segja um aðra einstaklinga sem Trump vill hafa með sér í ríkisstjórn. „Demókratarnir eru að tefja fyrir ráðherravali mínu af pólitískum ástæðum eingöngu,“ skrifar hann á Twitter-síðu sína. „Þeir ættu að skammast sín. Engin furða að ekkert virki hér í Washington.“ Í gær bættu Demókratar svo um betur með því að mæta ekki til atkvæðagreiðslu á nefndarfundum um tvo aðra menn sem Trump vill gera að ráðherrum, en það eru þeir Steve Mnuchin sem á að verða fjármálaráðherra og Tom Price sem á að verða heilbrigðisráðherra. Með fjarveru sinni tefja Demókratar enn fyrir staðfestingarferlinu. Trump skýrði síðan frá því á mánudag að hann væri búinn að velja hvern hann vilji gera að hæstaréttardómara í staðinn fyrir Antonin Scalia, sem lést fyrir tæpu ári. Trump ætlaði að tilkynna um niðurstöðu sína í gærkvöld, en það átti að gerast eftir að Fréttablaðið fór í prentun. Öldungadeild þingsins þarf að staðfesta þá tilnefningu, rétt eins og tilnefningar í ráðherraembætti, en dregist hefur í tæpt ár að velja eftirmann Scalia í réttinn vegna þess að Repúblikanar vildu ekki láta Barack Obama ráða valinu. Á mánudaginn gerði Trump sér einnig lítið fyrir og fékk helsta ráðgjafa sínum, Steve Bannon, sæti í þjóðaröryggisráði Bandaríkjanna. Þessi ráðstöfun hefur sætt harðri gagnrýni, enda er Bannon ekki síður umdeildur en Trump. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira