Trump segist ekki hafa verið að tala um neitt sérstakt atvik í Svíþjóð sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 19. febrúar 2017 23:50 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan. Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segist hafa verið að vísa í frétt þegar hann fullyrti um nýlegar árásir í Svíþjóð á fjöldafundi sínum í dag. Forsetinn birti færslu á Twitter-síðu sinni þess efnis í kvöld. Þá hefur Hvíta húsið sent frá sér yfirlýsingu þar sem segir að Trump hafi ekki átt við neitt sérstakt atvik. Sendiráð Svíþjóðar í Washington krafðist í dag skýringa á ummælunum. Trump segir á Twitter að hann hafi verið að vísa til fréttar sem birtist á Fox News sjónvarpsstöðinni sem fjallaði um innflytjendur í Svíþjóð. Þá greindi sænska ríkisútvarpið frá því í kvöld að Hvíta húsið hafi sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram komi að Trump hafi verið að tala um aukna glæpatíðni í Svíþjóð, og ekki átt við neitt sérstakt atvik. My statement as to what's happening in Sweden was in reference to a story that was broadcast on @FoxNews concerning immigrants & Sweden.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) February 19, 2017 Trump talaði á fundi sínum um tengsl á milli komu flóttafólks og hryðjuverka og vísaði máli sínu til stuðnings til árásar sem átti að hafa gerst í Svíþjóð á föstudag. Utanríkisráðuneyti landsins sá ástæðu til þess að leiðrétta það - engin árás hafi verið gerð, og að þá sé ekki ástæða til þess að hækka hættustig í landinu vegna hryðjuverkaógnar. Trump, discussing terror, seamlessly mentions incident "last night in Sweden".There was NO "incident" in Sweden last night. pic.twitter.com/XtcC4PRiNU— Steve Kopack (@SteveKopack) February 19, 2017 Svíar hafa furðað sig mjög á þessum ummælum og hafa samfélagsmiðlar logað vegna málsins. Carl Bildt, fyrrum utanríkisráðherra Svíþjóðar, segist steinhissa á orðum Trump. „Svíþjóð? Hryðjuverkaárás? Hvað var maðurinn að reykja?“ segir Bildt í færslu á Twitter. Sweden? Terror attack? What has he been smoking? Questions abound. https://t.co/XWgw8Fz7tj— Carl Bildt (@carlbildt) February 19, 2017 Umrædda umfjöllun Fox News má sjá hér fyrir neðan.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45 Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Trump vísaði til árásar í Svíþjóð í gærkvöldi sem aldrei átti sér stað Þriðja sinn sem Donald Trump eða talsmenn hans skálda hryðjuverkaárásir. 19. febrúar 2017 08:45
Svíar krefjast skýringa á fullyrðingum Bandaríkjaforseta Svíar furða sig á ummælum Donalds Trump um árásir í landinu. 19. febrúar 2017 18:46