Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Grindavík 79-87 | Clinch afgreiddi Ljónin á lokasprettinum Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni skrifar 17. febrúar 2017 21:00 Lewis Clinch var magnaður í fjórða leikhluta. vísir/stefán Grindavík vann sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild Karla í körfubolta í kvöld þar sem þeir lögðu granna sína í Njarðvík, 79-87. Grindavík er nú með 20 stig eftir 17 umferðir á meðan Njarðvík er með 16 stig. Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar voru búnir að vinna fjóra leiki í röð, eða allt frá súru tapi á móti Keflavík í byrjun árs. Á meðna Grindavík hafa ekki átt jafn gott ár. Liðin hafa mæst einu sinni áður á leiktíðinni og höfðu þeir gulklæddu betur í spennandi leik sem endaði 95-83. Grindavík átti þar frábæran fjórðaleikhluta sem skilaði þeim sigrinum. Gestirnir frá Grindavík byrjuðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og komust í 9 stiga forustu, 5-14 þegar þrjár og hálf mínúta voru búnar af leiknum. Njarðvíkingar virtust frekar andlausir og tók Daníel þjálfari þeirra leikhlé þegar Grindavík var komið í 11 stiga mun 7-18. Lítið breyttist þar sem eftir lifði leikhlutans, heimamenn fengu aðeins dæmda á sig eina villu og endaði hann 17-28 fyrir Grindavík. Lítið gerðist fyrstu mínútur annars leikhluta, bæði lið skiptust á skora og lítið um tilþrif. En allt snérist við um miðjan leikhluta þegar Njarðvíkingar fóru að bíta frá sér og láta finna fyrir sér. Adam Eiður kom inná fyrir heimamenn og breytti leiknum, hann var með 100% nýtingu sem skilaði honum 10 stigum. Dómarar voru í essinu sínu í þessum leikhluta og dæmdu 16 villur í leikhlutanum, þar að auki var mikið að tæknivillu aðvörunum. Grindavík fór með 2 stiga forustu inn í hálfleikinn 24-28. Njarðvíkingar komu mun ákveðnari eftir hálfleikinn. Krafturinn var allur Njarðvíkur meginn sem leiddu með 7 stigum þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá gerir Daníel breytingu á liðinu, Myron kom inná fyrir Jeremy sem átti eftir að skipta sköpum í leikhlutanum. Njarðvík skoraði eina körfu á meðan Myron var inná og náði Grindavík að vinna upp muninn og leiddi með 1 stigi, 63-64 fyrir síðasta leikhlutan. Mikill hiti og barátta voru í leikmönnum og greinilega um var að ræða suðurnesja slag. Fjórði leikhluti var fjörugur. Bæði lið ætluðu að ná sér í tvö stig. Allt gerðist sem hægt var að gerast. Liðin skiptust á forystu, tæknivillur á bæði lið, óíþróttamannsleg villa og rosalegar troðslur. Spurningin var bara hvort liðið myndi hafa sigur og kom það í hlut Grindavíkur að eiga síðasta áhlaupi sem skilaði þeim tveimur stórum punktum. Þorsteinn hjá Grindavík og Vilhjálmur í Njarðvík fengu báðir tæknivillu eftir að dómari leiksins hafði margsinnis beðið þá um að hætta að rífast. Í kölfarið fór Þorsteinn útaf með fimm villur. Þegar 01:11 mín voru eftir fékk Ingvi dæmda á sig óíþróttamannslega villu þegar staðan var 77:82. Í sókninni sendi Dagur Kár alley-oop sendingu á Lewis Clinch sem tróð honum snyrtilega yfir Jóhann Árna. Grindavík fór með sigur af hólmi 79-87.Af hverju vann Grindavík? Bæði lið áttu skilið að vinna þennan leik. Mikil barátta og alvöru suðurnesja slagur. Grindavík byrjaði leikinn betur og slakaði síðan aðeins á og heimamenn komust inn í leikinn. En svo átti Grindavík síðasta áhlaupið í leiknum sem skilaði þeim þessum sigri hér í kvöld.Bestu menn vallarins Hjá heimamönnum í Njarðvík var Logi Gunnarsson með 20 stig, 3 fráköst og 3 stöðsendingar. Adam Eiður Ásgeirsson átti frábæran annan leikhluta þegar Njarðvík átti sinn besta leikhluta, setti niður 10 stig og tók 2 fráköst. Dagur Kári Jónsson fór fyrir sínu liði með 19 stig, 6 stoðsendingar og 2 fráköst. Lewis Clinch setti niður 21 stig og 8 fráköst.Áhugaverð tölfræði: Njarðvík fékk dæmdar á sig 2 villur eftir 13 og hálfa mínútu sem telst frekar skrítið.Hvað gekk illa? Hjá Njarðvíkingum voru skiptingarna á milli erlendra leikmanna ekki að ganga upp. Í þriðja leikhluta þegar Njarðvík tók gott áhlaup og náði sjö stiga forystu. Þá gerði Daníel breytingu á liðinu og setti Myron Dempsey inná fyrir Jeremy Atkinson. Eftir það skorar Njarðvík eina körfu á fjórum mínútum. Myron skoraði ekki körfu, var með tvo tapaða bolta og tók eitt frákast.Dagur Kár: Allir leikir eru mikilvægir í þessari deild Dagur Kár Kónsson var næst stigahæstur hjá Grindavík í leiknum og var ánægður með sigurinn. „Ég er virkilega ánægður með 2 stig, þetta var mikilvægur leikur. Þeir hefðu geta náð okkur að stigum en í staðinn erum við með fjögurra stiga forskot á þá og í 4 sæti.” Dagur var ekki sáttur með hvernig þeir spiluðu annan leikhlutan en þá náði Grindavík góðu áhlaupi. „Þegar við byrjum vel verðum við oft of rólegir en við þurfum að halda fókus og halda áfram.” Dagur er að spila vel núna þessa dagana og getur ekki beðið eftir næsta leik þar sem hann mun mæta bróðir sínum í Keflavík. „Ég er virkilega spenntur fyrir næsta leik á móti Keflavík, hann verður jafn mikilvægur og þessi leikur. Allir leikir eru mikilvægir í þessari deild. Hver leikur er nánast úrslita leikur,“ sagði Dagur Kár Jónsson.Jóhann: Þeir eru með 30 dómara upp í stúku Jóhann Ólafsson var ánægður með sína menn eftir frábæra lokamínútur. „Ég er mjög sáttur, sérstaklega með það sem mínir menn settu í þetta. Þetta var upp og niður, ekki á löngum köflum ekkert fallegur körfubolta en sterkur sigur og jákvætt framhald af því sem við höfum verið að gera,” sagði Jóhann við Vísi eftir leik. Það er stutt á milli leika þessa dagana og þurfa leikmenn að nýta tíman vel til að ná upp orku fyrir næsta leikinn. Jóhann fer yfir næstu daga. „Nú fer maður heim og skoðar Keflvíkingana og tökum stutta æfingu á morgun og reynum að endurheimta eins mikið og við getum og verðum vonandi klárir fyrir sunnudaginn.” Jóhanni finnst ekki leiðinlegt að vinna hér í Njarðvík. „Það er alltaf gaman að spila hérna í Njarðvík. Þeir eru með 30 dómara upp í stúku hjá sér, það er bara gaman og tala nú ekki um þegar maður vinnur,” sagði Jóhann Ólafsson.Daníel: Ég þarf að ræða við minn leikmann Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur eftir leikinn í kvöld. „Við vorum seinir til varnalega og vorum að tapa alltof mörgum boltum á mikilvægum augnablikum og þá er erfitt að vinna lið eins og Grindvaík. Þeir voru virkilega flottir en við erum með heimavöll og ég vildi sjá tvö stig hér í kvöld en það gekk ekki í kvöld og við þurfum að fara aðeins yfir það. Strákarnir voru ekki að gera það sem þeir áttu að gera og við vorum búnir að fara yfir segir Daníel ósáttur með sína menn. „Það er mjög veikt að vera bara búinn að fá á sig eina villu eftir 13 mínútur og við fáum á okkur 28 stig í fyrsta leikhluta. Þeir sýndu ekki þessa baráttu sem ég óskaði eftir í byrjun leiks og við höfum byrjað leiki mjög illa undanfarið en við ætluðum að breyta því hér í kvöld.” „Það er mjög slappt og ég þarf að ræða við minn leikmann,” sagði Daníel eftir að hafa verið spurður út í innkomu Myrons í þriðja leikhluta. Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Grindavík vann sinn þriðja leik í röð í Dominos-deild Karla í körfubolta í kvöld þar sem þeir lögðu granna sína í Njarðvík, 79-87. Grindavík er nú með 20 stig eftir 17 umferðir á meðan Njarðvík er með 16 stig. Fyrir leikinn voru Njarðvíkingar voru búnir að vinna fjóra leiki í röð, eða allt frá súru tapi á móti Keflavík í byrjun árs. Á meðna Grindavík hafa ekki átt jafn gott ár. Liðin hafa mæst einu sinni áður á leiktíðinni og höfðu þeir gulklæddu betur í spennandi leik sem endaði 95-83. Grindavík átti þar frábæran fjórðaleikhluta sem skilaði þeim sigrinum. Gestirnir frá Grindavík byrjuðu fyrsta leikhluta af miklum krafti og komust í 9 stiga forustu, 5-14 þegar þrjár og hálf mínúta voru búnar af leiknum. Njarðvíkingar virtust frekar andlausir og tók Daníel þjálfari þeirra leikhlé þegar Grindavík var komið í 11 stiga mun 7-18. Lítið breyttist þar sem eftir lifði leikhlutans, heimamenn fengu aðeins dæmda á sig eina villu og endaði hann 17-28 fyrir Grindavík. Lítið gerðist fyrstu mínútur annars leikhluta, bæði lið skiptust á skora og lítið um tilþrif. En allt snérist við um miðjan leikhluta þegar Njarðvíkingar fóru að bíta frá sér og láta finna fyrir sér. Adam Eiður kom inná fyrir heimamenn og breytti leiknum, hann var með 100% nýtingu sem skilaði honum 10 stigum. Dómarar voru í essinu sínu í þessum leikhluta og dæmdu 16 villur í leikhlutanum, þar að auki var mikið að tæknivillu aðvörunum. Grindavík fór með 2 stiga forustu inn í hálfleikinn 24-28. Njarðvíkingar komu mun ákveðnari eftir hálfleikinn. Krafturinn var allur Njarðvíkur meginn sem leiddu með 7 stigum þegar fjórar mínútur voru eftir af leikhlutanum. Þá gerir Daníel breytingu á liðinu, Myron kom inná fyrir Jeremy sem átti eftir að skipta sköpum í leikhlutanum. Njarðvík skoraði eina körfu á meðan Myron var inná og náði Grindavík að vinna upp muninn og leiddi með 1 stigi, 63-64 fyrir síðasta leikhlutan. Mikill hiti og barátta voru í leikmönnum og greinilega um var að ræða suðurnesja slag. Fjórði leikhluti var fjörugur. Bæði lið ætluðu að ná sér í tvö stig. Allt gerðist sem hægt var að gerast. Liðin skiptust á forystu, tæknivillur á bæði lið, óíþróttamannsleg villa og rosalegar troðslur. Spurningin var bara hvort liðið myndi hafa sigur og kom það í hlut Grindavíkur að eiga síðasta áhlaupi sem skilaði þeim tveimur stórum punktum. Þorsteinn hjá Grindavík og Vilhjálmur í Njarðvík fengu báðir tæknivillu eftir að dómari leiksins hafði margsinnis beðið þá um að hætta að rífast. Í kölfarið fór Þorsteinn útaf með fimm villur. Þegar 01:11 mín voru eftir fékk Ingvi dæmda á sig óíþróttamannslega villu þegar staðan var 77:82. Í sókninni sendi Dagur Kár alley-oop sendingu á Lewis Clinch sem tróð honum snyrtilega yfir Jóhann Árna. Grindavík fór með sigur af hólmi 79-87.Af hverju vann Grindavík? Bæði lið áttu skilið að vinna þennan leik. Mikil barátta og alvöru suðurnesja slagur. Grindavík byrjaði leikinn betur og slakaði síðan aðeins á og heimamenn komust inn í leikinn. En svo átti Grindavík síðasta áhlaupið í leiknum sem skilaði þeim þessum sigri hér í kvöld.Bestu menn vallarins Hjá heimamönnum í Njarðvík var Logi Gunnarsson með 20 stig, 3 fráköst og 3 stöðsendingar. Adam Eiður Ásgeirsson átti frábæran annan leikhluta þegar Njarðvík átti sinn besta leikhluta, setti niður 10 stig og tók 2 fráköst. Dagur Kári Jónsson fór fyrir sínu liði með 19 stig, 6 stoðsendingar og 2 fráköst. Lewis Clinch setti niður 21 stig og 8 fráköst.Áhugaverð tölfræði: Njarðvík fékk dæmdar á sig 2 villur eftir 13 og hálfa mínútu sem telst frekar skrítið.Hvað gekk illa? Hjá Njarðvíkingum voru skiptingarna á milli erlendra leikmanna ekki að ganga upp. Í þriðja leikhluta þegar Njarðvík tók gott áhlaup og náði sjö stiga forystu. Þá gerði Daníel breytingu á liðinu og setti Myron Dempsey inná fyrir Jeremy Atkinson. Eftir það skorar Njarðvík eina körfu á fjórum mínútum. Myron skoraði ekki körfu, var með tvo tapaða bolta og tók eitt frákast.Dagur Kár: Allir leikir eru mikilvægir í þessari deild Dagur Kár Kónsson var næst stigahæstur hjá Grindavík í leiknum og var ánægður með sigurinn. „Ég er virkilega ánægður með 2 stig, þetta var mikilvægur leikur. Þeir hefðu geta náð okkur að stigum en í staðinn erum við með fjögurra stiga forskot á þá og í 4 sæti.” Dagur var ekki sáttur með hvernig þeir spiluðu annan leikhlutan en þá náði Grindavík góðu áhlaupi. „Þegar við byrjum vel verðum við oft of rólegir en við þurfum að halda fókus og halda áfram.” Dagur er að spila vel núna þessa dagana og getur ekki beðið eftir næsta leik þar sem hann mun mæta bróðir sínum í Keflavík. „Ég er virkilega spenntur fyrir næsta leik á móti Keflavík, hann verður jafn mikilvægur og þessi leikur. Allir leikir eru mikilvægir í þessari deild. Hver leikur er nánast úrslita leikur,“ sagði Dagur Kár Jónsson.Jóhann: Þeir eru með 30 dómara upp í stúku Jóhann Ólafsson var ánægður með sína menn eftir frábæra lokamínútur. „Ég er mjög sáttur, sérstaklega með það sem mínir menn settu í þetta. Þetta var upp og niður, ekki á löngum köflum ekkert fallegur körfubolta en sterkur sigur og jákvætt framhald af því sem við höfum verið að gera,” sagði Jóhann við Vísi eftir leik. Það er stutt á milli leika þessa dagana og þurfa leikmenn að nýta tíman vel til að ná upp orku fyrir næsta leikinn. Jóhann fer yfir næstu daga. „Nú fer maður heim og skoðar Keflvíkingana og tökum stutta æfingu á morgun og reynum að endurheimta eins mikið og við getum og verðum vonandi klárir fyrir sunnudaginn.” Jóhanni finnst ekki leiðinlegt að vinna hér í Njarðvík. „Það er alltaf gaman að spila hérna í Njarðvík. Þeir eru með 30 dómara upp í stúku hjá sér, það er bara gaman og tala nú ekki um þegar maður vinnur,” sagði Jóhann Ólafsson.Daníel: Ég þarf að ræða við minn leikmann Daníel Guðni Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, var ekki sáttur eftir leikinn í kvöld. „Við vorum seinir til varnalega og vorum að tapa alltof mörgum boltum á mikilvægum augnablikum og þá er erfitt að vinna lið eins og Grindvaík. Þeir voru virkilega flottir en við erum með heimavöll og ég vildi sjá tvö stig hér í kvöld en það gekk ekki í kvöld og við þurfum að fara aðeins yfir það. Strákarnir voru ekki að gera það sem þeir áttu að gera og við vorum búnir að fara yfir segir Daníel ósáttur með sína menn. „Það er mjög veikt að vera bara búinn að fá á sig eina villu eftir 13 mínútur og við fáum á okkur 28 stig í fyrsta leikhluta. Þeir sýndu ekki þessa baráttu sem ég óskaði eftir í byrjun leiks og við höfum byrjað leiki mjög illa undanfarið en við ætluðum að breyta því hér í kvöld.” „Það er mjög slappt og ég þarf að ræða við minn leikmann,” sagði Daníel eftir að hafa verið spurður út í innkomu Myrons í þriðja leikhluta.
Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Kvennalið Everton mun spila á Goodison sem verður ekki rifinn Enski boltinn „Að lokum var það betra liðið sem vann“ Körfubolti Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira