NBA: Draugavilla réð úrslitum í Chicago í nótt | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. febrúar 2017 07:45 Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor. NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Dramatíkin var mikil í nótt þeagar Chicago Bulls vann Boston Celtics í æsispennandi lokaleik fyrir hlé vegna Stjörnuleikshátíðar NBA-deildarinnar í körfubolta sem fer fram um helgina. Aðeins tveir leikir fóru fram og nú er deildin komin í vikufrí.Jimmy Butler fiskaði villu á Marcus Smart þegar 0,9 sekúndur voru eftir, setti bæði vítin sín niður og tryggði Chicago Bulls 104-103 sigur á Boston Celtics. Fjölmiðlamenn í Bandaríkjunum lýstu þessu sem draugavillu en það er mjög óalgengt í NBA-deildinni að dómararnir dæmi á litla snertingar á lokasekúndum leikjanna. Jimmy Butler og Isaiah Thomas hjá Boston háðu mikið einvígi í leiknum en þeir enduðu báðir með 29 stig, 7 stoðsendingar og settu hvor um sig niður öll níu vítin sín. Thomas skoraði 11 af síðustu 14 stigum Boston en Butler 6 af síðustu 14 stigum Chicago. Eftir að Butler setti vítin sín niður af mikilli yfirvegun þá fékk Al Horford vonlítið lokaskot sem var of stutt og hitti ekkert nema loft. Jimmy Butler hefur komið sterkur inn í Chicago Bulls liðið eftir meiðsli og liðið hefur unnið Toronto Raptors og Boston Celtics í fyrstu tveimur leikjum hans eftir fjarveruna. Þetta var aðeins annað tap Boston Celtics í síðustu þrettán leikjum og Isaiah Thomas hefur verið stighæstu í öllum leikjunum. Hann varð í nótt fyrsti leikmaðurinn í sögu Boston Celtics sem skoraði 20 stig eða meira í 41 leik í röð. John Havlicek átti áður metið sem voru 40 leikir. Kelly Olynyk var næststigahæstur hjá Boston með 17 stig, Terry Rozier skoraði 11 stig og Amir Johnson var með 10 stig. Bobby Portis kom með 19 stig inn af bekknum og Robin Lopez var með 15 stig. Dwyane Wade lék ekki með Chicago vegna veikinda.Otto Porter yngri skoraði sex þrista og alls 25 stig þegar Washington vann 11-98 útisigur á Indiana Pacers. Þetta var fjórði sigur Washington í röð. Markieff Morris skoraði 21 stig fyrir Wizards-liðið, John Wall bætti við 20 stigum og 12 stoðsendingum og Bradley Beal var með 19 stig. Myles Turner og Paul George voru stigahæstir hjá Indiana með 17 stig hvor.
NBA Mest lesið Hafnaði 34 milljónum: „Vil ekki styðja kerfi sem býr til fíkn og eyðileggur líf“ Sport Segir starfið í húfi hjá Alfreð Handbolti Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Körfubolti Gray hetja Tottenham Enski boltinn Sjáðu fyrsta mark Wirtz, laglega sjálfsmarkið og Watkins stúta Chelsea Enski boltinn Littler sjóðheitur en sá fjórði besti varð fyrir áfalli Sport Calvert-Lewin skoraði í sjötta leiknum í röð Enski boltinn Jöfnuðu 128 ára gamalt met Enski boltinn Van Gerwen: „Alveg sama um Luke og Luke“ Sport Salah sakaður um dýfu: „Getum ekki keppt við Egypta og dómarana“ Fótbolti Fleiri fréttir Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 93-83 | Enn taplausir í Sláturhúsinu „Ánægður að spila ekki betur en þetta en vinna samt“ „Svo lengi sem það er ekki jákvæð og góð umfjöllun um okkur erum við sáttir“ „Hefðum þurft að hafa heppnina með okkur í liði“ Sjá meira
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum