Búumst við enn betri árangri hjá Ólafíu í Ástralíu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. febrúar 2017 06:00 mynd/gsí Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana. Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur í kvöld keppni á sínu öðru LPGA-móti er hún keppir á ISPS Handa-mótinu í Adelaide í Ástralíu. Raunar verður hún ræst út á fimmtudagsmorgni að staðartíma en klukkan 20.41 að íslenskum tíma í kvöld. „Hún er svolítið þreytt og tekur því rólega fyrstu tvo dagana,“ sagði Derrick Moore, þjálfari hennar á Íslandi, en Ólafía Þórunn kom til Ástralíu í fyrradag. Þrjár vikur eru síðan hún keppti á sínu fyrsta móti á LPGA-mótaröðinni bandarísku, Pure Silk-mótinu á Bahamaeyjum, en þar komst hún örugglega í gegnum niðurskurðinn og hafnaði í 69. sæti eftir að hafa fatast flugið á þriðja keppnisdegi. Ólafía talaði um eftir mótið að hafa fundið fyrir þreytu enda var hún enn að jafna sig eftir kjálkaaðgerð og gat ekki æft af fullum krafti í aðdraganda mótsins. „Hún hefur styrkst mikið og vill helst ekki tala mikið um aðgerðina núna,“ sagði Derrick í léttum dúr. „Hún var ánægð með mótið á Bahama en fann vissulega fyrir þreytu á þriðja hring og missti aðeins einbeitinguna. En hún er orðin sterkari í dag.“ Ferðalagið hefur haft sitt að segja og ekki síst tímamismunurinn, sem er tíu og hálf klukkustund miðað við Ísland. „Þetta var langt ferðalag en hún verður fljót að jafna sig á því. Það hefur allt gengið vel í aðdraganda mótsins og við búumst við enn betri árangri núna en á Bahama,“ sagði Derrick enn fremur. Heildarverðlaunafé mótsins er 1,3 milljónir Bandaríkjadala eða jafnvirði 145 milljóna króna. Allir þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn vinna sér inn verðlaunafé. Sýnt verður beint frá mótinu á Golfstöðinni en alþjóðleg útsending frá mótinu hefst ekki fyrr en klukkan 04.00 í nótt. Sýnt verður frá mótinu alla fjóra keppnisdagana.
Golf Mest lesið „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Fá ekki hollensku stjörnuna til að yfirgefa rándýra hótelsvítu Fótbolti „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Íslenski boltinn Goðsögnin sem tortímdi ferlinum handtekinn í Dúbæ og framseldur Sport Ronaldo útskýrir skrópið sitt í jarðarför Diogo Jota Fótbolti Slot segir að Isak sé byrjaður aftur að æfa en bað um eitt Enski boltinn Albert mættur aftur til Flórens og fær nýjan þjálfara í dag Fótbolti Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Íslenski boltinn HM hópurinn tilkynntur: Margir reynsluboltar horfnir á braut Handbolti Fleiri fréttir Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Gunnlaugur Árni í níunda sæti á heimslista Barnabarn Donalds Trump keppir á LPGA-mótaröðinni Mun líklegast aldrei komast yfir þetta Jack Nicklaus fær sex milljarða í meiðyrðamáli Íslenski Tígurinn vann æsispennandi mót í Mississippi Uppfyllti óskina og fékk soninn í fangið á átjándu Rory McIlroy vill verða fyrirliði Ryder-liðs Evrópu Tiger Woods í enn eina bakaðgerðina Segir að stuðningsmenn Bandaríkjanna hafi farið yfir strikið Sló golfhögg með krókódíl rétt fyrir aftan sig „Heimskulegt og asnalegt hjá mér“ Sjá meira