Jókerinn í NBA er ekkert grín Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. febrúar 2017 07:45 Nikola Jokic. Vísir/Getty Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Jokic hefur fengið fleiri mínútur í fyrstu sautján leikjum Denver Nuggets á árinu 2917 og er að skila frábærum tölum í þeim. Nikola Jokic var með glæsilega þrennu í sigri á Golden State Warriors í nótt, skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu og báðar hafa komið í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna. Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins. Febrúar hefur verið viðburðarríkur. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks. Hann skoraði síðan 40 stig á móti New York Knicks í Madison Sqaure Garden og fylgdi því síðan eftir með að skorað 27 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Það sem er einna mest spennandi við frammistöðu Nikola Jokic að hann á enn eftir að halda upp á 22 ára afmælið sitt og framtíðin er svo sannarlega hans. Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver. Hann heillar líka marga með því hvernig hann spilar leikinn enda sannur liðsmaður. Þegar hann var sem dæmi spurður hvort honum fyndist skemmtilegra að skora eða gefa stoðsendingu svaraði hann: „Með því að gefa boltann verða tveir ánægðir en aðeins einn þegar ég skora sjálfur,“ sagði Nikola Jokic. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Serbinn Nikola Jokic hefur vakið mikla athygli fyrir frammistöðu sína í NBA-deildinni á fyrstu sex vikum ársins 2017. Jokic hefur fengið fleiri mínútur í fyrstu sautján leikjum Denver Nuggets á árinu 2917 og er að skila frábærum tölum í þeim. Nikola Jokic var með glæsilega þrennu í sigri á Golden State Warriors í nótt, skoraði 17 stig, tók 21 frákast og gaf 12 stoðsendingar. Þetta var hans önnur þrenna á tímabilinu og báðar hafa komið í febrúar. Frá fyrsta degi ársins er hann með 22,7 stig, 11,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali og í leikjunum er hann að hitta úr 59 prósent skota sinna utan af velli og 86 prósent vítanna. Í raun er Nikola Jokic aðeins einn af þremur leikmönnum NBA-deildarinnar sem eru með að minnsta kosti 20 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar að meðaltali síðan 1. janúar. Hinir eru Russell Westbrook og DeMarcus Cousins. Febrúar hefur verið viðburðarríkur. Hann náði sinni fyrstu þrennu 3. febrúar þegar hann var með 20 stig, 13 fráköst og 11 stoðsendingar á móti Milwaukee Bucks. Hann skoraði síðan 40 stig á móti New York Knicks í Madison Sqaure Garden og fylgdi því síðan eftir með að skorað 27 stig, 13 fráköst og 4 stoðsendingar á útivelli á móti NBA-meisturum Cleveland Cavaliers. Það sem er einna mest spennandi við frammistöðu Nikola Jokic að hann á enn eftir að halda upp á 22 ára afmælið sitt og framtíðin er svo sannarlega hans. Nikola Jokic er 208 sentímetrar á hæð og fæddur í febrúar 1995. Denver Nuggets valdi hann númer 41. í nýliðavalinu 2014 en hann kom ekki til liðsins fyrr en sumarið 2015. Þetta er því annað tímabil hans með Denver. Hann heillar líka marga með því hvernig hann spilar leikinn enda sannur liðsmaður. Þegar hann var sem dæmi spurður hvort honum fyndist skemmtilegra að skora eða gefa stoðsendingu svaraði hann: „Með því að gefa boltann verða tveir ánægðir en aðeins einn þegar ég skora sjálfur,“ sagði Nikola Jokic.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Fótbolti Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira