„Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. febrúar 2017 11:13 Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands. Vísir/Ernir „Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna. Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
„Það er alltaf ögurstund,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um frétt Morgunblaðsins þar sem talað erum að svo virðist sem að komið sé að ögurstund eftir nær tveggja mánaða verkfall sjómanna. „Það er ekkert meiri ögurstund núna en oft áður. Sumum finnst vera komið nóg og öðrum ekki, þannig er þetta bara,“ segir Valmundur í samtali við Vísi. Hann segir samninganefnd Sjómannasambandsins ætla að hittast í dag þar sem reynt verði að finna nýjar lausnir á kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem muni leiða til samninga. „Það er bara verið að reyna að fá menn til að hugsa öðruvísi. Bæði við og útgerðarmenn verða að hætta þessari djöfulsins þrjósku báðu megin, það er það sem við erum að reyna að gera,“ segir Valmundur. Auk fundar samninganefndar Sjómannasambands Íslands munu einnig fjórar aðrar samninganefndir á vegum sjómanna funda í dag og morgun til að reyna að finna lausn á deilunni. Valmundur segir þessi félög tala daglega saman og á von á því að samninganefndirnar muni hittast á næstu dögum til að bera saman bækur sínar. Hann segir þetta langt því frá vera merki um uppgjöf af hálfu sjómanna og jafnframt að þetta sé ekki merki um að sjómenn séu orðnir stressaðir vegna loðnuvertíðarinnar. „Ekki við allavega,“ svarar Valmundur en það stefnir í eina verstu loðnuvertíðina í langan tíma. Loðnukvótinn á þessari vertíð verður aðeins 57 þúsund tonn en hlutur íslensku skipana í honum verður aðeins 11.500 tonn. Í skýrslu þar sem lagt var mat á þjóðhagsleg áhrif verkfallsins kom fram að dragist verkfallið fram á loðnuvertíð geti þjóðarbúið orðið að milljarði króna.
Verkfall sjómanna Tengdar fréttir Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00 Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00 Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Erlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Erlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fleiri fréttir Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Sjá meira
Áhrif sjómannaverkfalls hríslast um allt samfélagið Útflutningur á ferskum botnfiskafurðum hefur dregist saman um 40 til 55 prósent í verkfalli sjómanna og fiskverkafólk hefur orðið af tekjum upp á rúmar átta hundruð milljónir króna. 10. febrúar 2017 20:00
Útflutningstekjur hafa dregist saman um 3,5 til 5 milljarða vegna verkfallsins Mat á þjóðhagslegum áhrifum verkfalls sjómanna kynnt í sjávarútvegsráðuneytinu. 10. febrúar 2017 15:00