Svo gæti farið að kastað verði upp á hver verður formaður KSÍ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. febrúar 2017 21:00 Guðni Bergsson og Björn Einarsson vilja verða næsti formaður KSÍ. Úrslitin ráðast á morgun. vísir/anton brink Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið. KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Mikil spenna ríkir fyrir formannskjör KSÍ sem fram fer á ársþingi sambandsins í Vestmannaeyjum á morgun. Björn Einarsson, formaður Víkings, og Guðni Bergsson, lögfræðingur og fyrrverandi atvinnumaður í knattspyrnu, bjóða fram krafta sína til starfsins. Báðir telja sig eiga góða möguleika á að ná kjöri og ekki að ástæðulausu. Afar erfitt er að spá fyrir um hvernig kosningarnar á morgun fara. Stefnir í góða mætingu á ársþingið en 147 þingfulltrúar af 153 hafa boðið komu sína. Kosningin er leynileg og fer þannig fram, eins og fram kemur í lögum KSÍ, að nýr formaður þarf að hljóta meirihluta greiddra atkvæða til að verða kjörinn formaður. Nái hvorugur meirihluta atkvæða, yfir 50%, skal kosið aftur. Fái formannsefnin jafnmörg atkvæði, sem ólíklegt er en þó vel mögulegt, verður kastað upp á hvor verður formaður. Þetta má skýra með einföldu dæmi: 140 fulltrúar greiða atkvæði í kosniningunni. 62 kjósa Björn, 58 kjósa Guðna og 20 skila auðu. Björn fær þá 44% atkvæða en Guðni 41% atkvæða. Björn fær þó ekki meirihluta atkvæða svo kjósa þarf aftur. Í seinni kosningunni fá báðir 69 atkvæði og tveir skila auðu. Aftur er jafnt og þá, skv. grein 15.4 verður varpað hlutkesti. Í könnun Fótbolta.net í vikunni um hug þingfulltrúa til formannsefnanna tveggja kom fram að Björn fengi 38% atkvæða, Guðni 33% atkvæða, 29% voru enn óákveðnir og ellefu vildu ekki svara. Nokkrir tóku því fram að afstaða þeirra gæti vel breyst fyrir þingið.
KSÍ Tengdar fréttir Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00 Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15 Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15 Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00 Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Guðni og Björn ræddu við Gaupa: Hefur verið í bróðerni þrátt fyrir allt 71. ársþing Knattspyrnusambands Íslands fer fram í Höllinni í Vestmannaeyjum á morgun laugardaginn 11. febrúar. Stærsta málið þingsins er án vafa kosning nýs formanns og þar með hver tekur við af Geir Þorsteinssyni. 10. febrúar 2017 20:00
Óútskýrðar milljónir í launagreiðslum til formanns KSÍ Geir Þorsteinsson lætur af störfum sem formaður KSÍ á morgun. Óvíst er hvað nýr formaður fær í laun. 10. febrúar 2017 14:15
Þórir styður Björn: Engin sérstök sýn komin fram hjá Guðna Þórir Hákonarson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri KSÍ, mun kjósa Björn Einarsson í formannskjöri sambandsins. 10. febrúar 2017 19:15
Skipting bónusanna vegna EM-ævintýrisins skildi eftir sig sára og svekkta landsliðsmenn Af 1,9 milljarði króna sem KSÍ fékk vegna árangurs karlalandsliðsins fóru um 600 milljónir króna til leikmanna. Bónusgreiðslurnar eru af stærðargráðu sem aldrei áður hafa sést hér á landi en í samræmi við greiðslur annarra landsliða. 10. febrúar 2017 09:00