Hafa barist fyrir sama málinu í sextán ár Jón Hákon Halldórsson skrifar 10. febrúar 2017 06:00 Stöðugar breytingar verða á verslunarneti ÁTVR, en verslanirnar eru nú tæplega 50. Þessi mynd var tekin þegar ný verslun var opnuð í Spönginni. vísir/vilhelm Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frumvörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vilhjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og svo Vilhjálmur Árnason.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.vísir/eyþórFrumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einkaréttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hreinlega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fjölmörg þingmannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði samþykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónulegu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Að minnsta kosti fjórir þingmenn höfðu flutt frumvörp um afnám á einkarétti ríkisins til smásölu áfengis áður en Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, lagði sitt frumvarp fram fyrir helgi. Sumir hafa flutt frumvörpin oftar en einu sinni. Fyrstur til að flytja slíkt frumvarp var Vilhjálmur Egilsson árið 2001. Á eftir honum komu svo Guðlaugur Þór Þórðarson, Sigurður Kári Kristjánsson og svo Vilhjálmur Árnason.Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis.vísir/eyþórFrumvörpin hafa verið með ólíkum áherslum. Ýmist er lagt til að einungis verði afnuminn einkaréttur á sölu léttvíns og bjórs eða þá að einkaaðilar eigi að geta selt allar tegundir áfengis í smásölu til jafns við ÁTVR. Þá er ýmist lagt til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis eða að leggja ÁTVR hreinlega niður. Nú er hins vegar verið að leggja frumvarpið fram í sama búningi og í þriðja skiptið. Lagt er til að afnema einkarétt ÁTVR á smásölu áfengis. Meðflutningsmenn Teits Björns eru þingmenn úr Sjálfstæðisflokki, Viðreisn, Pírötum og Bjartri framtíð. Unnur Brá Konráðsdóttir, forseti Alþingis, segir fjölmörg þingmannamál vera lögð fram á Alþingi án þess að þau séu afgreidd. Það hafi komið til umræðu að bregðast við þessu með því að breyta löggjöfinni þannig að þingmál lifi á milli þinga. „Það er að segja að mál sem eru komin inn í nefnd og til umfjöllunar haldi áfram í þeirri umfjöllun,“ segir Unnur en tekur jafnframt fram að slík breyting hafi þó ekki náð fram að ganga. Þegar Unnur Brá tjáði sig um sambærilegt áfengisfrumvarp árið 2014 fagnaði hún því að frumvarpið hefði verið lagt fram. „Ég vona svo sannarlega, herra forseti, að þetta mál komist það langt að það fari í atkvæðagreiðslu í þingsalnum,“ sagði hún þá í þingræðu. Nú segist Unnur Brá í samtali við Fréttablaðið ekki geta beitt sér fyrir því að þingmálið verði afgreitt frá Alþingi, hvort sem það yrði samþykkt eða fellt. „Forseti Alþingis er forseti allra þingmanna. Hann beitir sér ekki fyrir einu máli frekar en öðru eftir því hvaða persónulegu skoðanir hann hefur.“ Áherslur þingflokkanna skipti meira máli varðandi það hvaða þingmannamál verði tekin á dagskrá. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00 Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00 Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Má búast við átökum um áfengisfrumvarp Ekki ríkir einhugur um frumvarp sem myndi heimila verslunum að selja áfengi innan þeirra flokka sem eiga flutningsmenn að frumvarpinu. 3. febrúar 2017 07:00
Telja að áfengisfrumvarpið nái nú í gegn Flutningsmenn nýs áfengisfrumvarps eru bjartsýnir á að málið nái í gegn. Stærsti munurinn á því og fyrri frumvörpum snýr að auglýsingum og aðgreiningu. 4. febrúar 2017 07:00
Bitist um brennivín í búðir frá aldamótum Frumvarp um frjálsa smásölu áfengis var fyrst lagt fram skömmu eftir aldamót. Deilt hefur verið um málið síðan þá og fjöldamörg frumvörp verið lögð fram sem öll hafa dagað uppi. 11. október 2015 14:00