Óskarsverðlaunin afhent í kvöld: La La Land spáð sigri nína hjördís þorkelsdóttir skrifar 26. febrúar 2017 20:30 Hátíðin verður haldin í 89. sinn í kvöld. vísir/getty Óskarsverðlaunin verða afhent í 89. sinn í Hollywood í kvöld. Kynnir kvöldsins verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en auk hans munu Jennifer Aniston, Warren Beatty, Michael J. Fox, Ryan Gosling og fleiri kynna verðlaunahafa og afhenda verðlaunagripi. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.89. Óskarsverðlaunaafhendingin undirbúin í Hollywood.vísir/gettyFerðamenn taka mynd af sér með Óskarsstyttum í fullri stærð.vísir/gettyKvikmyndin La La Land þykir sigurstrangleg en hún fékk fjórtán tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta handritið. Engin kvikmynd hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir utan Titanic. Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs. Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér. Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina: „Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“ Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella. Mahershala Ali fer með hlutverk Remy Danton í þáttunum House of Cards.vísir/gettyKvikmyndirnar Moonlight og Hidden Figures eru jafnframt taldar líklegar til að fagna góðu gengi á hátíðinni. Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur. Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn. Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Óskarsverðlaunin verða afhent í 89. sinn í Hollywood í kvöld. Kynnir kvöldsins verður spjallþáttastjórnandinn Jimmy Kimmel en auk hans munu Jennifer Aniston, Warren Beatty, Michael J. Fox, Ryan Gosling og fleiri kynna verðlaunahafa og afhenda verðlaunagripi. Verðlaunaafhendingin hefst klukkan 17:30 að staðartíma, eða hálf tvö í nótt að íslenskum tíma. Þeir sem vilja fylgjast með herlegheitunum í beinni útsendingu þurfa því að vaka fram eftir. Útsendingin frá rauða dreglinum hefst reyndar örlítið fyrr eða í kringum miðnætti að íslenskum tíma.89. Óskarsverðlaunaafhendingin undirbúin í Hollywood.vísir/gettyFerðamenn taka mynd af sér með Óskarsstyttum í fullri stærð.vísir/gettyKvikmyndin La La Land þykir sigurstrangleg en hún fékk fjórtán tilnefningar til verðlaunanna, þar á meðal fyrir bestu myndina, besta leikstjórann og besta handritið. Engin kvikmynd hefur hlotið jafn margar tilnefningar til Óskarsverðlauna fyrir utan Titanic. Að auki eru þau Emma Stone og Ryan Gosling tilnefnd sem bestu leikarar í aðalhlutverki fyrir frammistöðu sína í myndinni. Denzel Washington og Casey Affleck veita Gosling þó harða samkeppni, ef marka má veðbanka vestanhafs. Tilnefningarnar í heild sinni má sjá hér. Spekúlantar hjá BBC spá La La Land sigrinum og segja eftirfarandi um myndina: „Myndin er í senn sígild og nútímaleg. Maður upplifir hana öðruvísi en aðrar kvikmyndir nútímans, á góðan hátt.“ Þeir bæta við að sögusvið kvikmyndarinnar, sem er Hollywood sjálf, geri myndina enn sigurstranglegri en ella. Mahershala Ali fer með hlutverk Remy Danton í þáttunum House of Cards.vísir/gettyKvikmyndirnar Moonlight og Hidden Figures eru jafnframt taldar líklegar til að fagna góðu gengi á hátíðinni. Sú fyrrnefnda hefur vakið mikla athygli og lof gagnrýnenda. Með aðalhlutverk í myndinni fer leikarinn Mahershala Ali og er hann jafnframt tilnefndur til Óskarsverðlauna sem besti leikari í aðalhlutverki. Frægðarsól Ali fer hækkandi í Hollywood en hann er aðdáendum þáttanna House of Cards líklegast vel kunnugur. Þess má geta að afhending Edduverðlaunanna fer einnig fram í kvöld og því nóg um að vera í kvöld fyrir kvikmyndaáhugamenn.
Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Réttarhöld yfir Diddy hafin: Á lífstíðarfangelsi yfir höfði sér Lífið Lára og lyfjaprinsinn eignuðust stúlku Lífið Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Tónlist Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Fleiri fréttir Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira