Endurupptökunefndin kynnir niðurstöðu sína í dag Birgir Olgeirsson skrifar 24. febrúar 2017 10:10 Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu mun birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan 14 í dag. Þar verða birtir úrskurðir er varðar þá sex sem sakfelldir voru í málinu í Hæstarétti í febrúar árið 1980. Vísir ræddi við Björn L. Bergsson, formann endurupptökunefndarinnar, á þriðjudag þar sem hann sagði vinnu nefndarinnar hafa staðið yfir langt á þriðja ár. Hann segir endurupptökunefndina ekki hafa tekið skýrslur af fólki vegna málsins, allt slíkt hefur farið í gegnum settan ríkissaksóknara í málinu, Davið Þór Björgvinsson. „Ég held ég fari ekki að tjá mig um það,“ svaraði Björn þegar hann er spurður hvort einhverjar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem nýst hafi endurupptökunefndinni.Ekki frekari þörf á frekari skoðun á ábendingu Austfirðings Í desember síðastliðnum var greint frá því að lögreglan á Austurlandi hefði tekið skýrslu af karlmanni í nóvember sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi málið sem gætu haft áhrif á það hvort nefndin ákveði að taka upp málið að nýju, en upplýsingarnar vörðuðu hvarf Geirfinns Einarssonar. Þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lét nefndina vita af manninum sem vildi koma þessu upplýsingum á framfæri. Endurupptökunefndin fékk gögn sem vörðuðu vitnisburð mannsins í hendurnar en eftir yfirferð á þeim tilkynnti hún settum saksóknara að nefndin teldi ekki þörf á frekari skoðun á þeirri ábendingu, að sögn Björns. Björn sagði ekkert hafa komið fram í máli mannsins sem gaf tilefni til frekari könnunar nefndarinnar. Í júní síðastliðnum voru tveir karlmenn handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Björn vildi ekki fara nánar út í hvað þar hafi komið fram og hvort það hafi nýst nefndinni.43 ár frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi. Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira
Endurupptökunefnd í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu mun birta niðurstöðu sína á vef endurupptökunefndar klukkan 14 í dag. Þar verða birtir úrskurðir er varðar þá sex sem sakfelldir voru í málinu í Hæstarétti í febrúar árið 1980. Vísir ræddi við Björn L. Bergsson, formann endurupptökunefndarinnar, á þriðjudag þar sem hann sagði vinnu nefndarinnar hafa staðið yfir langt á þriðja ár. Hann segir endurupptökunefndina ekki hafa tekið skýrslur af fólki vegna málsins, allt slíkt hefur farið í gegnum settan ríkissaksóknara í málinu, Davið Þór Björgvinsson. „Ég held ég fari ekki að tjá mig um það,“ svaraði Björn þegar hann er spurður hvort einhverjar nýjar upplýsingar hafi komið fram sem nýst hafi endurupptökunefndinni.Ekki frekari þörf á frekari skoðun á ábendingu Austfirðings Í desember síðastliðnum var greint frá því að lögreglan á Austurlandi hefði tekið skýrslu af karlmanni í nóvember sem taldi sig hafa upplýsingar varðandi málið sem gætu haft áhrif á það hvort nefndin ákveði að taka upp málið að nýju, en upplýsingarnar vörðuðu hvarf Geirfinns Einarssonar. Þeir Guðmundur og Geirfinnur voru alls ótengdir í lifanda lífi en málum þeirra var spyrt saman eftir dauða þeirra. Davíð Þór Björgvinsson, settur ríkissaksóknari vegna endurupptökubeiðni í Guðmundar- og Geirfinnsmálinu, lét nefndina vita af manninum sem vildi koma þessu upplýsingum á framfæri. Endurupptökunefndin fékk gögn sem vörðuðu vitnisburð mannsins í hendurnar en eftir yfirferð á þeim tilkynnti hún settum saksóknara að nefndin teldi ekki þörf á frekari skoðun á þeirri ábendingu, að sögn Björns. Björn sagði ekkert hafa komið fram í máli mannsins sem gaf tilefni til frekari könnunar nefndarinnar. Í júní síðastliðnum voru tveir karlmenn handteknir og yfirheyrðir vegna rannsóknar á þætti málsins sem varðar Guðmund Einarsson en þeir voru látnir lausir að lokinni yfirheyrslu. Björn vildi ekki fara nánar út í hvað þar hafi komið fram og hvort það hafi nýst nefndinni.43 ár frá hvarfi Guðmundar og Geirfinns Guðmundar- og Geirfinnsmálið varðar mannshvörf sem bæði áttu sér stað árið 1974. Guðmundur Einarsson sást síðast í Hafnarfirði aðfaranótt 27. janúar 1974 eftir dansleik í Alþýðuhúsinu í Hafnarfirði. Eiginkona Geirfinns Einarssonar sá hann síðast klukkan 22:30 í nóvember sama ár samkvæmt gögnum lögreglunnar í Keflavík. Næstu árin fór fram mikil rannsókn á málinu. Um sex árum frá hvarfi þeirra Guðmundar og Geirfinns voru þau Albert Klahn Skaftason, Erla Bolladóttir, Guðjón Skarphéðinsson, Kristján Viðar Viðarsson, Sævar Marinó Ciesielski og Tryggvi Rúnar Leifsson dæmd til fangelsisvistar Í Hæstarétti í febrúar árið 1980 vegna aðildar að dauða þeirra Guðmundar og Geirfinns. Sævar Marinó Ciesielski fékk lengsta dóminn, eða sautján ára fangelsisvist. Kristján Viðar var dæmdur í sextán ára fangelsi, Tryggvi Rúnar 13 ára fangelsi, Guðjón í tíu ára fangelsi, Erla í þriggja ára fangelsi og Albert Klahn í 12 mánaða fangelsi.
Guðmundar- og Geirfinnsmálin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Sjá meira