Markametið löngu fallið og samt eru tveir leikir eftir Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. febrúar 2017 10:00 Radamel Falcao skoraði tvö í gær og hefði getað verið með þrennu því hann klúðraði líka víti. Vísir/Getty Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir) Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira
Það hefur verið meira en nóg af mörkum í fyrri leikjum sextán liða úrslita Meistaradeildarinnar og nú er ljóst að markametið er löngu fallið þrátt fyrir að fjórðungur leikjanna sé enn eftir. Hingað til hafa verið skoruð 29 mörk í 6 leikjum eða 4,8 mörk að meðaltali í leik. Verði ekkert skorað í leikjunum tveimur í kvöld verður meðalmarkaskorið samt 3,6 mörk í leik. Fimm af fyrstu sex leikjum sextán liða úrslitanna hafa innihaldið fjögur eða fleiri mörk. Eini leikurinn sem sker sig úr er 1-0 sigur Benfica á Borussia Dortmund. Svo ótrúlega vill til að liðin sem skoruðu mest í riðlakeppninni, Borussia Dortmund (21 mark) og Barcelona (20 mörk) eru einu liðin sem hafa ekki skorað í sextán liða úrslitunum til þessa. Alls voru skoruðu 14 mörk í tveimur frábærum leikjum í gær þar sem Manchester City vann 5-3 sigur á Mónakó og Atlético Madrid fór til Þýskalands og vann 4-2 útisigur á Bayer Leverkusen. Með þessum tveimur markaveislum í gærkvöldi var ljóst að markametið í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna var fallið. Leikmönnum tókst að bæta það um þrjú mörk í gær og það er síðan von á enn frekari bætingu í kvöld. Gamla metið var 26 mörk og síðan tímabilið 2013-14. Þar munaði mestu um 6-1 útisigur Real Madrid á Schalke 04 þar sem BBC skoruðu öll mörkin en Cristiano Ronaldo, Gareth Bale og Karim Benzema voru allir með tvö mörk í leiknum. Annar markahár leikur var þegar Jürgen Klopp fór með lærisveina sína í Borussia Dortmund til Rússlands og vann 4-2 sigur á Zenit. Zlatan Ibrahimović, núverandi leikmaður Manchester United, skoraði síðan tvö mörk í 4-0 sigri Paris Saint-Germain á útivelli á móti Bayer Leverkusen.Flest mörk í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna: 2016-17: 29 mörk 2013-14: 26 mörk 2011-12: 22 mörkÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum Manchester City - Monakó 5-3 Real Madrid - Napoli 3-1 Benfica - Borussia Dortmund 1-0 Bayern München - Arsenal 5-1 Bayer Leverkusen - Atlético Madrid 2-4 Paris Saint-Germain - Barcelona 4-0Leikir sem eru eftir (fara fram í kvöld) Porto - Juventus Sevilla - Leicester CityÚrslit fyrri leikjanna í 16 liða úrslitum 2013-14 (Gamla metið – 26 mörk) Manchester City - Barcelona 0–2 Olympiacos - Manchester United 2–0 AC Milan - Atlético Madrid 0–1 Bayer Leverkusen - Paris Saint-Germain 0–4 Galatasaray - Chelsea 1–1 Schalke 04 - Real Madrid 1–6 Zenit Petersburg - Borussia Dortmund 2–4 Arsenal - Bayern München 0–2 Markaskor í fyrri leikjum sextán liða úrslitanna síðustu ár:2016-17: 29 mörk (5 leikir með fjögur mörk eða fleiri) - 2 leikir eftir2015-16: 21 mark (3 leikir)2014-15: 17 mörk (1 leikur)2013-14: 26 mörk (3 leikir)2012-13: 21 mark (2 leikir)2011-12: 22 mörk (4 leikir)
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Lést á leiðinni á æfingu Sport Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sport Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Fleiri fréttir Salah valinn bestur af blaðamönnum Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Frederik Schram fundinn Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Uppgjörið: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Uppgjörið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Chelsea örugglega í úrslitaleikinn Uppgjörið: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Flugeldar sprengdir við hótel Tottenham í nótt Kerfið hrundi og margir misstu af miða á leik hjá sveinum Freys Enrique léttur eftir leik: „Við erum bændadeild“ Ásgeir Sigurvinsson sjötugur í dag Dáðust að Donnarumma: „Þetta er ekkert eðlilega góð markvarsla“ Sveindís kvödd á sunnudaginn Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Fá vel greitt fyrir sjö manna bolta: „Þarf að rifja upp hvaða reglur gilda“ Sjáðu mörkin sem tryggðu PSG sæti í úrslitaleiknum Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Sjá meira