Er þetta í lagi? Oddný G. Harðardóttir skrifar 22. febrúar 2017 07:00 Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Mest lesið Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Forsætisráðherra ákvað að fela upplýsingar sem vörðuðu almannahag fram yfir kosningar og stjórnarmyndunarviðræður. Skýrslurnar tvær sem geymdar voru í skúffu í fjármálaráðuneytinu eru um tvö helstu deilumál síðasta kjörtímabils. Í skýrslunni um skattsvik margra ríkra Íslendinga er að finna staðfestingu á því að þau voru ekki einskorðuð við eina lögfræðiskrifstofu og voru t.d. fjórum sinnum meiri en í Danmörku. Í fjölmiðlum og í fréttaskýringaþáttum hafa menn farið yfir söguna eftir að upplýsingarnar komu fram í dagsljósið og hvernig ríkisstjórnir undir forystu Sjálfstæðisflokksins drógu það að setja reglur til að torvelda flutning á peningum í skattaskjól, um nauðsyn þess að koma í veg fyrir skattsvikin og hverjir það eru helst sem stunda slík svik við samfélagið.Athyglin hefði beinst að Panama-skjölunum Umræður um þetta í aðdraganda kosninga hefðu augljóslega dregið athyglina enn frekar að Panama-skjölunum og ástæðuna fyrir því að kosið var fyrr en áætlað var. Í skýrslunni um stóra loforðið sem varð til þess að ríkisstjórnin komst til valda eftir kosningar 2013 var í fyrsta sinn greint frá því hvernig „leiðréttingin“ svokallaða, 72,2 milljarðar kr. sem greiddir voru úr ríkissjóði, skiptist á milli eigna- og tekjuhópa á Íslandi. Helmingur þjóðarinnar sem átti mestar eignir fékk 72% alls þess fjár sem greitt var út og 10% tekjuhæstu Íslendinganna fengu um þriðjung, eða 22 milljarða kr. Skýrslan hefði augljóslega kallað fram miklar umræður í aðdraganda kosninga og dregið athyglina að framkvæmdinni, að óréttlæti hennar, þróun húsnæðisverðs og stöðu þeirra sem ekkert fengu, s.s. leigjenda og ungs fólks. Og auðvitað hefði forsætisráðherra fundist það óþægilegt fyrir sig og Sjálfstæðisflokkinn ef athygli hefði beinst að þessum málum fyrir kosningar. Þess vegna er eðlilegt að fólk velti því fyrir sér hvort það hafi ekki einmitt verið ástæðan fyrir drættinum á birtingu skýrslnanna. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar