Man. City og Monaco buðu til markaveislu á Etihad | Sjáðu mörkin Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2017 21:45 Manchester City vann Monaco, 5-3, í ótrúlegum fótboltaleik á Etihad vellinum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram í Mónakó 15. mars næstkomandi. Leikurinn í kvöld var mögnuð skemmtun; bauð upp á frábær tilþrif, átta mörk og 10 gul spjöld. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Leroys Sané. Sex mínútum síðar jafnaði Radamel Falcao metin með flugskalla eftir fyrirgjöf Fabinhos. Skömmu síðar átti Sergio Agüero að fá vítaspyrnu en spænski dómarinn Antonio Mateu Lahoz gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom hinn 18 ára gamali Kylian Mbappé Monaco í 1-2 og þannig var staðan í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fiskaði Falcao vítaspyrnu. Kólumbíumaðurinn fór sjálfur á punktinn en Willy Caballero varði slaka spyrnu hans. Á 58. mínútu jafnaði Agüero metin eftir skelfileg mistök Danijels Subasic í marki Monaco. Staðan var aðeins jöfn í þrjár mínútur því á 61. mínútu vippaði Falcao boltanum glæsilega yfir Willy og kom Monaco yfir. Agüero jafnaði í 3-3 með góðu skoti eftir hornspyrnu Davids Silva á 71. mínútu og sex mínútum síðar kom John Stones City yfir. Það var svo Sané sem skoraði fimmta mark City og síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Lokatölur 5-3, City í vil. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Manchester City vann Monaco, 5-3, í ótrúlegum fótboltaleik á Etihad vellinum í kvöld. Þetta var fyrri leikur liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Sá seinni fer fram í Mónakó 15. mars næstkomandi. Leikurinn í kvöld var mögnuð skemmtun; bauð upp á frábær tilþrif, átta mörk og 10 gul spjöld. Raheem Sterling kom City yfir á 26. mínútu með skoti af stuttu færi eftir frábæran undirbúning Leroys Sané. Sex mínútum síðar jafnaði Radamel Falcao metin með flugskalla eftir fyrirgjöf Fabinhos. Skömmu síðar átti Sergio Agüero að fá vítaspyrnu en spænski dómarinn Antonio Mateu Lahoz gaf honum gult spjald fyrir leikaraskap. Þegar fimm mínútur voru til hálfleiks kom hinn 18 ára gamali Kylian Mbappé Monaco í 1-2 og þannig var staðan í hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks fiskaði Falcao vítaspyrnu. Kólumbíumaðurinn fór sjálfur á punktinn en Willy Caballero varði slaka spyrnu hans. Á 58. mínútu jafnaði Agüero metin eftir skelfileg mistök Danijels Subasic í marki Monaco. Staðan var aðeins jöfn í þrjár mínútur því á 61. mínútu vippaði Falcao boltanum glæsilega yfir Willy og kom Monaco yfir. Agüero jafnaði í 3-3 með góðu skoti eftir hornspyrnu Davids Silva á 71. mínútu og sex mínútum síðar kom John Stones City yfir. Það var svo Sané sem skoraði fimmta mark City og síðasta mark leiksins á 82. mínútu. Lokatölur 5-3, City í vil.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Í beinni: Tottenham - Burnley | Nýliðarnir hefja leik gegn Evrópudeildarmeisturunum Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn