Mun hann halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. febrúar 2017 20:45 DeMarcus Cousins. Vísir/Getty Baldur Beck, NBA-sérfræðingur Stöð 2 Sport og maðurinn á bak við NBA Ísland, hefur eins og fleiri klórað sér í höfðinu yfir síðustu stóru leikmannaskiptunum í NBA-deildinni. Það að DeMarcus Cousins sé leiðinni frá Sacramento Kings til New Orleans Pelicans kom honum mikið á óvart eins og fleirum. Baldur skrifaði nokkur orð um vistaskipti DeMarcus Cousins í pistli á NBA Ísland síðunni sinni og það er skemmtilegur lestur eins og á við um fyrri pistla hans á síðunni. „Cousins er gallagripur, en hann er stórstjarna sem á að geta myndað eitt óárennilegasta sóknartvíeyki NBA deildarinnar með Anthony Davis og þó vissulega sé nokkur áhætta fólgin í því að fá til sín tímasprengju eins og Cousins, er það algjörlega áhættunnar virði af því félagið þurfti alls ekki að borga mikið fyrir hann,“ skrifar Baldur. DeMarcus Cousins hefur spilað í sjö tímabil í NBA-deildinni en Sacramento Kings hefur aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni. Baldur er með eina skýringu á því. „Eins hæfileikaríkur og hann er - og hann stenst fyllilega tölfræðisamanburð við nánast hvaða miðherja sem er í sögu NBA - þá er hann latur, geðveikur, eigingjarn og fullkomlega agalaus, en þessir skapgerðarbrestir eru einmitt akkúrat andstæða þess karakters sem stórstjarna/leiðtogi NBA liðs þarf að búa yfir. Ef við snúum þessu við til gamans, erum við komin með leikmann sem er duglegur, andlega sterkur, óeigingjarn, agaður og fórnfús. Og ef þetta eru ekki helstu kostirnir í skapgerð Tim Duncan, þá vitum við ekki hvað. Þarna sjáið þið, þetta er ekki flóknara,“ skrifar Baldur. San Antonio Spurs hefur alltaf komist í úrslitakeppni og er með fleiri sigra en töp á tuttugu tímabilum í röð. Þar hugsa menn um fyrst og fremst um liðið með frábærum árangri. Baldur býst við að DeMarcus Cousins sýni kannski á sér sparihliðarnar til að byrja með en hann er viss um að það verði þó bara í nokkra daga en svo: „Fer að halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni og agaleysi og strádrepur allan anda í búningsherberginu, skrifar Baldur. Sem NBA-áhugamaður þá er hann spenntur að sjá hvað gerist þótt ekki sé hann bjartsýnn. „Við vonum fyrst og fremst að verði gaman að horfa á New Orleans spila um hríð og að við fáum að njóta þess að fylgjast með tveimur af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum heims í kring um sjö fetin fara á kostum kvöld eftir kvöld. Eða svona... þangað til Cousins springur í loft upp og gerir New Orleans að sama niðurdrepandi geðveikrahælinu og Sacramento hefur verið undanfarin ár,“ skrifar Baldur. Það er hægt að lesa allan pistilinn hans um vistaskipti DeMarcus Cousins með því að smella hér. NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira
Baldur Beck, NBA-sérfræðingur Stöð 2 Sport og maðurinn á bak við NBA Ísland, hefur eins og fleiri klórað sér í höfðinu yfir síðustu stóru leikmannaskiptunum í NBA-deildinni. Það að DeMarcus Cousins sé leiðinni frá Sacramento Kings til New Orleans Pelicans kom honum mikið á óvart eins og fleirum. Baldur skrifaði nokkur orð um vistaskipti DeMarcus Cousins í pistli á NBA Ísland síðunni sinni og það er skemmtilegur lestur eins og á við um fyrri pistla hans á síðunni. „Cousins er gallagripur, en hann er stórstjarna sem á að geta myndað eitt óárennilegasta sóknartvíeyki NBA deildarinnar með Anthony Davis og þó vissulega sé nokkur áhætta fólgin í því að fá til sín tímasprengju eins og Cousins, er það algjörlega áhættunnar virði af því félagið þurfti alls ekki að borga mikið fyrir hann,“ skrifar Baldur. DeMarcus Cousins hefur spilað í sjö tímabil í NBA-deildinni en Sacramento Kings hefur aldrei verið nálægt því að komast í úrslitakeppni. Baldur er með eina skýringu á því. „Eins hæfileikaríkur og hann er - og hann stenst fyllilega tölfræðisamanburð við nánast hvaða miðherja sem er í sögu NBA - þá er hann latur, geðveikur, eigingjarn og fullkomlega agalaus, en þessir skapgerðarbrestir eru einmitt akkúrat andstæða þess karakters sem stórstjarna/leiðtogi NBA liðs þarf að búa yfir. Ef við snúum þessu við til gamans, erum við komin með leikmann sem er duglegur, andlega sterkur, óeigingjarn, agaður og fórnfús. Og ef þetta eru ekki helstu kostirnir í skapgerð Tim Duncan, þá vitum við ekki hvað. Þarna sjáið þið, þetta er ekki flóknara,“ skrifar Baldur. San Antonio Spurs hefur alltaf komist í úrslitakeppni og er með fleiri sigra en töp á tuttugu tímabilum í röð. Þar hugsa menn um fyrst og fremst um liðið með frábærum árangri. Baldur býst við að DeMarcus Cousins sýni kannski á sér sparihliðarnar til að byrja með en hann er viss um að það verði þó bara í nokkra daga en svo: „Fer að halda félaginu í gíslingu með geðveiki sinni og agaleysi og strádrepur allan anda í búningsherberginu, skrifar Baldur. Sem NBA-áhugamaður þá er hann spenntur að sjá hvað gerist þótt ekki sé hann bjartsýnn. „Við vonum fyrst og fremst að verði gaman að horfa á New Orleans spila um hríð og að við fáum að njóta þess að fylgjast með tveimur af hæfileikaríkustu körfuboltamönnum heims í kring um sjö fetin fara á kostum kvöld eftir kvöld. Eða svona... þangað til Cousins springur í loft upp og gerir New Orleans að sama niðurdrepandi geðveikrahælinu og Sacramento hefur verið undanfarin ár,“ skrifar Baldur. Það er hægt að lesa allan pistilinn hans um vistaskipti DeMarcus Cousins með því að smella hér.
NBA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Sjá meira