Erlent vinnuafl býr á dvalarheimili aldraðra Svavar Hávarðsson skrifar 21. febrúar 2017 06:00 Markmiðið er að allt að áttatíu manns geti leigt í húsnæðinu. vísir/vilhelm Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Flugþjónustufyrirtækið Icelandair Ground Services (IGS), systurfyrirtæki Icelandair, vinnur þessa dagana að endurbótum á gömlu dvalarheimili aldraðra í Garði. Þar munu allt að 80 erlendir starfsmenn fyrirtækisins búa síðar á þessu ári en húsnæðismál erlends vinnuafls á Suðurnesjum er stöðugt úrlausnarefni fyrirtækja þessi misserin vegna fjölgunar starfa á Keflavíkurflugvelli.Gunnar S. OlsenGunnar S. Olsen, framkvæmdastjóri IGS, staðfestir að unnið sé hörðum höndum við að gera húsnæðið tilbúið í tíma. „Þarna eru töluvert af herbergjum sem verið er að laga fyrir okkur. Snyrta til, mála og gera vistlegt. Svo leigjum við þetta til okkar fólks sem kemur í vor,“ segir Gunnar og bætir við að mögulegt verði að leigja allt að 80 starfsmönnum, bæði sem einstaklingsherbergi og fyrir þá sem kjósa að deila herbergi. „Við erum að ráða erlenda starfsmenn í nánast hverja einustu deild hjá okkur; hlaðmenn, í ræstingar, innritun, flugeldhúsi og lagerstarfsmenn,“ segir Gunnar og bætir við að ráðnir hafa verið 220 erlendir starfsmenn sem bætast í stóran hóp Íslendinga sem verða örugglega um 400 talsins sem koma til starfa á sama tíma. Spurður um frekari uppbyggingu líka þeirri sem nú stendur yfir í Garði svarar Gunnar: „Við keyptum þrjár blokkir uppi á Ásbrú nýlega. En það dugar bara ekki til. Við þurfum að finna aðstöðu langt umfram það.“ En eins og Fréttablaðið sagði frá á haustmánuðum hafa flugþjónustufyrirtækin Airport Associates og IGS keypt fimm fjölbýlishús á Ásbrú, fyrrum svæði bandaríska varnarliðsins við Keflavíkurflugvöll, til að leysa húsnæðismál starfsfólks síns. Fjölgun starfsfólks hjá félögunum báðum á næstu árum verður leyst með því að fá starfskrafta að utan – sem er að sögn vandalaust. Að mæta húsnæðisþörf þeirra þúsunda starfsmanna sem hingað munu koma til að vinna á Keflavíkurflugvelli er hins vegar flóknara viðfangsefni. Jónína Magnúsdóttir, formaður bæjarráðs í Garði, segir að húsnæðið sem um ræðir hafi staðið autt um nokkurt skeið, en fyrir um tveimur árum var byggð í Reykjanesbæ ný þjónustumiðstöð fyrir aldraða á Nesvöllum. Því var gamla dvalarheimilið selt; í það bárust nokkur tilboð en fyrirtækið Nesfiskur keypti og leigir nú áfram til IGS. Jónína segir það mjög jákvætt að húsnæðið hafi fengið nýtt hlutverk, og ekki síst að svo stór hópur bætist við sveitarfélag sem telur rúmlega fimmtán hundruð manns í dag.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Ferðamennska á Íslandi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira