Umfjöllun og viðtöl: KR - Stjarnan 73-78 | Titilinn á loft í vesturbænum en Stjarnan náði í 2. sætið Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. mars 2017 21:00 Brynjar Þór Björnsson og sonur hans, Bjartmar, taka við bikarnum. vísir/óskaró Stjarnan vann frábæran sigur á KR, 78-73, í lokaumferð Dominos-deildar karla í kvöld og tryggði sér 2. Sætið í deildinni eftir að Tindastóll tapaði fyrir Haukum fyrir norðan. KR fékk afhendan deildarmeistaratitilinn að leik loknum. Leikurinn var aldrei nein stórskotasýning og voru bæði lið ekki að spila sinn besta leik. KR var orðið deildarmeistari fyrir leikinn. KR mætir því Þór Ak. í átta liða úrslitunum en Stjarnan mætir ÍR.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var kannski örlítið betra en andstæðingurinn en það munaði alls ekki miklu. Leikurinn í kvöld bauð ekki upp á mikið og engan stjörnubolta. Það var ekki að sjá að hérna væru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar að mætast. Lítið undir en bæði lið þurfa heldur betur að keyra sig í gang fyrir úrslitakeppnina. Það jákvæða var að Justin Shouse hitaði upp í Stjörnubúningnum. Hann tók ekki þátt en mun líklega vera klár bráðlega.Bestu menn vallarins? Anthony Odunsi skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Philip Alawoya var með 19 stig fyrir KR.Hvað gekk illa ? Bæði lið þurfa heldur betur að skoða sinn leik. Stjörnumenn komu sterki inn undir lokin en KR þarf að spila betur.KR-Stjarnan 73-78 (19-19, 19-21, 24-14, 11-24)KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 13/13 fráköst, Darri Hilmarsson 6/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Arnór Hermannsson 2, Orri Hilmarsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Stjarnan: Anthony Odunsi 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 8, Justin Shouse 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0. Finnur: Mjög stoltur af þessum árangriFinnur með KR.„Ég er mjög stoltur af þessum árangri,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem hefur núna unnið fjóra deildarmeistaratitla í röð. Það er met og hefur enginn þjálfari afrekað slíkt. „Þessi leikur í kvöld var ákveðin vonbrigði. Það er kannski erfitt að gíra sig upp í svona leik. Við vildum gera vel en við náðum fæstum lausum boltum og öðru slíku. Það vantaði smá upp á baráttuna.“ Stjarnan gerði bara vel undir lokin og við vorum í vandræðum. Framan er viðureign KR á móti Þór Ak. Þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem margir KR-ingar ættu að kannast við. „Okkur líst bara vel á þann mótherja. Þeir bökkuðu okkur saman á dögunum og því trúi ég ekki öðru en að við komum alveg brjálaðir inn í fyrsta leik á móti þeim. Það skipti í raun aldrei máli hvaða liði við vorum að fara mæta, það var alltaf að fara vera hörkulið.“ Hrafn: Náðum að hrista af okkur þennan doðaHrafn á hliðarlínunni í með Stjörnunni.vísir/stefán„Við töluðum varla um það að þetta væri möguleiki fyrr en í síðasta leikhlutanum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði í annað sæti deildarinnar eftir að Tindastóll missteig sig illa gegn Haukum fyrir norðan í kvöld. „Ég er aðallega ánægður með að við náðum að hrista af okkur þennan doða sem hefur verið í kringum okkur undanfarna leiki.“ Hann segir að liðið hafi aðallega sýnt sjálfum sér að það væri tilbúið í slaginn. „Við vissum að Stólarnir hefðu tapað þegar fimm og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ég lét bara 2-3 leikmenn vita. Leikmenn sem ég vissi að myndu stíga upp.“ Stjarnan mætir ÍR í átta liða úrslitum. „Það einvígi sem framundan er ætti aldeilis að brýna okkur upp. Við erum bara sigurvegarar í kvöld og það er það sem skiptir máli, að vera inn í einvígið sem sigurvegari. Það þýðir ekkert að pæla í því að það hafi kannski verið betra fyrir okkur að fá annan mótherja.“ Dominos-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Stjarnan vann frábæran sigur á KR, 78-73, í lokaumferð Dominos-deildar karla í kvöld og tryggði sér 2. Sætið í deildinni eftir að Tindastóll tapaði fyrir Haukum fyrir norðan. KR fékk afhendan deildarmeistaratitilinn að leik loknum. Leikurinn var aldrei nein stórskotasýning og voru bæði lið ekki að spila sinn besta leik. KR var orðið deildarmeistari fyrir leikinn. KR mætir því Þór Ak. í átta liða úrslitunum en Stjarnan mætir ÍR.Af hverju vann Stjarnan? Liðið var kannski örlítið betra en andstæðingurinn en það munaði alls ekki miklu. Leikurinn í kvöld bauð ekki upp á mikið og engan stjörnubolta. Það var ekki að sjá að hérna væru liðin í 1. og 3. sæti deildarinnar að mætast. Lítið undir en bæði lið þurfa heldur betur að keyra sig í gang fyrir úrslitakeppnina. Það jákvæða var að Justin Shouse hitaði upp í Stjörnubúningnum. Hann tók ekki þátt en mun líklega vera klár bráðlega.Bestu menn vallarins? Anthony Odunsi skoraði 19 stig fyrir Stjörnuna og Philip Alawoya var með 19 stig fyrir KR.Hvað gekk illa ? Bæði lið þurfa heldur betur að skoða sinn leik. Stjörnumenn komu sterki inn undir lokin en KR þarf að spila betur.KR-Stjarnan 73-78 (19-19, 19-21, 24-14, 11-24)KR: Brynjar Þór Björnsson 15, Pavel Ermolinskij 14/11 fráköst, Jón Arnór Stefánsson 13/6 stoðsendingar, Philip Alawoya 13/13 fráköst, Darri Hilmarsson 6/6 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 6, Vilhjálmur Kári Jensson 4, Arnór Hermannsson 2, Orri Hilmarsson 0, Sigvaldi Eggertsson 0, Karvel Ágúst Schram 0, Andrés Ísak Hlynsson 0. Stjarnan: Anthony Odunsi 19/8 fráköst/5 stoðsendingar, Eysteinn Bjarni Ævarsson 13/8 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 13/4 fráköst, Hlynur Elías Bæringsson 9/16 fráköst, Arnþór Freyr Guðmundsson 8, Tómas Þórður Hilmarsson 8/4 fráköst, Ágúst Angantýsson 8, Justin Shouse 0, Óskar Þór Þorsteinsson 0, Magnús Bjarki Guðmundsson 0, Egill Agnar Októsson 0, Brynjar Magnús Friðriksson 0. Finnur: Mjög stoltur af þessum árangriFinnur með KR.„Ég er mjög stoltur af þessum árangri,“ segir Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sem hefur núna unnið fjóra deildarmeistaratitla í röð. Það er met og hefur enginn þjálfari afrekað slíkt. „Þessi leikur í kvöld var ákveðin vonbrigði. Það er kannski erfitt að gíra sig upp í svona leik. Við vildum gera vel en við náðum fæstum lausum boltum og öðru slíku. Það vantaði smá upp á baráttuna.“ Stjarnan gerði bara vel undir lokin og við vorum í vandræðum. Framan er viðureign KR á móti Þór Ak. Þjálfari Þórs er Benedikt Guðmundsson sem margir KR-ingar ættu að kannast við. „Okkur líst bara vel á þann mótherja. Þeir bökkuðu okkur saman á dögunum og því trúi ég ekki öðru en að við komum alveg brjálaðir inn í fyrsta leik á móti þeim. Það skipti í raun aldrei máli hvaða liði við vorum að fara mæta, það var alltaf að fara vera hörkulið.“ Hrafn: Náðum að hrista af okkur þennan doðaHrafn á hliðarlínunni í með Stjörnunni.vísir/stefán„Við töluðum varla um það að þetta væri möguleiki fyrr en í síðasta leikhlutanum,“ segir Hrafn Kristjánsson, þjálfari Stjörnunnar, eftir sigurinn í kvöld. Stjarnan náði í annað sæti deildarinnar eftir að Tindastóll missteig sig illa gegn Haukum fyrir norðan í kvöld. „Ég er aðallega ánægður með að við náðum að hrista af okkur þennan doða sem hefur verið í kringum okkur undanfarna leiki.“ Hann segir að liðið hafi aðallega sýnt sjálfum sér að það væri tilbúið í slaginn. „Við vissum að Stólarnir hefðu tapað þegar fimm og hálf mínúta var eftir af leiknum. Ég lét bara 2-3 leikmenn vita. Leikmenn sem ég vissi að myndu stíga upp.“ Stjarnan mætir ÍR í átta liða úrslitum. „Það einvígi sem framundan er ætti aldeilis að brýna okkur upp. Við erum bara sigurvegarar í kvöld og það er það sem skiptir máli, að vera inn í einvígið sem sigurvegari. Það þýðir ekkert að pæla í því að það hafi kannski verið betra fyrir okkur að fá annan mótherja.“
Dominos-deild karla Mest lesið Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Fyrsti homminn í landsliði neyðist til að hætta Fótbolti Sló Íslandsmetið í sleggjukasti Sport Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira