Gagnrýndu fjármálaráðherra fyrir orð hans um siðlaust og stjórnlaust Alþingi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 7. mars 2017 14:27 Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, var gagnrýndur af þingmönnum stjórnarandstöðunnar við upphaf þingfundar í dag. Vísir Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október: „Það er byrjað á því að skapa rangar væntingar með því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun og það má segja að sé nánast siðlaust af síðasta Alþingi en þarna kemur síðan í kjölfarið að þetta sé klaufaskapur en það er að minnsta kosti afar óheppilegt að þarna virðist hafa rofnað sambandið á milli þess sem alþingismenn töldu sig vera að samþykkja og þess sem raunverulega gerist.“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagðist á þingi ekki geta orða bundist vegna orða ráðherrans. „Ég hef á þeim árum sem ég hef fylgst með Alþingi held ég aldrei orðið vitni að slíkum dónaskap gagnvart þinginu. Að tala um að vilji löggjafans, sem kemur skýrt fram í samgönguáætlun, að það sé siðlaust af löggjafanum, þetta er þvílík lítilsvirðing og brengluð hugsun á þrískiptingu ríkisvaldsins. Hæstvirtum fjármálaráðherra ber að fara eftir samþykktum löggjafans. Mig langar að spyrja virðulegan forseta hvað virðlegur forseti ætli að gera í því að hæstvirtur fjármálaráðherra sýni þinginu þessa fádæmalausu óvirðingu,“ sagði Kolbeinn í dag. Undir orð hans tók flokkssystir hans Svandís Svavarsdóttir sem og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Sagði hún þingið upplifa stöðugt vanvirðu frá framkvæmdavaldinu. „Það var líka þannig á síðasta kjörtímabili að þingið var vanvirt en nú er það orðið þannig að það er ekki lengur hægt að sitja undir þessu ofríki framkvæmdavaldsins. Mér finnst mjög brýnt að forseti beiti sér fyrir því að ráðherranum verði gert ljóst hvernig þrískipting valdsins fari fram.“„Það er farið að bera á einhverju keisarablæti á meðal þeirra“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi orð fjármálaráðherra einnig. „Þetta er í annað skipti sem að ráðherrar í þessari ríkisstjórn virðast ekki átta sig á því hverjir það eru sem hafa völdin hér í samfélaginu þegar kemur að þessum hlutum. Það er farið að bera á einhverju smitandi keisarablæti á meðal þeirra. Halda þeir virkilega að vegna þess að þeir sitja tímabundið í þessum embættum að þeir geti tekið sér þau völd sem þeir vilja? Að kalla það siðlaust af Alþingi að lýsa ósk og kalla eftir í rauninni framkvæmdum sem þjóðin er búin að vera að biðja um í mörg misseri, það finnst mér skrýtið,“ sagði Logi og kallaði eftir því að ráðherrann kæmi fyrir þingið og gerði nánari grein fyrir orðum sínum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kom einnig í pontu og sagðist ekki geta tekið undir það að Alþingi hafi verið stjórnlaust fyrir áramót þegar fjárlög voru samþykkt. „Ég auðvitað sat í þessari fjárlaganefnd fyrir jólin og var í þessari vinnu ásamt, eins og hér hefur komið fram, hæstvirtum forseta, hæstvirtum félags-og jafnréttisráðherra og hæstvirtum utanríkisráðherra. Þetta fólk, samkvæmt orðum ráðherrans, er sagt að hafi verið siðlaust. Ég get engan veginn fallist á það að svo sé. Mér finnst þetta gríðarlega ábyrgðarmikið af ráðherranum að komast svona að orði og tala um að þingið hafi verið stjórnlaust... Í fjárlaganefnd sat hans fólk, eins og úr mínum flokki, og við vorum ekkert stjórnlaus.“ Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Nokkrir þingmenn stjórnarandstöðunnar kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag og gagnrýndu Benedikt Jóhannesson, fjármálaráðherra, fyrir orð sem hann lét falla í útvarpsþætinum Bítið á Bylgjunni í morgun. Ráðherrann ræddi þar samgönguáætlun og boðaðan niðurskurð á henni á þessu ári þar hann sagði það meðal annars skandal skyldu hafa samþykkt samgönguáætlun við lok síðasta löggjafarþings án þess að samþykkja eða tryggja fjármögnun á sama tíma. Þá sagði Benedikt þingið sem samþykkti fjárlög þessa árs hafa verið stjórnlaust þar sem engin ríkisstjórn með meirihluta var við völd en síðar í viðtalinu fór hann aftur í samþykkt samgönguáætlunar skömmu fyrir kosningarnar í október: „Það er byrjað á því að skapa rangar væntingar með því að samþykkja ófjármagnaða samgönguáætlun og það má segja að sé nánast siðlaust af síðasta Alþingi en þarna kemur síðan í kjölfarið að þetta sé klaufaskapur en það er að minnsta kosti afar óheppilegt að þarna virðist hafa rofnað sambandið á milli þess sem alþingismenn töldu sig vera að samþykkja og þess sem raunverulega gerist.“Kolbeinn Óttarsson Proppé, þingmaður Vinstri grænna, sagðist á þingi ekki geta orða bundist vegna orða ráðherrans. „Ég hef á þeim árum sem ég hef fylgst með Alþingi held ég aldrei orðið vitni að slíkum dónaskap gagnvart þinginu. Að tala um að vilji löggjafans, sem kemur skýrt fram í samgönguáætlun, að það sé siðlaust af löggjafanum, þetta er þvílík lítilsvirðing og brengluð hugsun á þrískiptingu ríkisvaldsins. Hæstvirtum fjármálaráðherra ber að fara eftir samþykktum löggjafans. Mig langar að spyrja virðulegan forseta hvað virðlegur forseti ætli að gera í því að hæstvirtur fjármálaráðherra sýni þinginu þessa fádæmalausu óvirðingu,“ sagði Kolbeinn í dag. Undir orð hans tók flokkssystir hans Svandís Svavarsdóttir sem og Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata. Sagði hún þingið upplifa stöðugt vanvirðu frá framkvæmdavaldinu. „Það var líka þannig á síðasta kjörtímabili að þingið var vanvirt en nú er það orðið þannig að það er ekki lengur hægt að sitja undir þessu ofríki framkvæmdavaldsins. Mér finnst mjög brýnt að forseti beiti sér fyrir því að ráðherranum verði gert ljóst hvernig þrískipting valdsins fari fram.“„Það er farið að bera á einhverju keisarablæti á meðal þeirra“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, gagnrýndi orð fjármálaráðherra einnig. „Þetta er í annað skipti sem að ráðherrar í þessari ríkisstjórn virðast ekki átta sig á því hverjir það eru sem hafa völdin hér í samfélaginu þegar kemur að þessum hlutum. Það er farið að bera á einhverju smitandi keisarablæti á meðal þeirra. Halda þeir virkilega að vegna þess að þeir sitja tímabundið í þessum embættum að þeir geti tekið sér þau völd sem þeir vilja? Að kalla það siðlaust af Alþingi að lýsa ósk og kalla eftir í rauninni framkvæmdum sem þjóðin er búin að vera að biðja um í mörg misseri, það finnst mér skrýtið,“ sagði Logi og kallaði eftir því að ráðherrann kæmi fyrir þingið og gerði nánari grein fyrir orðum sínum. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, kom einnig í pontu og sagðist ekki geta tekið undir það að Alþingi hafi verið stjórnlaust fyrir áramót þegar fjárlög voru samþykkt. „Ég auðvitað sat í þessari fjárlaganefnd fyrir jólin og var í þessari vinnu ásamt, eins og hér hefur komið fram, hæstvirtum forseta, hæstvirtum félags-og jafnréttisráðherra og hæstvirtum utanríkisráðherra. Þetta fólk, samkvæmt orðum ráðherrans, er sagt að hafi verið siðlaust. Ég get engan veginn fallist á það að svo sé. Mér finnst þetta gríðarlega ábyrgðarmikið af ráðherranum að komast svona að orði og tala um að þingið hafi verið stjórnlaust... Í fjárlaganefnd sat hans fólk, eins og úr mínum flokki, og við vorum ekkert stjórnlaus.“
Alþingi Tengdar fréttir Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07 Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00 Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00 Mest lesið Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Erlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Fleiri fréttir Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Sjá meira
Þingmenn hjóluðu í ráðherra vegna niðurskurðar á samgönguáætlun Fjöldi þingmanna, aðallega úr stjórnarandstöðunni, kvaddi sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag undir liðnum fundarstjórn forseta og gagnrýndu Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, harðlega vegna niðurskurðar sem gera þarf á samgönguáætlun í ár. 6. mars 2017 16:07
Þessir vegir lenda í tíu milljarða niðurskurði samgönguáætlunar Vegur um Teigsskóg, Dettifossvegur, hringvegurinn í Berufirði og ný brú á Hornafjarðarfljót eru meðal verkefna sem lenda undir hnífnum. 2. mars 2017 20:00
Mótmæli sveitunga munu engu breyta Samgönguráðherra segist skilja vel gremju fólks vegna niðurskurðar á samgönguáætlun. Um 200 íbúar í Berufjarðarbotni og nærsveitum lokuðu þjóðvegi 1 í tvær klukkustundir í gær með um 60 bílum. 6. mars 2017 06:00