Fær tískuinnblástur frá David Bowie, Grace Jones og Annie Lennox Guðný Hrönn skrifar 7. mars 2017 10:15 Svala var hvítklædd á laugardaginn. Mynd/Mummi Lú Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“ Eurovision Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Söngkonan Svala Björgvinsdóttir klæddist ansi eftirtektarverðu dressi í undanúrslitum Söngvakeppninnar á laugardaginn. Hún var í hvítri dragt og himinháum platformskóm. Þeir sem fengu tískuinnblástur frá Svölu eru í góðum málum því hvítar dragtir koma sterkar inn núna og úrvalið af þeim í verslunum landsins er nokkuð gott. „Jakkafötin eða smókingurinn sem ég var í er frá Calvin Klein, ég keypti hann í LA þar sem ég hef verið búsett í 8 ár. Toppurinn sem ég var í keypti ég í Spúútnik og allir hringarnir sem ég var með fékk ég hjá Sign á Íslandi sem ég held mikið upp á. Eyrnalokkarnir voru svo hannaðir af vinkonu minni í LA sem er þekktur skartgripahönnuður og heitir Melody Eshani,“ segir Svala sem fær tískuinnblástur frá m.a. Grace Jones, Annie Lennox og David Bowie. „Mér finnst svo flott að blanda saman karlmannlegu lúkki við kvenlegt lúkk og svo er ég smá gaur í mér,“ segir hún og hlær.Svala fær innblástur frá m.a. David Bowie og Grace Jones.Mynd/Mummi Lú„Það er mjög þægilegt að vera í jakkafötum þegar maður er að koma fram á sviði, mér líður líka alltaf mjög „powerful“ þegar ég fer í smóking.“ Skórnir sem Svala klæddist vöktu athygli enda um einstaka skó að ræða sem minna óneitanlega á tíunda áratuginn. „Strigaskórnir sem ég var í eru frá mjög vinsælu merki frá LA sem heitir YRU, svona skór hafa verið lengi í tísku þar og eru áberandi í tískublöðum og á tískusýningum. Ég elska þá og á þá í mörgum litum...þetta eru þægilegustu skór í heiminum!“ „Ásgeir og Begga hjá Hairbrush sáu svo um hár og förðun fyrir mig. Ég var undir áhrifum 90´s tískunnar þar og ég fékk innblástur frá Madonnu þegar hún var á Blonde Ambition túrnum sínum fræga.“ Svala segir líðan sína hverju sinni ráða ferðinni þegar kemur að klæðnaði. „Ég klæði mig alltaf eins og mér sýnist. Stundum enda ég í „crazy“ skrýtnum fötum en ég er líka ekki að klæða mig upp fyrir neinn annan en sjálfa mig. Ég lít ekki á tísku með neitt sérstaklega alvarlegum augum, tíska á að vera skemmtileg og mismunandi.“
Eurovision Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira