Mikill fjöldi þingmannafrumvarpa á Alþingi endurfluttur Heimir Már Pétursson skrifar 16. mars 2017 20:00 Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu. Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira
Aðeins hafa verið lögð fram tuttugu og fimm ný frumvörp á Alþingi frá því þing tók til starfa að loknum kosningum. Ríkisstjórnin hefur lagt fram tólf ný frumvörp og koma flest þeirra frá fjármálaráðuneytinu. Sérstakar umræður eru alla jafna ekki margar á Alþingi. Enda ráðherrar og þingmenn oftast uppteknir við að koma málum sínum í gegn. En það er kannski til marks um hvað fá mál liggja fyrir þinginu, að frá því þing kom saman eftir kosningar hafa 21 sérstök umræða farið fram. Þessa vikuna eru nefndardagar á Alþingi en mjög misjafnt er hversu mörg mál bíða afgreiðslu nefndanna og segja þingmenn margir nánast ekkert að gera í sumum þeirra vegna málafæðar. En skoðum fjölda þeirra frumvarpa sem liggja fyrir þinginu. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að þingmenn hafi verið mun duglegri að leggja fram frumvörp en ráðherrarnir. En samkvæmt málaskrá hafa þingmenn lagt fram 38 frumvörp á yfirstandandi þingi. Það segir þó ekki alla söguna því af þessum 38 þingmannafrumvörpum eru nánast öll eða 29 talsins, endurflutt óbreytt eða lítið breytt frá fyrri þingum. Eftir standa því níu þingmannafrumvörp sem lögð eru fram ný á þessu þingi. Að auki liggja fyrir þinginu fjögur frumvörp frá nefndum þingsins. Ef við skoðum stjórnarfrumvörpin eru þau 17 við fyrstu skoðun og hefur fjármálaráðherra lagt fram lang flest þeirra. En þegar stjórnarfrumvörp sem eru endurflutt frá fyrri þingum er dregin frá, hefur ríkisstjórnin lagt fram 12 ný frumvörp frá því hún tók við völdum. Af þeim eru sjö frá fjármálaráðherra, dómsmálaráðherra er með þrjú, samgönguráðherra með tvö og ráðherra ferðamála, iðnaðar og nýsköpunar hefur lagt fram eitt frumvarp eins og umhverfis- og auðlindaráðherra. Engin frumvörp hafa enn litið dagsins ljós frá sex ráðherrum. En það hefur auðvitað áhrif að ríkisstjórnin tók ekki við völdum fyrr en hinn 11. janúar.Hér fyrir neðan má sjá lista yfir þau frumvörp sem hafa verið lögð fram á árinu.
Alþingi Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Sjá meira