Ný Matrix-mynd sögð væntanleg Birgir Olgeirsson skrifar 15. mars 2017 10:14 Carrie-Anne Moss og Keanu Reeves í The Matrix. Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd. Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Kvikmyndaverið Warner Bros er sagt ætla að gera nýja Matrix-mynd, tæpum átján árum eftir að sú fyrsta kom út árið 1999. Í upprunalegu myndinni lék Keanu Reeves hetjuna Neo og voru Wachowski-systurnar leikstjórar myndarinnar en þau verða öll fjarri góðu gamni í þessari endurgerð, að því er fram kemur á vef Hollywood Reporter. Leikarinn Michael B. Jordan hefur verið orðaður við aðalhlutverk myndarinnar og Zack Penn sagður eiga að skrifa handritið.Mashable fjallar um endurgerðina en þar kemur fram að Warner Bros hafi ekki viljað tjá sig að svo stöddu um málið. Á vef Mashable kemur fram að Lana og Lilly Wachowski, sem leikstýrðu og skrifuðu handritið að Matrix-þríleiknum (The Matrix, The Matrix Reloaded og The Matrix Revolutions,) verða líkt og fyrr segir ekki með en Keanu Reeves hefur áður látið hafa eftir sér að hann myndi aðeins taka þátt í annarri Matrix-mynd ef þær yrðu með. Warner Bros. er hins vegar sagt vonast til þess að nýja verkefnið muni njóta blessunar Wachowski-systranna og að þær muni jafnvel vera kvikmyndaverinu innan handar þegar kemur að þróun þess. Matrix-þríleikurinn þénaði um 1,6 milljarða dala í miðasölu á heimsvísu.Á vef The Hollywood Reporter kemur fram að Warner Bros. horfi til þess sem Disney hefur gert með Stjörnustríðs-bálkinn, það er að víkja frá aðalsöguþræðinum og gera hliðarsögur líkt og Disney hefur gert með Rogue One og væntanlegri Han Solo-mynd.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Stjörnulífið: Drottningar á Bessastöðum Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Áttu sturlaða stund á Times Square Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið The Wire og Sopranos-leikari látinn Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Fleiri fréttir Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira