Urðu að aflýsa keppninni af því að hjólreiðafólkið fór að fjúka aftur á bak | Myndbönd Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. mars 2017 07:00 Það var ekkert grín fyrir keppendur í Cape Town City Cycle Tour að komast áfram með hjólin sín. Vísir/EPA Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Sjá meira
Það tókst ekki að krýna sigurvegara í heimsþekktri hjólreiðakeppni í Suður-Afríku um helgina og ástæðan var að keppendur voru hættir að komast eitthvað áfram vegna aðstæðnanna í Höfðaborg. Mótshaldarar tóku þá ákvörðun að flauta keppnina af þegar vindurinn var orðinn svo mikill að hjólreiðafólkið var hætt að komast áfram. Þeir hefðu kannski betur tekið þessa ákvörðun fyrr því án efa settu þeir keppendur í mikla hættu. Þetta var í fertugasta skiptið sem „Cape Town City Cycle Tour“ keppnin er haldin og mótshaldarar þrjóskuðust við að fresta keppninni þrátt fyrir slæma spá. „Cape Town City Cycle Tour“ er fjölmennasta einstaklingshjólreiðakeppni í heimi og það voru því margir erlendir hjólreiðakappar mættir til leiks í Höfðaborg. Alls ætluðu 35 þúsund hjólreiðakappar að taka þátt en aðeins 700 þeirra voru komnir af stað þegar ljóst var að keppnisaðstæðurnar voru orðnar stórhættulegar. Fyrstu menn voru ræstir hálf sjö um morguninn að staðartíma. Því var tekin sú ákvörðun að aflýsa keppninni og kannski sem betur fer. Forráðamenn „Cape Town City Cycle Tour“ keppninnar hafa í framhaldinu gefið það út að þeir eru núna alveg hættir við keppnina í ár og allir sem voru mættir til Höfðaborg komu því í fýluferð. Hjólreiðafólkið fær hvorki aðra keppni né þátttökugjöldin sín endurgreidd. Margir tóku upp vandræði hjólreiðamannanna og það leynir sér ekkert á þeim myndböndum, sem mörg hver má sjá hér fyrir neðan, að það var alvöru rok í Höfðaborginni þennan sunnudag. Watse wind? #capetowncycletour A post shared by ??? (@burgerstorm) on Mar 11, 2017 at 10:30pm PST
Aðrar íþróttir Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Körfubolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Afturelding - Vestri | Mikið undir hjá báðum liðum Hitti bolta sem var á 167 kílómetra hraða Bannað að sniffa ammóníak í leikjum Svakalegir ráshópar á fyrsta degi á Íslandsmótinu í golfi Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Evrópudeildarleikur Blika í beinni á Sýn Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Fótboltamaður drukknaði Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez NFL-stjarna dæmd fyrir þátt í hundaati Dagskráin: Besta deildin ræður ríkjum Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Patrick: Léttir að sjá boltann í netinu Lyon krækir í leikmann Liverpool Ómar Björn: Misreiknaði boltann Snéri til baka úr krabbameinsmeðferð og lokaði leiknum Eir og Ísold mæta á EM Markalaust í baráttunni um brúna Sjá meira