Fulltrúi Rússa má taka þátt í Eurovision í gegnum gervihnött Birgir Olgeirsson skrifar 23. mars 2017 17:25 Julia Samoilova, fulltrúi Rússa í Eurovision í ár. Vísir/EPA Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði. Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Fulltrúi Rússa í Eurovision má taka þátt í keppninni í ár með því að syngja frá Rússlandi í beinni útsendingu og verður þá flutningur hennar sjónvarpaður í höllinni í Kænugarði í gegnum gervihnött. Keppandinn er söngkonan Julia Samoilova sem hefur verið bannað að koma til Úkraínu, þar sem keppnin mun fara fram í Kænugarði dagana 9. til 13. maí næstkomandi. Yfirvöld í Úkraínu höfðu gefið út að Samoilova væri á bannlista fyrir að hafa komið fram á tónleikum á Krímskaga í fyrra, en miklar deilur hafa verið á milli Rússa og Úkraínumanna eftir að Rússar réðust inn á Krímskaga fyrir þremur árum og tóku hann fyir. Því lá fyrir að Samoilova myndi ekki keppa í Eurovision í ár en samtök evrópskra sjónvarpsstöðva, EBU, hefur sent frá sér tilkynningu vegna málsins þar sem ítrekað er að keppnin verði að vera laus við alla pólitík.Hefur verið lögð sáttatillaga af hálfu EBU þess efnis að Samoilova fái að taka þátt, en ekki í Úkraínu, heldur þannig að hún syngi á svið í Rússlandi og flutningur hennar verði þannig sýndur í Kænugarði í gegnum gervihnattaútsendingu. Yrði það í fyrsta skiptið í sextíu ára sögu Eurovision sem það yrði gert. Samoilova verður í seinni undanriðli Eurovision, fimmtudagskvöldið 11. maí, en fari svo að hún komist í úrslitin verður sama fyrirkomulag á flutningi hennar laugardaginn 13. maí. Rússar höfðu biðlað til yfirvalda í Úkraínu að endurskoða ákvörðun sína um að meina Samoilova frá því að koma til Úkraínu. Jon Ola Sand, framkvæmdastjóri EBU, segir samtök evrópskra sjónvarpsstöðva í viðræðum við úkraínsk yfirvöld með það í huga að allir keppendur fái að flytja lög sín í Kænugarði.
Eurovision Tengdar fréttir Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32 Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00 Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20 Mest lesið Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Lífið O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Lífið Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga Lífið Fékk sterkari bein án lyfja Lífið samstarf „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ Lífið Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Lífið Baywatch aftur á skjáinn Bíó og sjónvarp Íslenski hönnuðurinn sem Dorrit dýrkar Tíska og hönnun Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Lífið Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lífið Fleiri fréttir O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Björk neitar Ísraelum um tónlist sína Enginn að rífast í partýi á Prikinu Hljóp undir fölsku nafni Úrslitaspurningin var um húðflúr aðalleikarans í Breaking Bad „Það jafnast enginn á við þig“ Hágrét þegar hún sagði mömmu að hún tæki ekki við búðinni Stjörnulífið: Dætur Jóns Ásgeirs og Geirs H. Haarde giftu sig Lítill rappari á leiðinni Ljúffengar uppskriftir undir tuttugu mínútum Fátt skemmtilegra en að klappa Einari á afturendann á almannafæri Haustlestur: Gotneskur drungi, magnaður sannleikur og boltarnir hans Trump Í fullkomnu starfi sem listrænn skipulagspési Krakkatían: Lína Langsokkur, Vegbúi og Afríka Hamingjustund þjóðarinnar í beinni útsendingu Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Bakaríið í beinni útsendingu „Vökvagjöfin er ekki bara eitthvað sem ég trúi á“ Fréttatía vikunnar: Heimsmet, fúkyrði og brjóstahaldari Í leyfi frá skjánum til að styðja eiginmanninn í veikindum Ágústa Eva slær sér upp með KR-ingi Sjá meira
Eurovision: Úkraínumenn banna þátttöku rússnesku söngkonunnar Ástæðan er sögð að Julia Samoilova hafi komið fram á Krímskaga árið 2015, en Rússland innlimaði skagann ári fyrr. 22. mars 2017 13:32
Ágreiningur í uppsiglingu vegna framlags Rússa í Eurovision Flytjandinn hefur viðurkennt að hafa sungið á Krímskaga eftir að Rússar innlimuðu landsvæðið árið 2014. 13. mars 2017 16:00
Yfirlýsing EBU: Ákvörðun úkraínskra yfirvalda mikil vonbrigði Í yfirlýsingu frá EBU segir að nauðsynlegt sé að virða lög og reglur þess ríkis sem hýsir keppnina hverju sinni. 22. mars 2017 15:20