Sendiherrar Sýrlands og Ísrael skiptast á skotum Samúel Karl Ólason skrifar 20. mars 2017 11:27 Ísraelar segja herþotum sínum aldrei hafa verið ógnað af eldflaugunum sem skotið var á eftir þeim. Vísir/AFP Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi. Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira
Sendiherrar Sýrlands og Ísrael til Sameinuðu þjóðanna hafa skipst á skotum í dag vegna loftárásar Ísraela í Sýrlandi á föstudaginn. Sýrlendingar skutu eldflaugum á eftir orrustuþotunum sem gerðu árásirnar. Sendiherra Sýrlands sakaði Ísrael um „hryðjuverk“ og segir Rússa hafa tilkynnt Ísrael að aðgerðum þeirra í Sýrlandi væri lokið. Sendiherra Ísrael segir það „hámark hræsninnar“ að sendiherra ríkisstjórnar sem „slátri eigin fólki“ hafi sakað Ísrael um hryðjuverk. „Ísrael mun halda áfram að verja borgara sína gegn öllum tilraunum til að vinna þeim mein,“ sagði Danny Danon. Ísraelskar orrustuþotur gerðu loftárásir á bílalest nærri Palmyra í Sýrlandi á föstudaginn. Þeir segja bílalestina hafa borið vopn frá Íran sem ætluð voru Hezbollah samtökunum. Ísraelar hafa gert þó nokkrar slíkar árásir á undanförnum árum og segjast ætla að halda því áfram, til að koma í veg fyrir að Hezbollah verði sér út um háþróuð vopn. Sýrlendingar brugðust við með því að skjóta þremur eldflaugum að orrustuþotunum. Ein af þeim eldflaugum var skotin niður af eldflaugavarnarkerfi Ísrael, sem kallast Arrow, yfir Jórdaníu. Hinar tvær lentu í Ísrael, án þess að valda tjóni. Skömmu seinna var háttsettur meðlimur Hezbollah felldur í drónaárás Ísrael í Gólanhæðunum.Gegn auknum umsvifum ÍranSamkvæmt Times of Israel hafa hernaðaryfirvöld þar í landi lengi varað við því að Íran og Hezbollah séu mögulega að reyna að koma upp herstöð í Gólanhæðunum til mögulegs undirbúnings fyrir árás á Ísrael. Nú í síðustu viku fór Benjamin Netanyahu til Moskvu og bað Vladimir Putin, forseta Rússlands, um að ganga úr skugga að Íran myndi ekki ná fótfestu á svæðinu. Varnarmálaráðherra Ísrael, Avigdo Liberman, var myrkur í máli í útvarpsviðtali í gær. Þar sagði hann að næst þegar stjórnarher Sýrlands skjóti eldflaugum að ísraelskum orrustuþotum verði loftvörnunum sem um ræðir „eytt án minnsta hiks“. Enn fremur sagði hann að ef ríkisstjórn Bashar al-Assad ætlaðist til þess að árásunum að hætta myndu þeir koma í veg fyrir vopnasendingar til Hezbollah í Sýrlandi.
Mið-Austurlönd Sýrland Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Sjá meira