Ætla þeir virkilega að fara að leyfa fólki að mæta með byssur á leiki? Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. mars 2017 15:45 Vísir/Samsett/Getty Arkansas-fylki í Bandaríkjunum ætlar að ganga lengra með nýrri byssulöggjöf en þekkist á flestum stöðum í vestrænum heimi. Þeir eru hinsvegar að fara í þveröfuga átt en flestir eiga von á 21. öldinni. Árið er 2017 en stjórnmálamenn í Arkansas eru ekki að takmarka rétt fólks á að bera skotvopn heldur þvert á móti. Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas, skrifaði undir nýju skotvopnalögin 22. mars síðastliðinn en þau gefa fólki leyfi að bera skotvopn innan klæða á landi í eigu almennings. Sporting News segir frá. Þar með taldir eru íþróttaleikvangar eins og sá hjá fótboltaliðið Arkansas-háskólans. Fólkið þarf þó að sækja um sérstakt leyfi sem krefst þess að viðkomandi byssueignandi gangi í gegnum átta tíma námskeið í umsjón fylkislögreglunnar. Þingið í Arkansas lagði reyndar fram breytingartillögu um að íþróttaleikvangar yrði undanskildir frá umræddum stöðum þar sem byssueignendur geti borið skotvopn innan klæða. Ríkisstjórnin í Arkansas hefur ekki ennþá samþykkt þá breytingu. Greg Sankey, yfirmaður SEC deildarinnar, hefur miklar áhyggjur af nýju skotvopnalögunum og hann sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á yfirvöld í Arkansas að sjá þess að byssulöggjöfin nái ekki yfir íþróttaleikvanga. Það er ljóst að öryggi margra væri ógnað ef fjöldi fólks kæmi með byssur inn á íþróttakappleiki í Arkansas. Arkansas háskólinn er í Fayetteville og Donald W. Reynolds Razorback Stadium tekur 72 þúsund manns. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að slíkt leyfi til að bera byssur á íþróttakappleikjun gangi hreinlega upp og því er ekkert skrýtið þótt margir bandarískir fjölmiðlamenn veki athygli á stöðu mála á þingi Arkansas-fylkis. Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira
Arkansas-fylki í Bandaríkjunum ætlar að ganga lengra með nýrri byssulöggjöf en þekkist á flestum stöðum í vestrænum heimi. Þeir eru hinsvegar að fara í þveröfuga átt en flestir eiga von á 21. öldinni. Árið er 2017 en stjórnmálamenn í Arkansas eru ekki að takmarka rétt fólks á að bera skotvopn heldur þvert á móti. Asa Hutchinson, ríkisstjóri í Arkansas, skrifaði undir nýju skotvopnalögin 22. mars síðastliðinn en þau gefa fólki leyfi að bera skotvopn innan klæða á landi í eigu almennings. Sporting News segir frá. Þar með taldir eru íþróttaleikvangar eins og sá hjá fótboltaliðið Arkansas-háskólans. Fólkið þarf þó að sækja um sérstakt leyfi sem krefst þess að viðkomandi byssueignandi gangi í gegnum átta tíma námskeið í umsjón fylkislögreglunnar. Þingið í Arkansas lagði reyndar fram breytingartillögu um að íþróttaleikvangar yrði undanskildir frá umræddum stöðum þar sem byssueignendur geti borið skotvopn innan klæða. Ríkisstjórnin í Arkansas hefur ekki ennþá samþykkt þá breytingu. Greg Sankey, yfirmaður SEC deildarinnar, hefur miklar áhyggjur af nýju skotvopnalögunum og hann sendi meðal annars frá sér yfirlýsingu þar sem hann skorar á yfirvöld í Arkansas að sjá þess að byssulöggjöfin nái ekki yfir íþróttaleikvanga. Það er ljóst að öryggi margra væri ógnað ef fjöldi fólks kæmi með byssur inn á íþróttakappleiki í Arkansas. Arkansas háskólinn er í Fayetteville og Donald W. Reynolds Razorback Stadium tekur 72 þúsund manns. Það er líka erfitt að sjá fyrir sér að slíkt leyfi til að bera byssur á íþróttakappleikjun gangi hreinlega upp og því er ekkert skrýtið þótt margir bandarískir fjölmiðlamenn veki athygli á stöðu mála á þingi Arkansas-fylkis.
Aðrar íþróttir Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Fótbolti Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Fótbolti Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Enski boltinn Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Sport Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Fleiri fréttir Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sjáðu sigurmark Liverpool á móti Real Madrid og mörkin hjá Arsenal í Prag „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Kristófer Acox kallar sig glæpamann Ógnaði leikmanni Tottenham með byssu út á götu Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Þurfti að kaupa nýjan iPhone fyrir alla í liðinu Dagskráin í dag: Meistaradeildin heldur áfram Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Sjá meira