Umfjöllun og myndir: KR - Keflavík 90-71 | Keflvíkingar lítil fyrirstaða fyrir meistarana Kristinn G. Friðriksson í DHL-höllinni skrifar 30. mars 2017 20:45 Darri Hilmarsson brýst í gegnum vörn Keflavíkur. vísir/ernir KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
KR og Keflavík áttust við í fjögurra liða úrslitum Domino‘s deildar karla í kvöld í Vesturbænum. Þetta var fyrsti leikur liðanna en það lið sem vinnur þrjá leiki kemst í sjálfa úrslitarimmuna um titilinn eftirsótta.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Valshöllinni og tók meðfylgjandi myndir. KR átti í litlum erfiðleikum með lélega Keflvíkinga í kvöld og sigruðu örugglega 90-71 eftir að hafa leitt 46-41 í hálfleik. Fyrri hálfleikurinn var nokkuð jafn þó KR hafi verið með ákveðna yfirburði. Keflvíkingar náðu að halda sér inní leiknum á stoltinu en alveg ljóst að munurinn í hálfleik hefði auðveldlega geta verið meiri. Í seinni hálfleik kafsilgdu svo KR Keflavík; frábær varnarleikur liðsins hélt gestunum í járnum og skoraði Keflavík aðeins 14 stig í hlutanum. Það má segja að lokafjórðungurinn hafi aðeins verið formsatriði að spila, slíkur var munurinn á liðunum. Staðan 71-55 og engin merki um að gestirnir gætu brúað þennan mun. KR sleppti tökunum í nokkrar mínútur en svo herti liðið aftur tökin og slökkti mjög afgerandi á vonum Suðurnesjamanna. Þetta var leikur kattarins að músinni og ljóst að róðurinn verður sérlega erfiður fyrir Keflavík í þessari seríu. Hjá Keflavík var Amin Stevens bestur en langt frá því eins afgerandi og hans er von og vísa. Reggie Dupree átti spretti en aðrir langt frá sínu besta og liðsheildin ljósárum frá sínu besta. Hjá KR voru allir í sparifötunum; liðsheildin frábær og allir byrjunarliðsmenn liðsins góðir. Sigurður Þorvaldsson kom gríðarlega sterkur af bekknum, sem og Þórir Þorbjarnarson. Frábær liðsigur hjá frábæru liði. Nánar verður fjallað um leikinn síðar í kvöld.KR-Keflavík 90-71 (24-21, 22-20, 25-14, 19-16)KR: Darri Hilmarsson 18/8 fráköst, Brynjar Þór Björnsson 15/4 fráköst, Þórir Guðmundur Þorbjarnarson 14/9 fráköst, Philip Alawoya 11/4 fráköst, Sigurður Á. Þorvaldsson 11, Jón Arnór Stefánsson 10/5 stoðsendingar, Pavel Ermolinskij 4/6 fráköst/8 stoðsendingar, Snorri Hrafnkelsson 4, Vilhjálmur Kári Jensson 3.Keflavík: Amin Khalil Stevens 25/24 fráköst, Reggie Dupree 14/5 fráköst, Magnús Már Traustason 8, Hörður Axel Vilhjálmsson 8/5 stoðsendingar, Guðmundur Jónsson 8, Ágúst Orrason 6, Davíð Páll Hermannsson 2.vísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernirvísir/ernir
Dominos-deild karla Mest lesið Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur Handbolti Félagið neitar að borga svo Amorim opnar veskið Enski boltinn Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn Sonur Ronaldo spilaði fyrsta landsleikinn fyrir Portúgal Fótbolti Awoniyi sofandi á gjörgæslu og gengst undir aðra aðgerð í dag Enski boltinn Sunderland sló áhorfendamet á leiðinni í úrslitaleikinn Enski boltinn Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Körfubolti Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Körfubolti Dagskráin í dag: Úrslitaeinvígið og Benóný Breki Sport Fleiri fréttir Slógu toppliðið út og komust í austur úrslitin annað árið í röð Myndaveisla: Haukar Íslandsmeistarar eftir ótrúlegan oddaleik „Að lokum var það betra liðið sem vann“ „Við ætluðum ekki að tapa þremur leikjum í röð“ Tatum með slitna hásin Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 92-91 | Haukar Íslandsmeistarar 2025 Sjáðu stemmningsmyndbandið fyrir oddaleikinn „Mætum óttalaus“ Settu nýtt met í heppni og fá velja fyrstir Meistararnir á bjargbrún og langri bið Knicks að ljúka Þriggja ára reglan heyrir sögunni til Steinar Kaldal: Ótrúleg tilfinning Hinn skapheiti Agravanis missir af næsta leik úrslitaeinvígisins Uppgjörið: Ármann - Hamar 91-85 | Ármann leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Lögmálið: „Er eitthvað að því að Randle sé búinn að vera betri en Ant?“ Indiana tók Cleveland í bakaríið „Pabbi og mamma Milka, Hesseldal, Basile og Dinkins hljóta að koma sterk inn í haust“ Hermann Hauks um hegðun Agravanis: Lið í Evrópu vilja hann ekki út af þessu „Gerðum hlutina rétt í þessum leik“ Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 103-74 | Andlegt gjaldþrot gestanna í stjörnuleik Ægis KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn „Stoltið sem fylgir því að verja sinn heimavöll verður að vera til staðar“ „Við ætluðum bara ekki að tapa“ Úlfarnir búnir að snúa einvíginu sér í vil Meistararnir á lífi eftir stórsigur í New York „Persónulega fannst mér þær byrja að fagna of snemma“ Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni „Mikilvægt að okkar uppöldu KR-ingar spili með félaginu“ Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjá meira
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn
Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Íslenski boltinn