Rósir í hnappagat jafnaðarmanna Guðjón S. Brjánsson skrifar 30. mars 2017 07:00 Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón S. Brjánsson Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Halldór 13.12.2025 Halldór Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu var efnt til sérstakrar umræðu á Alþingi um fríverslunarsamninga, mikilvægi þeirra og þróun á seinni árum. Málshefjandinn, Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dásamaði frelsi í viðskiptum og taldi að stjórnvöld yrðu ætíð að vera opin fyrir nýjum tækifærum. Undir þetta tók í öllum atriðum flokksbróðir hans, Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra. Íslendingar hafa lifað misjafna tíma í viðskiptum sínum við önnur lönd. Á fyrri öldum supum við ýmsa fjöruna við aðstæður sem hnípin þjóð réð ekki við. Öldin er nú önnur, enn erum við þó í nokkrum fjötrum þar sem ríkja hindranir í framleiðslu og opnum viðskiptaháttum innanlands og valda því að neytendur njóta ekki bestu mögulegu kjara. Það hefði líklega verið nærtækara fyrir málshefjanda, Óla Björn Kárason, að gera að umtalsefni og tala fyrir fríverslun hér heima í stað þess að leggjast á árarnar með þeim sem verja með kjafti og klóm áratuga sérhagsmunavörslu Sjálfstæðisflokksins, til dæmis í landbúnaðarmálum þar sem bæði bændur og neytendur þola órétt. Á þeim bænum ríkir forpokuð stefna og jafnvel umræðubann um tiltekin frelsisákvæði í samskiptum við aðrar Evrópuþjóðir. Sú ráðstjórnarhefð hefur leitt til þess að hluti flokksmanna er nú á vergangi í tilvistarkreppu í öðru og nýju flokksbroti.Bylting Enginn stjórnmálaflokkur hefur staðið fyrir annarri eins byltingu í viðskiptum og fríverslun við önnur lönd og Alþýðuflokkurinn, forveri Samfylkingarinnar, og stuðlað með því að stórkostlega bættum hag almennings. Stærstu skrefin voru stigin með haftalosun Viðreisnarstjórnarinnar og aðild að EFTA árið 1971 undir forystu Gylfa Þ. Gíslasonar, þáverandi mennta- og viðskiptamálaráðherra. Annað risaverkefni sem jafnaðarmenn áttu frumkvæði að og leiddu í milliríkjaviðskiptum var EES-samningurinn sem gekk í gildi árið 1994 eftir mikla baráttu Jóns Baldvins Hannibalssonar, þáverandi utanríkisráðherra. Fríverslunarsamtök Evrópu og EES-samningurinn eru helstu grunnstoðir utanríkisverslunar Íslendinga. Með aðildinni að EES njóta landsmenn að langmestu leyti sömu viðskiptakjara og meirihluti annarra Evrópuríkja með um 500 milljóna manna markað. Gæta þarf að hagsmunum okkar til lengri framtíðar og vinna í anda þeirrar stefnu sem Samfylkingin markaði um gerð fríverslunarsamninga við fleiri lönd, t.d. fríverslunarsamninginn við Kína sem Össur Skarphéðinsson, þáverandi utanríkisráðherra, leiddi til lykta. Full þátttaka í sameiginlegum markaði Evrópuríkja er lykill að enn betri kjörum neytenda, til að halda framsæknum fyrirtækjum í landinu, fjölga störfum og skapa sóknarfæri fyrir íslenska frumkvöðla og skapandi greinar. Aðild að ESB og virk þátttaka fæli í sér mikil sóknarfæri á sviði fullvinnslu sem gæti líka fjölgað störfum og skapað mikil verðmæti í sjávarbyggðum. Tollfrelsi myndi einnig skapa mikla möguleika fyrir útflutning á landbúnaðarafurðum og styrkja greinar eins og sauðfjárrækt og aðra landbúnaðarframleiðslu. Í baráttumálum jafnaðarmanna er fólgið hreyfiafl til framfara. Þannig hefur það verið og baráttumál jafnaðarmanna verða áfram þau að gæta hagsmuna fyrir venjulegt fólk, auka jöfnuð og bæta hag almennra borgara. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun