Finnur: Eins gott að menn mæti með blóðbragð í munni og berjist Kristinn Páll Teitsson skrifar 7. apríl 2017 22:30 Finnur með KR. „Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“ Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
„Við náðum að kreista fram þennan sigur og verja heimavöllinn þrátt fyrir mikinn doða yfir liðinu í fyrri hálfleik, ég er gríðarlega stotur af strákunum að ná að lenda þessu,“ sagði Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, sigurreyfur að leikslokum eftir 91-88 sigur gegn Keflavík í kvöld. Finnur var ósáttur með fyrsta leikhlutann en KR-ingar voru einnig slakir í seinasta leikhlutanum gegn Keflavík. Sjá einnig: Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti „Undir lokin í Keflavík vorum við ekki að setja niður skotin og slakir sóknarlega en við byrjum flatir varnarlega í dag. Við vorum seinir að skipta mönnum og hættum að spila okkar leik og þeir eru með skyttur sem refsa,“ sagði Finnur og hélt áfram: „Við vorum of langt frá mönnunum og lengi að bregðast við aðgerðum þeirra, þegar orkan kom í seinni hálfleik var allt annað að sjá til okkar. Þegar við fórum að þröngva þeim í erfiðari skot þá var annar bragur á okkur og sóknin kom með því.“ Finnur hrósaði Jóni Arnóri Stefánssyni eftir leikinn en hann tók yfir í leiknum í seinni hálfleik. „Hann var lengi af stað en maður finnur á honum að stemmingin kveikir í honum og hann var frábær í dag. Síðasta karfan hans sem kemur okkur þremur stigum yfir reyndist risastór að lokum.“ Finnur sendi sínum mönnum beinskeytt skilaboð um að það væri eins gott að menn myndu mæta til leiks í Keflavík. „Undanfarin tvö ár höfum við verið í þessari stöðu með 2-1 forskot á leiðinni í útileik gegn Njarðvík og farið inn í leikinn eins og algjörir hálfvitar og látið andstæðingana pakka okkur saman. Ég neita því að þetta gerist þriðja árið í röð og ætlast til þess að menn komi með blóðbragð í munni og brjálaðir til leiks,“ sagði Finnur sem sagði það alltaf erfitt að vinna í Keflavík. „Við verðum samt að sjá til hvort það dugi til sigurs því að sækja sigur til Keflavíkur er langt frá því að vera auðvelt. Við þurfum bara að passa að við mætum sjálfir með hausinn rétt stilltann til leiks og hjartað á réttan stað.“
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45 Mest lesið Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Patrick sleit hásin og verður frá út tímabilið Íslenski boltinn „Lið úr bæ þar sem eru fleiri fiskar og kindur en fólk“ Íslenski boltinn Gat ekki skammað frænda því hann þurfti að fara upp á spítala Handbolti „Greenwood fékk annað tækifæri en ekki sonur minn“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Vestri 0-1 | Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn Íslenski boltinn „Það er æfing á morgun“ Íslenski boltinn Potter niðurlútur: „Ekki margt jákvætt“ Enski boltinn Aurier í bann vegna lifrarbólgu Fótbolti „Flottasta mark sem ég hef skorað á ferlinum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Umfjöllun: KR - Keflavík 91-88 | Spennutryllir er KR náði 2-1 forskoti KR er komið með 2-1 forskot í undanúrslitum Dominos-deildar karla eftir nauman 91-88 sigur á Keflavík spennutrylli í DHL-Höllinni í kvöld. 7. apríl 2017 22:45