Trump íhugar hernaðaraðgerðir gegn al-Assad Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. apríl 2017 00:15 Árásinni hefur verið mótmælt víða um heim. Nordicphotos/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur upplýst nokkra þingmenn Repúblikana í fulltrúadeildinni um að hann íhugi nú hernaðaraðgerðir í Sýrlandi. Að sögn CNN er ástæðan sú að Trump telur þörf á að svara árásinni á bæinn Khan Sheikhoun sem gerð var í vikunni. Fjölmiðlar um allan heim hafa greint frá því að saríngasi hafi verið varpað á bæinn úr lofti. Notkun efnavopna er stríðsglæpur. Samtök á borð við Syrian Observatory for Human Rights sem og íbúar bæjarins telja að sýrlenski herinn hafi verið þar að verki en ríkisstjórn Sýrlands neitar því. Æ greinilegra verður að saríngasi hafi verið beitt. Í gær sögðust starfsmenn Lækna án landamæra hafa meðhöndlað átta fórnarlömb árásarinnar og hefðu einkenni þeirra samræmst einkennum saríngaseitrunar. Heimildarmaður CNN sagði Trump ekki hafa gert upp hug sinn. Hann reiði sig á dómgreind varnarmálaráðherrans James Mattis. Þá greindi CNN frá því að heimildarmenn innan varnarmálaráðuneytisins segðu að áætlanir um að ráðast á efnavopnabúr og framleiðslustöðvar Sýrlandshers væru til og að búið sé að kynna ríkisstjórn Trumps áætlanirnar. Varaforseti Bandaríkjanna, Mike Pence, útilokar ekki hernaðaraðgerðir. „Allir möguleikar eru uppi á borðinu,“ sagði Pence í gær við Fox News. Hann sagði tíma til kominn að Sýrlendingar stæðu við orð sín um að eyða efnavopnabúri sínu líkt og þeir höfðu lofað.Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, segir allt koma til greina.vísir/EPABandaríkin fordæma allar hryllilegar árásirTrump fundaði sjálfur með Abdúlla, konungi Jórdaníu, í Hvíta húsinu. Eftir fundinn var hann berorður. „Efnavopnaárásin í Sýrlandi var hryllileg. Hún beindist gegn saklausu fólki. Meðal annars konum, ungum börnum og meira að segja fallegum ungbörnum, dauði þeirra var lítilsvirðing við mannkynið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump að aðgerðir Bashars al-Assad Sýrlandsforseta væri ekki hægt að umbera. „Bandaríkin standa með bandamönnum sínum víða um heim og fordæma þessa hryllilegu árás sem og allar hryllilegar árásir svo því sé haldið til haga,“ sagði Trump.Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, íhugar hernaðaraðgerðir.Nordicphotos/AFPSýrlendingar setja rannsakendum skilyrði Walid Muallem, utanríkisráðherra Sýrlands, setti í gær fram ákveðin skilyrði fyrir hugsanlegri rannsókn Sameinuðu þjóðanna á árásinni í Khan Sheikhoun. Í viðtali við BBC sagði Muallem að rannsóknin þyrfti að vera ópólitísk, mörg ríki þyrftu að koma að henni og hún þyrfti að hefjast í höfuðborginni Damaskus. Þá neitaði hann því að Sýrlendingar hefðu nú eða nokkurn tímann notað efnavopn. Ríkisstjórnin myndi nú hugsa málið í samstarfi við bandamenn sína í Rússlandi um hvort þeir muni samþykkja að öryggisráð Sameinuðu þjóðanna fari fram á slíka rannsókn. Á blaðamannafundi sakaði Muallem uppreisnarmenn sem voru ekki aðilar að vopnahléssamningum um að geyma efnavopn sín í íbúðahverfum.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Sjá meira