Þrír hluthafanna vilja skoða virkan eignarhlut í Arion Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 3. apríl 2017 18:42 Hæfi hluthafanna hefur ekki verið metið af FME, þar sem enginn þeirra fer með virkan eignarhlut í bankanum. vísir/eyþór Þrír hinna nýju hluthafa í Arion banka hafa upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt verði að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Hafinn er undirbúningur innan FME að slíku mati en meðal annars hefur verið komið á tengslum við eftirlitsstjórnvöld í nokkrum erlendum ríkjum, þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa starfsleyfi eða verið metnir hæfir sem virkir eigendur. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um sölu á 29,2 prósenta hlut í Arion banka. Hluthafarnir sem kunna að auka við hlut sinn eru TCA New Sidecar III s.a.r.l, Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent.Ekki hægt að svara um orðspor kaupenda Í ljósi þess að enginn þeirra sem keyptu í Arion er með virkan eignarhlut hefur ekki farið fram mat af hálfu Fjármálaeftirlitsins á hæfi þeirra. Þar af leiðandi segist stofnunin ekki geta svarað til um hvort orðspor einhverra þessara kaupenda sé með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka. Spurningar fjármálaráðherra voru eftirfarandi, en hægt er að sjá svörin með því að smella hér. 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?4. Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi?6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka? Tengdar fréttir Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Þrír hinna nýju hluthafa í Arion banka hafa upplýst Fjármálaeftirlitið um að þeir séu að undirbúa tilkynningu og upplýsingagjöf til stofnunarinnar svo unnt verði að leggja mat á hæfi þeirra til að fara með virkan eignarhlut í bankanum. Hafinn er undirbúningur innan FME að slíku mati en meðal annars hefur verið komið á tengslum við eftirlitsstjórnvöld í nokkrum erlendum ríkjum, þar sem hlutaðeigandi aðilar hafa starfsleyfi eða verið metnir hæfir sem virkir eigendur. Þetta kemur fram í svari Fjármálaeftirlitsins við fyrirspurn Benedikts Jóhannessonar fjármálaráðherra um sölu á 29,2 prósenta hlut í Arion banka. Hluthafarnir sem kunna að auka við hlut sinn eru TCA New Sidecar III s.a.r.l, Trinity Investments DAC og Sculptor Investments s.a.r.l. Enginn hluturinn er meiri en 9,99 prósent, en til að teljast virkur eignarhlutur þarf hann að vera 10 prósent.Ekki hægt að svara um orðspor kaupenda Í ljósi þess að enginn þeirra sem keyptu í Arion er með virkan eignarhlut hefur ekki farið fram mat af hálfu Fjármálaeftirlitsins á hæfi þeirra. Þar af leiðandi segist stofnunin ekki geta svarað til um hvort orðspor einhverra þessara kaupenda sé með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka. Spurningar fjármálaráðherra voru eftirfarandi, en hægt er að sjá svörin með því að smella hér. 1. Hvers eðlis eru þau fyrirtæki eða sjóðir sem keypt hafa hlut í Arion banka núna?2. Voru þessi fyrirtæki eða sjóðir öll kröfuhafar í þrotabú Kaupþings?3. Hvaða samninga hafa fyrirtækin gert um frekari kaup á hlutabréfum í Arion banka?4. Var gætt að armslengdarsjónarmiðum við samninga þessara aðila við þrotabúið?5. Eru uppi áform um að skrá hlutabréf í Arion banka á markaði? Ef svo er, hvenær og hvar? Hafa þessi fyrirtæki sem nú hafa keypt hlutabréf í Arion banka komið að þeim undirbúningi?6. Voru stofnuð sérstök fyrirtæki eða sjóðir til þess að halda utan um kaupin á hlutabréfunum í Arion banka? Ef svo er, hvaða skýringar eru á því?7. Hafa einhver þessara fyrirtækja eða sjóða kynnt Fjármálaeftirlitinu áform um frekari fjárfestingar í Arion banka? Ef svo er þá hver og hvenær?8. Hafa þessi fyrirtæki eða sjóðir haft með sér formlegt samstarf við kaupin? Ef svo er, er þá ekki ástæða til þess að skoða þau formlega sem eiganda virks eignarhlutar?9. Séu fyrirtækin eða sjóðirnir einnig kröfuhafar í þrotabú Kaupþings er ljóst að beint og óbeint eignarhald a.m.k. tveggja fyrirtækja er komið yfir 10%. Hefur Fjármálaeftirlitið litið til þessa við mat á fyrirtækjunum sem eigendum virkra eignarhluta?10. Hafa fyrirtækin eða sjóðirnir látið Fjármálaeftirlitinu í té upplýsingar um stærstu hluthafa eða eigendur í sjóðunum?11. Er orðspor einhvers eða einhverra þessara kaupenda með einhverjum hætti líklegt til þess að skaða orðspor Arion banka?
Tengdar fréttir Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45 Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50 Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Kaup vogunarsjóða á Arion munu reyna á Fjármálaeftirlitið að mati AGS Sýna þarf þolinmæði við einkavæðingu bankanna og gæði nýrra eigenda ættu að hafa forgang umfram hraða viðskiptanna eða verð að mati sendinefndar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. 28. mars 2017 15:45
Bjarni Ben segir að Reykjavík þurfi að "gyrða sig í brók“ Bjarni Benediktsson forsætisráðherra fór vítt yfir svið efnahagsmála á ársfundi Seðlabankans og fjallaði meðal annars um húsnæðisvandann. Hann benti á að íbúum Reykjavíkur hefði fjölgað miklu hægar en íbúum í nærliggjandi sveitarfélögum og sagði að Reykjavíkurborg þyrfti að "gyrða sig í brók.“ 30. mars 2017 18:50
Fjármálaráðherra vill vita hver leynist á bakvið „lunda“ Arion banka Fjármálaráðherra vill að einkavæðing annarra banka en Búnaðarbankans verði rannsökuð til hlýtar. 30. mars 2017 18:30