Ekki fara á 80. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 06:30 Kemur Barcelona aftur til baka úr ómögulegri stöðu? vísir/getty Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira