Sjá til hvað Ólafur hafi fram að færa sem hann hafi ekki tjáð rannsóknarnefndinni Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. apríl 2017 15:51 Jón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengndum sölu Búnaðarbankans Vísir/Anton/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“ Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis tekur ákvörðun um það eftir páska hvort Ólafur Ólafsson fjárfestir fær fund með nefndinni til að tjá sig um einkavæðingu Búnaðarbankans sem gerð var fyrir tæpum 15 árum, en Ólafur óskaði eftir slíkum fundi í gær. Í síðasta mánuði kom út skýrsla rannsóknarnefndar Alþingis um aðkomu þýska banka Hauck & Aufhäuser að sölu Búnaðarbankans. Var það niðurstaða nefndarinnar að stjórnvöld, almenningur og fjölmiðlar hafi verið blekkt þar sem þýski bankinn hafi í raun aldrei verið raunverulegur kaupandi að hlutum í Búnaðarbankanum. Var það jafnframt niðurstaða nefndarinnar að Ólafur Ólafsson hafi stýrt fléttunni um að komu Hauck & Aufhäuser frá A til Ö. Í yfirlýsingu sem Ólafur sendi frá sér í gær segir að ann hafi farið yfir öll aðgengileg gögn er tengjast málinu síðan skýrslan kom út. Hann telji mikilvægt að kasta ljósi á nýjar upplýsingar sem hann hafði ekki fengið aðgang að áður.Sjá einnig: Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sigJón Steindór Valdimarsson, fyrsti varaformaður Stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, og þingmaður Viðreisnar, er framsögumaður nefndarinnar og leiðir afgreiðslu á málum tengdum sölu Búnaðarbankans. Jón segir að málið verði tekið fyrir eftir páskafrí þingmanna. „Við auðvitað skoðum þessa beiðni eins og allar aðrar sem okkur berast. Ólafur var nú tregur til að ræða við rannsóknarnefndina sjálfa þannig að það eru einhver sinnaskipti í loftinu. Við skulum sjá hvað þau þýða,“ segir Jón Steindór. „Ef að hann hefur eitthvað nýtt fram að færa sem ekki var í rannsóknarskýrslunni þá er auðvitað sjálfsagt, finnst mér, að tala við manninn. En við skulum sjá til og hvað hann hefur fram að færa sem hann hefur ekki tjáð rannsóknarnefndinni,“ segir Jón Steindór. Fari svo að Ólafur fundi með nefndinni sé líklegt að fundurinn yrði opinn fjölmiðlum. „Það hafur engin ákvörðun verið tekinn um það en það kann vel að vera það væri skynsamlegast ío ljósi allra aðstæðna að hafa þann fund opinn til að allir geti fylgst með fundinum.“
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33 Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Ólafur Ólafsson óskar eftir að funda með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Ólafur Ólafsson hefur farið þess á leit við formann stjórnskipunar-og eftirlitsnefndar Alþingis að hann komi fyrir nefndina og fái að tjá sig fyrir henni um einkavæðingu Búnaðarbankans árið 2003. 12. apríl 2017 17:33
Skrítið ef Ólafur fengi ekki að tjá sig Ólafur Ólafsson fjárfestir hefur farið fram á það við Brynjar Níelsson, formann stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, að fá að tjá sig fyrir nefndinni um einkavæðingu Búnaðarbankans. 13. apríl 2017 07:00
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Gögnin sýna blekkinguna svart á hvítu Kjartan Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson segja flest gögn um fléttuna á bakvið kaupin á Búnaðarbanka þegar hafa legið fyrir hjá helstu eftirlitsstofnunum ríkisins. Aðeins hafi átt eftir að draga þau saman og rekja punktana, frá afland 30. mars 2017 06:00